Skessuhorn - 08.01.2020, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 8. JANúAR 202030
Hið árlega aðventumót púttara í
Borgarbyggð fór fram 17. desemb-
er síðastliðinn í Eyjunni í Brák-
arey. Til leiks mættu ellefu konur
og þrettán karlar. Keppt var með
og án forgjafar. Konurnar voru í
feikna stuði þennan dag og skildu
karlana hreinlega eftir. Guðrún
Helga Andresdóttir vann kvenna-
flokkinn án forgjafar á 56 höggum.
Önnur varð Anna Ólafsdóttir á 57
höggum og Lilja Ósk Ólafsdóttir
þriðja með 60 högg, en Ásdís B.
Geirdal var fjórða á sama högga-
fjölda. Ingimundur Ingimund-
arson varð efstur í karlaflokki án
forgjafar á 60 höggum. Annar var
Magnús E. Magnússon á 61 höggi
og þriðji Jón Þór Jónasson einn-
ig á 61 höggi. Heba Magnúsdótt-
ir var fyrst kvenna með forgjöf
með 57 högg. Önnur var Rann-
veig Lind Egilsdóttir einnig með
57 högg og þriðja Hugrún Björk
Þorkelsdóttir með 57 högg, en
Ásdís B. Geirdal varð fjórða með
sama höggafjölda. Efstur karla
með forgjöf varð Valur Thorodd-
sen á 53 höggum. Annar var Ágúst
M. Haraldsson á 58 höggum og
þriðji Guðmundur Auðunn Ara-
son á 59 höggum.
Pútthópurinn æfði vel á árinu
2019 en skráðar æfingar voru 90
talsins, en margir tóku auk þess
aukaæfingar. Hópurinn sýndi veru-
legar framfarir og árangur ársins
var með besta móti. Á næstunni mun
púttstaðan í Eyjunni batna mjög
því leggja á púttgrasteppi á völl-
inn og breytir það aðstöðunni mjög
til batnaðar. Í sumar fer Landsmót
UMFÍ 50+ fram í Borgarnesi og bú-
ast má við mörgum þátttakendum í
þessari grein. mm/ii/ Ljósm. gha.
Hlaupahópur Snæfellsbæjar stóð
fyrir hlaupi á síðasta degi ársins eins
og undanfarin ár. Hittust hlaupar-
arnir við Íþróttahús Snæfellsbæj-
ar og hlupu allir saman, börn, ung-
lingar og fullorðnir ýmist þrjá eða
fimm kílómetra. Voru þátttakend-
ur hvattir til að mæta í búningum
en um 30 manns tóku þátt í hlaup-
inu að þessu sinni. Að hlaupi loknu
buðu þau Rán Kristinsdóttir og
Fannar Baldursson öllum þátttak-
endum í heitt súkkulaði í bílskúrn-
um heima hjá sér. þa
Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyft-
ingamaður var skömmu fyrir ára-
mót útnefndur Íþróttamaður árs-
ins 2019 af Samtökum íþrótta-
fréttamanna. Martin Hermanns-
son körfuknattleiksmaður hjá Alba
Berlín hafnaði í öðru sæti og knatt-
spyrnukonan Sara Björk Gunnars-
dóttir varð í þriðja.
Júlían hefur haslað sér völl sem
einn af sterkustu keppendum heims
í +120 kg flokki. Hann vann til
bronsverðlauna fyrir samanlagð-
an árangur á heimsmeistaramóti í
Dubaí í nóvember en þar bætti hann
jafnframt sitt eigið heimsmet í rétt-
stöðulyftu með 405,5 kg og tryggði
sér gullverðlaun í greininni. Heild-
arþyngdin sem Júlían lyfti á heims-
meistaramótinu voru 1148 kg., en
það er mesta þyngd sem íslensk-
ur kraftlyftingamaður hefur lyft.
Í maí hlaut Júlían silfurverðlaun á
Evrópumeistaramóti fyrir saman-
lagðan árangur en hlaut þar einn-
ig gull í réttstöðu. Hann lýkur í ár
sínu þriðja keppnistímabili í opnum
flokki og er í þriðja sæti á heimslista
IPF Alþjóðakraftlyftingasambands-
ins í +120kg. flokki.
