Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Side 6

Skessuhorn - 18.03.2020, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 20206 Upplýsingasíða um Covid-19 LANDIÐ: Vefsíðan www. covid.is er komin í loftið en þar má finna nýjar upplýs- ingar frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra um sjúkdóm- inn COVID-19. Á síðunni eru allar helstu upplýsingar og svör við algengum spurn- ingum, svo sem hvernig hægt sé að forðast smit, hvernig einangrun í heimahúsi virk- ar og fleira í þeim dúr. Á síð- unni er einnig hægt að fylgj- ast með tölulegum upplýs- ingum eins og hversu mörg smit eru staðfest eftir aldri, kyni og landshluta. Þegar síðan var opnuð í gær mátti sjá að 225 staðfest smit voru þá á landinu öllu, en engin á Vesturlandi. Á sama tíma voru 2192 í sóttkví og þar af 23 á Vesturlandi. -arg Fastir ferða- menn VESTURLAND: Skömmu eftir miðnætti 14. mars ósk- uðu ferðamenn eftir að- stoð þar sem þeir sátu fast- ir á Fróðárheiði. Ekki náð- ist í dráttarbílaþjónustur og því var kallað eftir aðstoð frá björgunarsveitarmönn- um í Lífsbjörgu, sem fóru á staðinn og komu fólkinu til hjálpar. -kgk Fékk höfuð- högg BORGARBYGGÐ: Um- ferðarslys varð á Borgar- fjarðarbraut þriðjudaginn 10. mars síðastliðinn. Öku- maðurinn hlaut höfuðhögg og þurfti að leita læknisað- stoðar, sem hann gerði sjálf- ur. -kgk Stýrivextir lækkaðir LANDIÐ: Vextir Seðla- banka Íslands voru lækkaðir um 0,5 prósentustig sl. mið- vikudag. Megnivextir bank- ans, vextir á sjö daga bundn- um innlánum sem jafnan eru kallaðir stýrivextir, verða því 2,25%. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% nið- ur í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Lækkun meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð þess fasta er ætlað að rýmka lausafjár- stöðu bankanna, sem og að auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum að- stæðum í hagkerfinu. „Með þessum aðgerðum er slak- að nokkuð á taumhaldi pen- ingastefnunnar í ljósi versn- andi efnahagshorfa í kjöl- far aukinnar útbreiðslu CO- VID-19 veirunnar,“ segir í tilkynningu peningastefnu- nefndar. -kgk 64 sóttu um þrjár lóðir AKRANES: Mikil eftir- spurn er eftir byggingalóð- um á Akranesi. Föstudag- inn 6. mars síðastliðinn var úthlutað tveimur raðhúsa- lóðum og einni parhúsalóð við Akralund. Bárust hvorki fleiri né færri en 64 umsókn- ir samtals í lóðirnar þrjár og því þurfti að draga um lóð- irnar. Raðhúsalóð að Akra- lundi 8-14 kom í hlut Bjarg- ar fasteignafélags ehf., en 18 umsóknir bárust í lóðina. Alls sóttu 19 um raðhúsa- lóðina við Akralund 20-26, en við útdráttinn kom hún í hlut Yls pípulagningaþjón- ustu. Samtals sóttust 27 eftir parhúsalóðinni við Akralund 16-18. Dregnir voru út þeir Albert Páll Albertsson og Markus Filip Gendek, sem sóttu saman um lóðina. -kgk Ætla að breyta fjölbýlishúsa- lóðum BORGARNES: Sveitar- stjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum síðast- liðinn fimmtudag að aug- lýsa breytingu á deiliskipu- lagi fyrir lóð við Sóleyjar- klett í Bjargslandi. Þar er ætlunin að breyta tveimur fjölbýlishúsalóðum, þar sem gert er ráð fyrir 28 íbúðum, í eina sameiginlega lóð fyr- ir sex tveggja hæða fjölbýlis- hús með samtals 30 íbúðum. Stefnt verður á að byggja 24 ca. 90 fermetra íbúðir og sex ca. 50 fm. Stærð sameigin- legrar lóðar breytis ekki. Á lóð skal gera ráð fyrir tveim- ur bílastæðum fyrir hverja íbúð af stærri gerðinni og einu bílastæði fyrir fyrir hverja íbúð af minni gerð og eru þar með talið bílastæði fyrir fatlaða. -mm Snjóflóð féll í Búlandshöfða á Snæ- fellsnesi aðfararnótt síðasta mánu- dags. Ekki var um stórt flóð að ræða en samt það stórt að það náði yfir þjóðveginn. Aðeins fjórhjóla- drifnir bílar komust fram hjá því. Er þetta annað snjóflóðið sem fell- ur í vetur en það fyrra var tölu- vert minna. Óalgengt er að það falli snjóflóð í Búlandshöfðanum og það gerist einungis í austan- og suðaustanáttum og var einmitt suð- austan átt með töluveðri snjókomu þessa nótt. þa Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar 5. mars síðastliðinn var sam- þykkt að ganga að tilboði trygg- ingafélagsins VÍS í tryggingar fyr- ir sveitarfélagið. Sveitarstjórn tók málið svo fyrir á fundi síðastliðinn fimmtudag. Þar var ákveðið að vísa málinu aftur til umræðu í byggð- arráði. Davíð Sigurðsson lagði á fundi sveitarstjórnar fram tillögu þess efnis að málinu yrði vísað inn í byggðarráð til frekari umfjöllunar. „Það er ótækt að sveitarfélag geti ekki valið að versla við fyrirtæki í heimabyggð. Ef að sveitarfélagið velur ekki sem fyrsta kost að versla við fyrirtæki í heimabyggð hvernig getum við þá ætlast til þess að fyrir- tæki kjósi að setjast hér að,“ sagði í bókun hans. Eins og kom fram í frétt Skessu- horns fyrr á árinu bauð VÍS 17,015 milljónir króna í tryggingapakk- ann fyrir sveitarfélagið en tilboð frá Sjóvá og TM voru 19,3 millj- ónir og 19,9 milljónir. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði í máli VÍS gegn Borgarbyggð að sveitarfélagið skyldi fella út úr útboðsskilmálum ákvæði um að bjóðandi starfræki starfsstöð í sveitarfélaginu. Eins og kunnugt er lokaði VÍS starfs- stöð sinni í Borgarnesi árið 2018 og það gerði raunar TM einnig um síðustu áramót. Sjóvá er eina trygg- ingafélagið sem rekur starfsstöð í Borgarbyggð, en sveitarfélaginu er óheimilt að ganga til samninga við Sjóvá á þeim forsendum. Eftir afgreiðslu sveitarstjórnar í síðustu viku fer málið til nánari úrvinnslu byggðarráðs áður en ákvörðun verður tekin um við hvaða trygg- ingafélag verður samið. mm Snjóflóð þveraði veginn við Búlandshöfða Telja ótækt að sveitarfélag geti ekki valið við hverja er skipt

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.