Skessuhorn - 18.03.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 20208
Datt í hálku
GRUNDARFJ: Slys varð við
Kirkjufellsfoss um kl. 14:00
á laugardag þegar ferðamað-
ur datt í hálku á brúnni við
Kirkjufellsfoss. Óttast var að
maðurinn hefði hugsanlega
farið úr mjaðmarlið. Lög-
regla og sjúkralið var sent á
staðinn og maðurinn fluttur á
heilsugæsluna í Grundarfirði.
Þaðan var hann síðan sendur
áfram á sjúkrahús á Akranesi.
-kgk
LÍN kemur til
móts við náms-
menn
LANDIÐ: Stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna hefur
samþykkt heimild fyrir sjóð-
inn til að taka til greina ann-
ars konar staðfestingu skóla á
ástundun nemenda en vott-
orðum um loknar eining-
ar. Þetta er gert til þess að
bregðast við aðstæðum nem-
enda sem mögulega geta ekki
sinnt námi sínu vegna rösk-
unar á hefðbundnu skóla-
starfi vegna COVID-19 veir-
unnar. „Þessar aðstæður kalla
á sveigjanleika af hálfu allra í
okkar samfélagi. Ég tel það
víst að þessi ákvörðun muni
létta áhyggjur margra,“ seg-
ir Lilja Alfreðsdóttir mennta-
og menningarmálaráðherra.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
7.-13. mars
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 5 bátar.
Heildarlöndun: 21.015 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF:
16.386 kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: 2 bátar.
Heildarlöndun: 32.880 kg.
Mestur afli: Kristinn HU:
17.156 kg í einni löndun.
Grundarfjörður: 7 bátar.
Heildarlöndun: 607.043 kg.
Mestur afli: Drangey SK:
184.827 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 12 bátar.
Heildarlöndun: 595.590 kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
200.258 kg í fimm róðrum.
Rif: 11 bátar.
Heildarlöndun: 742.112 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
195.462 kg í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 158.116 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
153.708 kg í tveimur róðr-
um.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Drangey SK - GRU:
184.827 kg. 11. mars.
2. Tjaldur SH - RIF:
106.461 kg. 7. mars.
3. Þórsnes SH - STY: 93.738
kg. 11. mars.
4. Tjaldur SH - RIF: 89.001
kg. 12. mars.
5. Sigurborg SH - GRU:
86.256 kg. 8. mars.
-kgk
Óvenju mörg
umferðarmál
VESTURLAND: Um-
ferðareftirlit var áberandi
í verkefnum Lögreglunn-
ar á Vesturlandi í liðinni
viku. Fjölmargir voru tekn-
ir ljóslausir, að tala í sím-
ann undir stýri, á of mikl-
um hraða eða nokkrir voru
ekki í öryggisbelti. Einn
var stöðvaður við Lyng-
brekku á 116 km/klst. og
hlaut 80 þús. króna sekt
og annar á sama stað á 111
km/klst. sem fékk 50 þús.
króna sekt. Einn var tekinn
á 109 km/klst og var ekki
með ökuskírteini meðferð-
is. Hlaut hann því samtals
60 þús. króna sekt. Lög-
regla harmar fjölda um-
ferðarmála í liðinni viku í
ljósi þess að færðin var erf-
ið á köflum. Segir lögregla
því með ólíkindum að fólk
sé að keyra of hratt og jafn-
vel ljóslaust á öllum tímum
sólarhringsins við slíkar að-
stæður. -kgk
Faldi sig í
rjóðri
BORGARNES: Lögregla
hafði afskipti af ökumanni
við Borgarnes á mánu-
daginn, sem reyndist aka
án ökuréttinda. Maðurinn
stakk af og reyndi að fela
sig inni í rjóðri við Borg á
Mýrum. En hann fannst og
var handtekinn. Auk þess
að aka án réttinda reynd-
ist bíllinn sem hann ók vera
ótryggður. -kgk
Út um
allan veg
HVALFJ.SV: Haft var
samband við lögreglu og
Neyðarlínu laust fyrir kl.
17:00 á sunnudag og til-
kynnt um undarlegt akst-
urslag bifreiðar á Vestur-
landsvegi. Tilkynnandi
sagði að bílnum væri ekið
út um allan veg og litlu
hefði munað að ökumað-
urinn hefði valdið stór-
slysi. Lögregla fór til móts
við ökumanninn og stöðv-
aði för hans. Strokpróf sem
framkvæmt var á vettvangi
gaf jákvæða svörun á kóka-
ín og amfetamín. Maður-
inn var því handtekinn,
fluttur á lögreglustöð og
gert að gefa blóðsýni.
-kgk
Stútur undir
stýri
SNÆFELLSNES: Klukk-
an rúmlega 4:00 aðfarar-
nótt sunnudags var tilkynnt
um rásandi aksturslag öku-
manns á ferð milli Ólafs-
víkur og Grundarfjarðar.
