Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2020, Page 15

Skessuhorn - 18.03.2020, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 15 Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 SK ES SU H O R N 2 02 0 Bæjarstjórnarfundur 1310. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþing- salnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. mars kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna falla allir niður vegna samkomubanns sem er í gildi til og með 13. apríl. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sveitarstjórn Dalabyggðar vinn- ur nú að því að finna Byggðasafni Dalamanna heimili á Staðarfelli á Fellsströnd. Eyjólfur Ingvi Bjarna- son oddviti segir markmiðið að safnið verði þar til frambúðar, en tekur fram að vinnan sé á byrjun- arstigi. „Boltinn er hjá okkur núna. Við, nokkrir fulltrúar frá sveitar- stjórn, höfum fundað í bæði fjár- málaráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna málsins. Nú þurfum við að vinna ákveðnar áætlarnir og gera drög að fjármögnun,“ segir Eyjólfur í sam- tali við Skessuhorn, en hugmynd- irnar gera ráð fyrir að Dalabyggð kaupi húsakost gamla húsmæðra- skólans á Staðarfelli. Sögufrægur staður Húsin á Staðarfelli hafa staðið ónotuð frá því meðferðarheimili SÁÁ var lokað í marsbyrjun 2018. Heimilið hafði þá verið rekið þar í 38 ár. Þar áður hafði verið starf- ræktur húsmæðraskóli á Staðar- felli í tæplega hálfa öld og enn áður var Staðarfell aðsetur sýslumanns Dalasýslu um langt skeið. Stað- urinn skipar því ríkan sess í sögu svæðisins. „Hugmyndir okkar snúa líka að því að varðveita söguna sem þarna er. Það er heilmikil saga á Staðarfelli og kjörið að byggðasafn- ið sé þar. Þannig má tengja saman, fortíð, nútíð og framtíð á sögufræg- um stað í Dölunum,“ segir Eyj- ólfur. „Svo vonandi, þegar ferða- mannastraumurinn byrjar aftur, sér fólk að það er alveg tilvalið að fara strandahringinn um Fellsströnd, fyrir Klofning og um Skarðsströnd og stoppa á Staðarfelli á leiðinni. Strandahringurinn í góðu veðri er ótrúlega falleg leið og kjörin til að skreppa í bíltúr. Hún er eitt af þess- um hálfgerðu leyndarmálum sem fáir vita um,“ bætir hann við. Lágmarks endurbætur Sem fyrr segir eru áform um opn- un Byggðasafns Dalamanna á Stað- arfelli á byrjunarstigum og því ekki hægt að segja til um hvenær eða hvort hægt verður að flytja safn- ið þangað. Safnið er enn til húsa á Laugum en unnið að því að pakka því niður. Fyrir liggur að ráðast þarf í einhverjar framkvæmdir á Staðarfelli fyrir opnun safnsins þar. „Húsin þarfnast einhvers viðhalds en við sjáum fyrir okkur að þarna verði hægt að opna safn með lág- marks endurbótum á húsakostin- um. Safn snýst fyrst og fremst um að hafa góða aðstöðu til að sýna gripina,“ segir Eyjólfur Ingvi að endingu. kgk Fyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. var í Héraðsdómi Vesturlands sýknað af kröfu tæplega 3,2 millj- óna króna í vangoldin laun, ásamt vöxtum. Maðurinn sem stefndi fyr- irtækinu byggði kröfu sína á því að hann hefði starfað sem verkstjóri en ekki bílstjóri hjá fyrirtækinu á tíma- bilinu maí 2016 þar til hann lét af störfum í apríl 2018. Því hafi kjör hans átt að taka mið af kjarasamn- ingi SA og Sambands stjórnenda- félaga en ekki kjarasamningi SA og Starfsgreinasambands Íslands, eins og fyrirtækið hélt fram. Krafði maðurinn því fyrirtækið um van- greitt álag á yfirvinnu frá maí 2016 til og með janúar 2018, sem og van- greidds orlofs, orlofsuppbótar og desemberuppbótar. Á launaseðlum fyrir þetta tímabil kemur fram að stefndi sé bílstjóri, að laun hans greiðist sem jafnað- arkaup að tilgreindri fjárhæð, að unninn hafi verið tilgreindur fjöldi klukkustunda á því kaupi og að til- greint orlof reiknist ofan á launa- fjárhæðina. Sömuleiðis liggja fyr- ir tímaskráningar fyrir áðurnefnt tímabil, sem maðurinn staðfesti að væri byggt á skráningum hans sjálfs. Þar kemur einnig fram að starfsheiti hans sé bílstjóri. Maður- inn andmælti því ekki að hafa feng- ið þessi yfirlit og verið kunnugt um innihald þeirra. Hann sagðist hins vegar hafa gert athugasemdir um að ekki hefði verið greitt álag á tíma- kaupið, án þess að tilgreina hvenær, en sagðist hafa gert það áður en hann lét af störfum. Því mótmælti fyrirtækið, en engin gögn liggja fyrir um að slíkar athugasemdir hafi verið gerðar. Dómurinn sagði verða að miða við að stefnandi hafi ekki gert at- hugasemdir við launayfirlit á starfs- tíma sínum hjá fyrirtækinu, heldur fyrst með kröfu í september 2018. Þá voru fimm og hálfur mánuður frá starfslokum hans. Því kröfu- bréfi hafnaði fyrirtækið og þá liðu tæpir fjórir mánuðir þar til maður- inn fylgdi kröfum sínum eftir með málshöfðun 30. janúar 2019. Dóm- urinn taldi manninn ekki geta haft það átölulaust allan þennan tíma hvernig staðið var að launauppgjöri hans í trausti þess að geta síðan haft körfuna uppi eftir starfslok. Taldi dómurinn því, óháð hvort stefnandi hafi átt rétt á þeim greiðslum sem hann krafðist eður ei, að hann hafi vegna tómlætis fyrirgert rétti sínum til umræddra vangoldinna launa- greiðslna. Var fyrirtækið því sýkn- að af öllum kröfum. Málskostnaður var látinn niður falla. kgk Sýknað af kröfu um vangoldin laun Frá Staðarfelli á Fellsströnd. Gamli húsmæðraskólinn á Staðarfelli hefur staðið ónotaður frá því meðferðarheimili SÁÁ var lokað í marsbyrjun 2018. Ljósm. úr safni/ sm. Vilja Byggðasafn Dalamanna að Staðarfelli SK ES SU H O R N 2 02 0 Samþykkt deiliskipulag Smiðjuvalla Smiðjuvellir 12-14-16-18-20-22 Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 10. mars 2020, deili- skipulag Smiðjuvalla vegna lóða við Smiðjuvelli 12, 14, 16, 18, 20 og 22. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulags- saga nr. 123/2010. Uppdráttur og greinargerð deiliskipulagsins hafa verið samþykkt í samræmi við ábendingar Skipulags- stofnunar. Lóðamörkum á horni Smiðjuvalla og Þjóðbrautar var breytt og stærð lóðar leiðrétt, vegna möguleika á að gerð hringtorgs. Lagfæringar eiga ekki við efnisatriði deiliskipulags- ins eða hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.