Skessuhorn - 18.03.2020, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 31
Skallagrímskonur máttu játa sig
sigraðar gegn KR á útivelli á mið-
vikudagskvöld. KR-ingar réðu
ferðinni nánast frá fyrstu mínútu
og sigruðu að lokum með 15 stig-
um, 65-50.
Skallagrímskonur skoruðu fyrstu
stigin í leiknum og voru yfir þeg-
ar sex mínútur voru liðnar af leikn-
um, 8-9. Þá tóku KR-ingar góða
rispu og leiddu með níu stigum eft-
ir fyrsta leikhluta, 19-10. Borgnes-
ingar náðu sér ekki á strik í öðrum
leikhluta og skoruðu aðeins átta
stig gegn 23 stigum KR-inga, sem
leiddu því með 24 stigum í hléinu,
42-18.
Skallagrímskonur náðu aðeins
að minnka muninn í þriðja leik-
hluta, skoruðu 19 stig gegn tólf
stigum KR en það dugði skammt.
KR hafði örygga forystu fyrir loka-
fjórðunginn, 54-37. Þar breyttist
lítið, munurinn hélst um það bil
sá sami allt til leiksloka. KR sigr-
aði með 65 stigum gegn 50 stigum
Sakllagríms.
Keira Robinson var atkvæðamest
í liði Skallagrímsmeð 16 stig og átta
fráköst. Emilie Hesseldal skoraði
15 stig og tók átta fráköst, Mathilde
Colding-Poulsen var með ellefu
stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
var með níu stig og átta fráköst.
Sanja Orazovic var stigahæst í
liði KR með 21 stig og tólf fráköst
að auki. Danielle Rodriguez skor-
aði 19 stig, tók sex fráköst og gaf
sex stoðsendingar og Margrét Kara
Sturludóttir skoraði ellefu stig og
tók ellefu fráköst.
Skallagrímskonur sitja í fjórða
sæti deildarinnar í mikilli baráttu
um sæti í úrslitakeppninni. Þær
hafa 30 stig, tveimur stigum minna
en Keflavík í sætinu fyrir ofan en
tveimur stigum meira en Haukar í
sætinu fyrir neðan. Öllum leikjum
í tveimur efstu deildum karla og
kvenna hefur verið frestað vegna
kórónuveirunnar.
kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk.
Íslandsmóti unglinga í keilu lauk á
sunnudag. Keiluspilarar úr Keilu-
félagi Akraness náðu þar góðum
árangri og sneru heim með tvo Ís-
landsmeistaratitla í farteskinu.
Í 3. flokki stúlkna áttu ÍA öll sæt-
in á verðlaunapallinum og gott bet-
ur en það, því Skagastúlkur röðuðu
sér í öll fjögur efstu sætin. Sóley
Líf fagnaði sigri, Viktoría Hrund
varð önnur, Jóhanna Dagný þriðja
og Nína Rut í því fjórða. Hlynur
Helgi hampaði Íslandsmeistaratitl-
inum í 2. flokki og Ísak Birkir náði
fjórða sæti og bætti sinn besta árang
með leik upp á 234.
Haukur Leó og Friðmey Dóra
kepptu í 5. flokki, en þar fá allir
þátttakendur viðurkenningu og Ísak
Freyr hafnaði í öðru sæti í 4. flokki
pilta. Matthías Leó hreppti silfr-
ið í 3. flokki pilta og Tómas Freyr
hafnaði í fimmta sæti. Matthías Leó
komst jafnframt inn í keppni í opn-
um flokki, en þrír meðaltalshæstu
eftir forkeppnina ná þangað inn
óháð aldri. Þar hreppti Matthías
bronsið eftir bráðabana.
kgk/ Ljósm. Keilufélag Akraness.
Snæfellskonur unnu Grinda-
vík örugglega, 79-65, þegar liðin
mættust í Domino‘s deild kvenna í
körfuknattleik. Leikið var í Stykk-
ishólmi á miðvikudagskvöld og það
voru Snæfellskonur sem höfðu yfir-
höndina nánast frá fyrstu mínútu.
