Skessuhorn - 18.03.2020, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 202030
Skallagrímsmenn mættu ofjör-
lum sínum þegar þeir heimsóttu
topplið Hattar austur á Egils-
staði í 1. deild karla í körfuknatt-
leik á fimmtudagskvöld. Skalla-
grímsmenn náðu að hanga í Hetti
í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku
heimamenn öll völd á vellinum í
og sigruðu að lokum örugglega,
85-66.
Heimamenn höfðu yfirhönd-
ina framan af fyrsta leikhluta og
komust mest átta stigum yfir. Þá
tóku Borgnesingar góða rispu og
náðu að minnka muninn í eitt stig
áður en leikhlutinn var úti, 16-15.
Borgnesingar jöfnuðu metin í
upphafi annars leikhluta áður en
Höttur náði forystunni að nýju.
Skallagrímur minnkaði muninn í
fimm stig seint í leikhlutanum en
heimamenn áttu lokaorðið í fyrri
hálfleik og leiddu með sjö stigum í
hléinu, 40-33.
Heimamenn juku forskot sitt
í 13 stig snemma í seinni hálfleik
og þannig var staðan um það bil
þangað til um miðjan þriðja leik-
hlutann. Eftir það skildu leiðir
og Höttur var 22 stigum yfir fyr-
ir lokafjórðunginn, 66-44. Borg-
nesingar löguðu stöðuna lítið eitt
í fjórða leikhlutanum en sigur
heimamanna var aldrei í hættu.
Loktaölur voru 85-66, Hetti í vil.
Kristófer Gíslason var stiga-
hæstur í liði Skallagríms með 18
stig og átta fráköst að auki. Hjalti
Ásberg Þorleifsson skoraði 16 stig,
Kenneth Simms var með 14 stig,
13 fráköst og sex stoðsendingar,
Bergþór Ægir Ríkharðsson skor-
aði átta stig, Davíð Ásgeirsson var
með fjögur og þeir Arnar Smári
Bjarnason, Kristján Örn Ómars-
son og Marinó Þór Pálmason
skoruðu tvö stig hver.
Matej Karlovic skoraði 19 stig
fyrri Hött, Ásmundur Hrafn
Magnússon var með 16, Dino
Stipcic skoraði tólf stig, gaf tíu
stoðsendingar og tók sjö fráköst
og David Guardia Ramos skoraði
ellefu stig og tók sex fráköst.
Borgnesingar sitja í sjöunda sæti
deildarinnar með sex stig, tveimur
stigum meira en Sindri og Snæfell
í sætunum fyrir neðan en tíu stig-
um á eftir Selfyssingum. Borgnes-
ingar áttu að leika síðasta leik sinn
í deildinni á morgun, fimmtudag-
inn 19. mars. Þeim leik hefur hins
vegar verið frestað um óákveð-
inn tíma, eins og öðrum leikjum
í tveimur efstu deildum karla og
kvenna vegna kórónaveirunnar.
kgk
Íslandsmótinu í körfuknattleik er
lokið í 2. deild karla og kvenna, 3.
deild karla, unglingaflokki karla,
stúlknaflokki, drengjaflokki, 10., 9.,
8., og 7. flokkum drengja og stúlkna
sem og í minnibolta 9, 10 og 11 ára
drengja og stúlkna. Enginn deildar-
eða Íslandsmeistari verður krýnd-
ur í þessum deildum og flokkum.
Mótanefnd og stjórn Körfuknatt-
leikssambands Íslands ákváðu að
svo skyldi verða, í ljósi heimsfar-
aldurs COVID-19 kórónaveirunn-
ar og fjögurra vikna samkomub-
anns sem lýst var yfir vegna hennar
á föstudaginn.
Þau meistaraflokkslið á Vestur-
landi sem þessi ákvörðun hefur áhrif
á eru ÍA og Grundarfjörður. Skaga-
menn ljúka því keppni í 10. sæti 2.
deildar karla og Grundfirðingar í 7.
sæti 3. deildar karla. Auk þess hefur
ákvörðunin vitaskuld áhrif á keppni
allra þeirra yngri flokka liða í lands-
hlutanum sem taldir voru upp hér
að framan.
Efstu deildum frestað
Keppni í Domino‘s deildum karla
og kvenna sem og 1. deildum karla
og kvenna hefur verið frestað á
meðan samkomubann er í gildi.
