Skessuhorn - 18.03.2020, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 9
FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF
Sími 570 4824 - valfell.is
Sjammi ehf kynnir
Fyrstu kaupa íbúðir – Asparskógar 13, Akranesi
Glæsilegar fullbúnar fyrstu kaupa íbúðir í tveggja hæða fjölbýlishúsi, allar íbúðir eru
með sérinngangi. Suðurverönd og suðursvalir. Íbúðirnar seljast fullbúnar, auk þess
sem uppþvottavél og kæliskápur í eldhúsi fylgir með. Á baði fylgir þvottavél með
innbyggðum þurrkara. Innréttingar eru frá HTH og tæki frá AEG. Gólfefni, innihurðir og
flísar á baði frá Birgisson.
2ja herbergja íbúðirnar eru 47,8 til 48,6 fm og kosta frá 24.990.000 til 25.406.500.
Stúdíóíbúðin er 37,2 fm og kostar 19.448.100.
Íbúðirnar verða afhentar í s.l. 1. mars 2021.
7
íbúðir eftir
Auðarskóli
Ábyrgð – Ánægja – Árangur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Auðarskóli óskar eftir að ráða í
eftirfarandi stöður kennara fyrir
skólaárið 2020-2021
Kennarastöður við Auðarskóla
Við Auðarskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi og
100% staða umsjónarkennara á miðstigi fyrir skólaárið 2020-2021. Um er
að ræða stöður til framtíðar.
Einnig er laus til afleysingar 100% staða list- og verkgreinakennara skóla-
árið 2020-2021.
Umsjónarkennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina eru:
· íslenska
· samfélagsfræði
· tungumálakennsla
· val
· smíði
Umsjónarkennsla á miðstigi stigi, meðal kennslugreina eru:
· íslenska
· náttúrufræði
· samfélagsfræði
· tungumálakennsla
List- og verkgreinakennari, meðal kennslugreina eru:
· textíll
· heimilisfræði
Mikilvægt er að umsækjendur búi að:
· færni í samskiptum
· frumkvæði í starfi
· sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum
· góðri íslenskukunnáttu
Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í
teymiskennslu. Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu.
Umsóknir um starfið berist á netfangið keli@audarskoli.is. Með umsókninni
þurfa að fylgja ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Umsóknarfrestur
er til 1. apríl 2020.
Upplýsingar um starfið veitir Þorkell aðstoðarskólastjóri í síma 430 4757.
Landbúnaðarráðherra hefur undir-
ritað nýja reglugerð um innflutning
hunda og katta. Lágmarkstími fyrir
einangrun dýranna við innflutning
verða nú tvær vikur í stað fjögurra.
Reglugerðin heimilar einnig að
einangrun tiltekinna hjálparhunda
fari fram í heimaeinangrun. Reglu-
gerðin hefur það að markmiði að
tryggja heilbrigði dýra og manna
með því að fyrirbyggja að smitsjúk-
dómar berist til landsins. Reglu-
gerðin er afrakstur nýs áhættumats
um innflutning hunda og katta til
landsins, sem unnið var af Preben
Willeberg, fyrrverandi yfirdýra-
lækni Danmerkur, að beiðni ráðu-
neytisins. Þá hefur Matvælastofn-
un einnig skilað ítarlegri skýrslu
byggða á vinnu Willeberg og lagt
til þær breytingar sem tilgreindar
eru í reglugerðinni.
„Með þessum breytingum er
verið að stuðla að skilvirkara ferli
við innflutning hunda og katta en
um leið tryggja heilbrigði dýra og
manna. Með reglugerðinni er því
ekki verið að slaka á kröfum heldur
er öðrum aðferðum beitt til þess að
halda uppi sömu eða jafnvel betri
vörnum gegn smitsjúkdómum en
nú er gert,“ sagði Kristján Þór Júlí-
usson, sjávarútvegs og landbúnað-
arráðherra af þessu tilefni. mm
Jarðgöng, öryggismál og umferðar-
þjónusta var efni fyrirspurnar sem
Guðjón S. Brjánsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar í NV kjör-
dæmi, lagði fram á dögunum fyrir
Sigurð Inga Jóhansson samgöngu-
og sveitastjórnarráðherra. Guðjón
spurði hvernig veigamestu þætt-
ir öryggismála í jarðgöngum hér á
landi væru skilgreindir, hvort ör-
yggismál, öryggiseftirlit og umferð-
arþjónusta í jarðgöngum væri sam-
ræmd og hvernig aðstæður væru
með tilliti til öryggismála í hverjum
og einum jarðgöngum fyrir sig. Þá
spurði hann ráðherra hvort hann
hygðist vinna skipulega að úrbót-
um ef misræmi reyndist vera á milli
jarðganga hvað varðar mikilvæga
öryggisþætti.
„Á ferðum mínum gegnum jarð-
göng á Vesturlandi, Vestfjörðum
og jafnvel Austfjörðum reynast að-
stæður og umferðarþjónusta mis-
munandi hvað þessi atriði snertir.
Hvernig stendur á viðvarandi mis-
ræmi og ætlar ráðherra að vinna að
bragarbótum,“ spurði Guðjón og
vísaði þar til öryggis vegfarenda.
mm
Spurði ráðherra um öryggis-
þætti í jarðgöngum
Einangrun innfluttra hunda
stytt í tvær vikur