Það íþróttafólk sem fékk flest at-
kvæði í kjörinu þetta árið og var í
efstu tíu sætunum er í stafrófsröð:
Anton Sveinn McKee, sundmað-
ur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar
Arnar Davíð Jónsson, keilari úr
Keilafélagi Reykjavíkur
Aron Pálmarsson, handbolta-
maður hjá Barcelona á Spáni
Glódís Perla Viggósdóttir, knatt-
spyrnukona hjá Rosengård í Sví-
þjóð
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir,
spretthlaupari úr ÍR
Guðmundur Ágúst Kristjánsson,
kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavík-
ur
Gylfi Þór Sigurðsson, knatt-
spyrnumaður hjá Everton
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyft-
ingamaður úr Ármanni
Martin Hermannsson, körfu-
boltamaður hjá Alba Berlín í Þýska-
landi
Sara Björk Gunnarsdóttir, knatt-
spyrnukona hjá Wolfsburg í Þýska-
landi
Í heiðurshöllina
Samtök íþróttafréttamanna veittu
nú í áttunda sinn viðurkenningu
til þjálfara ársins og var það Ósk-
ar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari kar-
laliðs Gróttu í knattspyrnu, sem
hlaut þann heiður. Viðurkenning
til liðs ársins fór til kvennaliðs Vals
í körfuknattleik.
Loks var Alfreð Gíslason út-
nefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð
er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ
útnefnir í höllina.
Vestlendingar í fremstu
röð
Fyrr um kvöldið fór fram verð-
launaafhending til íþróttafólks sem
sérsambönd ÍSÍ og íþróttanefnd-
ir höfðu tilnefnt úr sínum röðum. Í
þeirra röðum voru Valdís Þóra Jóns-
dóttir kylfingur úr Leyni sem til-
nefnd var af GSÍ sem golfkona árs-
ins fyrir frábæran árangur á sterk-
ustu mótum kylfinga á heimsvísu.
Borgnesingurinn Kristín Sif Björg-
vinsdóttir var tilnefnd sem hnefa-
leikakona ársins en hún hreppti m.a.
silfurverðlaun á Norðurlandamótinu
í hnefaleikum annað árið í röð.
Þrefaldur heimsmeistari
Loks verður að geta Skagfirðingsins
Jóhanns Rúnars Skúlasonar sem til-
nefndur var sem knapi ársins í fjórða
skipti. Jóhann vann það einstaka af-
rek á Heimsmeistaramóti íslenska
hestsins í Berlín 2019 að vinna þre-
faldan heimsmeistaratitil á hestinum
Finnboga frá Minni-Reykjum. Það
vakti töluverða reiði í íslenska hesta-
heiminum að Jóhann Rúnar skyldi
ekki verða kjörinn í hóp tíu efstu
íþróttamanna landsins fyrir þenn-
an árangur. Stjórn LH sendi frá sér
harðorða yfirlýsingu vegna þess. mm
Hið árlega gamlársdagshlaup ÍA
fór fram á Akranesi á gamlársdag.
Hlaupið var af stað frá Akratorgi
kl. 13:00 og var hægt að velja um
tvær vegalengdir að þessu sinni; 2
km og 5 km. Prýðileg þátttaka var
í hlaupinu sem Sturlaugur Stur-
laugsson ræsti með því að sprengja
flugeld.
mm
Íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ sem tilnefnt var til verðlauna.
Júlían er Íþróttamaður ársins 2019
Júlían J. K. Jóhannsson íþróttamaður ársins 2019.
Guðmundur Arason varð þriðji í keppni karla án forgjafar.
Valur og Ágúst urðu í efstu tveimur sætum.
Aðventumót púttara í Borgarbyggð
Efstu í kvennaflokki án forgjafar.
Efstu í kvennaflokki með forgjöf.
Efstu þrír karlar í keppninni án forgjafar. Mynd vantar af
efstu í karlaflokki með forgjöf.
Hlaupið frá gamla árinu
Hlaupið á gamlársdag