Skessuhorn - 18.03.2020, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 20202
Verum dugleg að hreyfa okk-
ur í því ástandi sem nú ríkir í
þjóðfélaginu. Góðar göngu-
ferðir geta verið gulls ígildi fyrir
þá sem eiga tök á því.
Á morgun er spáð suðlægri
eða breytilegri átt 3-10 m/s.
Víða verður léttskýjað en stöku
él á Vestfjörðum, við Breiða-
fjörð og einnig við suður-
ströndina um kvöldið. Frost
1-10 stig. Á föstudag má gera
ráð fyrir að gangi í sunnanátt
13-20 m/s með snjókomu og
slyddu á Suður- og Vesturlandi
og síðar rigningu út við strönd-
ina. Þurrt um landið norð-
austanvert og hlýnar í veðri,
hiti 0-4 stig eftir hádegi. Hæg-
ari suðvestanátt vestanlands
um kvöldið mé éljum og kóln-
ar aftur. Á laugardag er spáð
suðvestanátt 8-15 m/s og élja-
gangi. Snjókoma eða slydda
á austanverðu landinu fram-
an af degi en léttur til síðdeg-
is. Víða vægt frost. Á sunnudag
er útlit fyrir sunnan storm og
snjókomu eða slyddu en síðar
talsvarða rigningu. Úrkomulítið
norðaustanlands. Hlýnar í veðri,
hiti 3-8 stig seinni partinn. Á
mánudag er útlil fyrir hvassa
suðvestanátt með éljum eða
slydduéljum, en léttskýjað á
Norður- og Austurlandi. Hiti
nálgast frostmark.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns hvernig lesendur
hyggjast skipuleggja sumarfrí-
ið. 40% ætla að ferðast innan-
lands í sumar en 18% ætla að
vera heima hjá sér. 16% ætla að
gera sitt lítið af hverju, ferðast
til útlandi og innanlands. 14%
ætla ekki að taka sumarleyfi og
11% ætla að ferðast til útlanda.
Í næstu viku er spurt:
Hefur samkomubann áhrif á
þína vinnu?
Starfsfólk heilbrigðisstofnana,
dvalarheimila, skóla og leik-
skóla er undir miklu álagi þessa
dagana og eru útnefndir Vest-
lendingar vikunnar að þessu
sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Áskriftarverð
hækkar
SKESSUHORN: Um
næstu mánaðamót hækkar
áskrift að Skessuhorni lít-
ið eitt. Það er óhjákvæmi-
legt vegna hækkaðs kostn-
aðar við útgáfuna, m.a.
vegna launa og dreifingar
hjá Íslandspósti. Almenn
mánaðaráskrift kostar eft-
ir breytingu 3.590 krónur
en verð til elli- og örorku-
lífeyrisþega verður 3.100
kr. Rafræn mánaðaráskrift
kostar 2.815 kr. en elli- og
örorkulífeyrisþegar greiða
2.595. -mm
Sérsveitin
kölluð út
AKRANES: Lögregla var
kölluð að heimili á Akra-
nesi á mánudag og kallað
var eftir aðstoð sérsveit-
arinnar. Að sögn lögreglu
tengdist málið veikum ein-
staklingi sem þurfti að ná
tali af. Aðgerðin gekk vel
að sögn lögreglu, en við-
komandi kom sjálfur út úr
húsinu og lögregla kom
honum síðan undir læknis-
hendur. Sérsveitin var að-
eins kölluð út sem bakland
fyrir lögregluþjóna á staðn-
um. -kgk
Skoða skotæf-
ingasvæði við
Ölduhrygg
BORGARBYGGÐ: Á
fundi sveitarstjórnar Borg-
arbyggðar síðastliðinn
fimmtudag var samþykkt
með átta atkvæðum til-
laga Lilju Bjargar Ágústs-
dóttur þar sem lagt er til
að umhverfis- og skipu-
lagssviði verði falið að gera
sambærilegar athuganir á
Ölduhrygg og gerðar voru
í Kárastaðalandi vegna
hugsanlegs skotæfinga-
svæðis þar. Í bókun segir
að þetta verði gert til að að
bera megi svæðin saman og
taka ákvörðun um framtíð
skotæfingasvæðisins með
tilliti til þeirrar niðurstöðu.
-mm
Veðurhorfur
Stærðfræðikeppni grunnskól-
anna á Vesturlandi var haldin í
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi föstudaginn 21. febrú-
ar síðastliðinn. Keppnin var sem
fyrr fyrir nemendur í 8.-10. bekk
í öllum grunnskólum og grunn-
skóladeildum á Vesturlandi auk
grunnskólanum á Hólmavík
og Klébergsskóla á Kjalarnesi.