Endanleg ákvörðun um framhald
deildanna verður tilkynnt í dag,
miðvikudaginn 18. mars, „þeg-
ar íþróttahreyfingin hefur feng-
ið rými til að ræða frekar við sótt-
varnalækni og almannavarnir um
þá stöðu sem er uppi og með hvaða
hætti samkomu- og nálægðarbann
hefur áhrif á íþróttahreyfinguna,“
segir í tilkynningu frá KKÍ.
kgk/ Ljósm. úr safni/ jho.
Öllum knattspyrnuleikjum á veg-
um Knattspyrnusambands Íslands
hefur verið frestað í ljósi samkomu-
banns sem lýst var yfir á föstudag.
Stjórn KSÍ ákvað því að fresta öll-
um leikjum á vegum sambandsins,
landsliðsæfingum og tengdum við-
burðum á meðan samkomubann er
í gildi. Stjórnin hvatti aðildarfélög
sín til að fara í öllu eftir tilmælum
stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu
starfi, viðburðum og æfingahaldi.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, hefur frestað öllum mót-
um yngri landsliða til 14. apríl.
Umspilsleik karlalandsliðsins um
mögulegt sæti í lokakeppni EM
hefur verið frestað fram í júní og
lokakeppni EM hefur verið frestð
um eitt ár.
Fótbolti.net greinir frá því að
líklega muni ekki gefast tími til
að ljúka keppni í Lengjubikarn-
um í ár en hins vegar verði upp-
hafi Íslandsmótsins ekki frestað að
svo stöddu. Enn er stefnt að því
að keppni í Pepsi Max deild karla
hefjist 22. apríl og Pepsi Max deild
kvenna 30. apríl. „Grundvöllurinn
á þessari ákvörðun er þetta fjög-
urra vikna samkomubann. Hvað
verður svo, verður að koma í ljós,“
er haft eftir Klöru Bjartmarz, fram-
kvæmdastjóra KSÍ, á vef Fótbolta.
net.
kgk
Snæfellingar steinlágu gegn sterku
liði Breiðabliks, 114-69, þegar lið-
in mættust í 1. deild karla í körfu-
knattleik. Leikið var í Kópavogi á
fimmtudagskvöld.
Blikar réðu ferðinni frá fyrstu
mínútu og náðu snemma öruggri
forystu. Snæfellingar áttu slaakan
upphafsfjórðung á meðan Breiða-
blik lék á als oddi. Heimamenn
leiddu með 34 stigum gegn tólf
eftir fyrsta leikhluta. Snæfelling-
ar náðu aðeins að minnka muninn
í upphafi annars leikhluta en það
dugði skammt. Breiðablik sótti í sig
veðrið á nýjan leik og var 33 stigum
yfir í hálfleik, 62-29.
Síðari hálfleikur var einstefna eins
og sá fyrri. Blikar leiddu 90-44 eftir
þrjá leikhluta og því forskoti héldu
þeir meira og minna óbreyttu í
lokafjórðungnum. Þegar lokaflaut-
an gall hafði Breiðablik skorað 114
stig gegn 69 stigum Snæfells.
Brandon Cataldo skoraði 24
stig og reif niður 19 fráköst í
liði Snæfells. Anders Gabriel
Andersteg var með tólf stig, sex
stoðsendingar og fimm fráköst,
Ísak Örn Baldursson skoraði tólf
stig, Benjamín Ómar Kristjáns-
son var með níu stig, Ellert Þór
Hermundsson var með sjö stig
og Aron Ingi Hinriksson skoraði
fimm.
Árni Elmar Hrafnsson var
stigahæstur í liði Breiðabliks
með 28 stig og sjö stoðsending-
ar að auki. Larry Thomas skoraði
25 stig, tók 17 fráköst og gaf sex
stoðsendingar, Dovydas Strasuns-
kas skoraði 16 stig og tók fimm
fráköst og Hilmar Pétursson var
með 13 stig og fimm fráköst.
Snæfellingar verma botnsæti
deildarinnar með fjögur stig, jafn
mörg og Sindri í sætinu fyrir ofan.
kgk/ Ljósm. úr safni/ sá.
Frá leik ÍA og KA í efstu deild karla síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.
Knattspyrnuleikjum frestað
Snæfellingar burstaðir
Keppni hætt í mörgum
deildum og flokkum
Tveimur efstu deildum karla og kvenna frestað
Skallagrímsmenn mættu ofjörlum sínum fyrir austan.
Ljósm. úr safni/ Skallagrímur/ Gunnhildur Lind Photography.
Borgnesingar lágu
gegn toppliðinu