Bíllinn rásaði, ók á öfugum
vegarhelmingi og á end-
anum missti ökumaðurinn
stjórn á bílnum og hafn-
aði utan vegar. Maðurinn
var ómeiddur en greini-
lega ölvaður, að því er fram
kemur í dagbók lögreglu.
Var hann því handtekinn
og gert að gefa blóðsýni.
-kgk
Ingi Tryggvason lögmaður er
skiptastjóri í þrotabúi Ísfisks ehf.
sem síðustu tvö árin var með starf-
semi á Akranesi. Fyrirtækið var eins
og kunnugt er úrskurðað gjald-
þrota í byrjun ársins. Í auglýsingu
í Skessuhorni í síðustu viku bauð
skiptastjóri til sölu fiskvinnsluvél-
ar og búnað úr þrotabúinu. Þar má
nefna flökunarvélar, flokkara, slæg-
ingarvélar, hausara, saltsprautuvél,
vogir, færibönd, þvottakör, fiskkör
og fleira. Varðandi skoðun og nán-
ari upplýsingar er hægt að hafa sam-
band við Inga í síma 860-2181 eða
senda póst á ingi@lit.is. Tilboðum í
búnaðinn þarf að vera búið að skila
31. mars næstkomandi.
mm
Skipin Drangey SK 2 og Málmey
SK 1 voru bæði í Grundarfjarðar-
höfn á mánudaginn. Skipin voru að
landa hátt í fjögurhundruð tonnum
af afla þar sem megin uppistaðan
var þorskur. Drangey SK 2 landaði
einnig í Grundarfirði miðvikudag-
inn 11. mars en þá var landað úr því
193 tonnum af afla. Það hefur því
töluvert aflamagn farið um hafn-
arvigtina síðustu daga og hafnar-
starfsmenn staðið í ströngu.
tfk
Byggmjólk sem Kaja Organic á
Akranesi hefur byrjað framleiðslu
á er fyrsta alíslenska jurtamjólkin
sem fer á markað hér á landi. „Þeg-
ar ég segi íslensk byggmjólk þá
erum við að tala um íslenskt bygg
en sú jurtamjólk sem gerð var til-
raun með að framleiða áður var
úr erlendum höfrum blönduð ís-
lensku vatni. Hér erum við með ís-
lenskt lífrænt bygg frá Vallanesi,“
segir Karen Jónsdóttir í samtali
við Skessuhorn. Hún hefur nú haf-
ið framleiðslu og markaðssetningu
á vörunni og voru fyrstu mennirn-
ir til að neyta hennar síðastliðinn
miðvikudag þeir Ólafur Sveinsson,
forstöðumaður atvinnuráðgjafar
SSV og Páll S Brynjarsson, fram-
kvæmdastjóri SSV sem skáluðu við
Karen í verslun hennar á Akranesi.
Hún fékk fyrir tveimur árum út-
hlutað svokölluðum Öndvegisstyrk
frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands
til að vinna að vöruþróuninni og
því þótti við hæfi að fá til frumsýn-
ingar vörunnar þá Pál og Ólaf.
„Vöruþróun og nú framleiðslu
hef ég sinnt samhliða rekstri míns
fyrirtækis og því er ég stolt og glöð
að hafa náð þessum áfanga. Loks-
ins náði ég að klára þennan áfanga.
Útkoman er þessi eðaldrykkur sem
fer í sölu í þessari viku,“ segir Kar-
en. „Byggmjólkin verður seld í tak-
mörkuðu upplagi til að byrja með
því næsta skref er að auka fram-
leiðslugetuna með hentugri vél-
búnaði. „Byggið er einstaklega
hollt enda inniheldur það mikið
af beta-glukana sem lækkar kólest-
eról, er gott gegn stressi og styrk-
ir ofnæmiskerfið. Því til viðbótar
myndar byggið gel sem fóðrar og
mýkir magann og nærir slímhúð
ristilsins. Næstu skref eru svo bygg-
mjólkur drykkir og fleiri afurðir,
m.a. jurtajógúrt,“ segir Karen.
Hún segir það nokkuð merki-
legt við íslenska byggið að það þarf
einungis 6,8% bygg til þess að ná
þessu öfluga bragði á meðan Evr-
ópa er með allt að 12 til 17% bygg
í sínum drykkjum. „Ég sel bygg-
mjólkina í glerumbúðum. Bæði er
það gert upp á geymsluþol vörunn-
ar og svo umhverfissjónarmið,“
sagði Karen að endingu.
mm
Búnaður og fiskvinnsluvélar
Ísfisks til sölu
Málmey SK 1 er nær og
Drangey SK 2 þar fyrir aftan
mánudaginn 16. mars.
Skagfirðingar landa í Grundarfirði
Páll S Brynjarsson, Karen Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson skála í fyrstu alíslensku byggmjólkinni.
Skáluðu í fyrstu alíslensku
byggmjólkinni