Að þessu sinni voru 106 nem-
endur sem tóku þátt í keppn-
inni og komu þeir frá sjö skól-
um eða skóladeildum; Auðar-
skóla í Búðardal, Brekkubæjar-
skóla og Grundaskóli á Akra-
nesi, Heiðarskóla úr Hvalfjarð-
arsveit, Grunnskóla Borgarfjarð-
ar bæði frá Kleppjárnsreykjum
og Varmalandi og Grunnskól-
anum í Borgarnesi. Úr áttunda
bekk tóku 30 nemendur þátt, úr
níunda bekk voru 53 keppendur
og 23 nemendur úr tíunda bekk.
Venja er fyrir því að bjóða 10-12
efstu nemendumí hverjum bekk
til verðlaunaafhendingar í FVA
en vegna COVID-19 veirunnar
var ákveðið að aflýsa verðlauna-
afhendingunni sem átti að vera
14. mars sl. Þess í stað voru við-
urkenningar og verðlaun send í
pósti en þrír efstu í hverjum bekk
fá verðlaun og 10 efstu fá viður-
kenningarskjöl.
Styrktaraðilar keppninnar voru
Akraneskaupstaður, Blikksmiðja
Guðmundar, Tölvuþjónustan og
Landsbankinn.
Verðlaunahafar úr
8. bekk:
Í fyrsta sæti var Marijonas Valdas
Varkulevicius úr Grunnskólanum í
Borgarnesi.
Í öðru sæti var Ágúst Davíð
Steinarsson úr Grunnskólanum í
Borgarnesi.
Í þriðja sæti var Nökkvi Snorra-
son úr Grundaskóla á Akranesi.
Verðlaunahafar í
9. bekk:
Í fyrsta sæti var Mikael Bjarki Óm-
arsson úr Heiðarskóla í Hvalfjarð-
arsveit.
Í öðru sæti var Ísak Emil Sveins-
son úr Brekkubæjarskóla á Akra-
nesi.
Jöfn í þriðja og fjórða sæti voru
Jara Natalía Florence Björnsdótt-
ir úr Grunnskóla Borgarfjarðar á
Kleppjárnsreykjum og Daði Már
Alfreðsson úr Grundaskóla á Akra-
nesi.
Verðlaunahafar í
10. bekk
Í fyrsta sæti var Díana Dóra
Bergman Baldursdóttir úr Grunn-
skólanum í Borgarnesi.
Í öðru sæti var Stefán Ingi Þor-
steinsson úr Auðarskóla í Búðar-
dal.
Jöfn í þriðja og fjórða sæti voru
Hólmfríður Erla Ingadóttir og
Ólafur Ían Brynjarsson, bæði úr
Grundaskóla á Akranesi. arg
Fjölbrautaskóli Vesturlands stóð sem fyrr fyrir keppninni. Að þessu sinni var
verðlaunahöfum ekki boðið til móttöku heldur sendar viðurkenningar sínar.
Ljósm. glh.
Verðlaunahafar í stærðfræði-
keppni grunnskólanna
Hafa opið til víxl á veitingastöðunum
Veitingahúsin Narfeyrarstofa og
Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi
hafa tekið höndum saman og hafa
opið á víxl aðra hverja viku. Þetta
er gert í hagræðingarskini með-
an lítið er af ferðafólki og þann-
ig reynt að bregðast við því for-
dæmalausa ástandi sem nú ríkir.
Fjöldi starfsfólks á veitingastöð-
unum er í lágmarki. Þessi rástöfun
gerir það að verkum að báðir stað-
irnir geta haldið áfram starfsemi
þótt í smærra umfangi sé.
Því má við þetta bæta að nánast
allar bókanir hótelgesta á stærstu
hótel bæjarins hafa verið afbókað-
ar undanfarna daga. Framkvæmd-
ir standa nú yfir við stækkun Hót-
el Stykkishólms. Þær munu halda
áfram og lögð áhersla á að þeim
verði lokið þegar sjá fer að nýju
til sólar í ferðaþjónustunni hér á
landi.
mm/sá
Narfeyrarstofa. Sjávarpakkhúsið.
VEIÐIEFTIRLITSMÖNNUM
FISKISTOFA VILL BÆTA
Í SINN GÓÐA HÓP:
Sjá nánar á http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/storfibodi/