Leikurinn fór heldur rólega af
stað. Snæfellskonur leiddu 6-5 þeg-
ar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Eft-
ir það náðu þær góðum kafla, skor-
uðu 13 stig gegn fimm og leiddu
með níu stigum eftir upphafsfjórð-
unginn, 19-10. Snæfell jók forystu
sína jafnt og þétt framan af öðrum
leikhluta og enduðu fyrri hálfleik-
inn á góðum kafla. Það skilaði lið-
inu 20 stiga forystu í hléinu, 42-22
og Hólmarar með pálmann í hönd-
unum.
Munurinn á liðunum hélst meira
og minna óbreyttur allan þriðja leik-
hlutann. Snæfell leiddi 66-45 fyrir
lokafjórðunginn og aðeins forms-
atriði að klára leikinn. Grindavík
náði aðeins að laga stöðuna í fjórða
leikhlutanum en það breytti engu
um úrslitin. Snæfell stjórnaði ferð-
inni allan leikinn og sigraði að lok-
um með 14 stigum, 79-65.
Emese Vida var stigahæst í liði
Snæfells með 16 stig og ellefu frá-
köst að auki. Veera Pirttinen skor-
aði 15 stig og tók fimm fráköst,
Anna Soffía Lárusdóttir og Amarah
Colemans skoruðu 13 stig hvor,
Gunnhildur Gunnarsdóttir var
með sjö stig, Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir og Tinna Guðrún Alex-
andersdóttir skoruðu sex stig hvor
og Rebekka Rán Karlsdóttir var
með þrjú stig.
Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði
21 stig fyrir Grindvíkinga, Tania
Pierre-Marie var með 15 stig og 15
fráköst og Elísabeth Ýr Ægisdóttir
var með 15 stig og sjö fráköst.
Snæfell siglir lygnan sjó í sjötta
sæti deildarinnar með 16 stig, átta
stigum á undan Breiðabliki en tólf
stigum á eftir Haukum. Eins og
með önnur lið er ekki ljóst hve-
nær Snæfell leikur næst. Leikjum
í tveimur efstu deildum karla og
kvenna hefur nú verið frestað vegna
heimsfaraldurs COVID-19 kórón-
aveirunnar.
kgk
Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr
GL náði á laugardaginn að ljúka
leik á lokadegi Investec South AF-
rican Women’s Open mótinu sem
er hluti af Evrópumótaröð kvenna.
Allan laugardaginn var Valdís í bar-
áttunni um sigurinn en varð að lok-
um að láta sér sjöunda sætið lynda.
Á golfvefnum kylfingur.is var greint
frá árangri Valdísar Þóru: „Fyr-
ir daginn var Valdís fimm högg-
um á eftir efstu manneskju en stað-
an breyttist fljótt á fyrstu holun-
um. Valdís nældi sér í tvo fugla á
fyrri níu holunum og var þá kom-
in á fjögur högg undir pari, aðeins
höggi á eftir efsta sætinu. Á síð-
ari níu holunum fékk Valdís aftur
á móti tvo skolla sem gerði út um
vonir hennar á að berjast um sig-
urinn. Hún endaði því hringinn á
72 höggum, eða pari vallar, og end-
aði hún mótið jöfn í sjöunda sæti
á tveimur höggum undir pari. Að
lokum endaði hún þremur höggum
á eftir sigurvegara mótsins, Alice
Hewson.
Þetta er besti árangur Valdísar á
árinu en aðeins þrjú mót hafa ver-
ið leikin á þessu tímabili. Í fyrsta
mótinu komst hún ekki í gegnum
niðurskurðinn og í öðru mótinu
endaði hún jöfn í 21. sæti. Þetta er
jafnframt í fjórða skiptið sem hún
endar á meðal tíu efstu og fjórði
besti árangur hennar á mótaröð-
inni. Hún hefur tvisvar sinnum
endaði í þriðja sæti og einu sinni í
fimmta,“ segir á kylfingi.is
Stallsystir hennar, Guðrún Brá
Björgvinsdóttir, var einnig á með-
al keppenda á mótinu í Suður Am-
eríku, en hún komst ekki í gegnum
niðurskurðinn.
mm
Fýluferð í Vesturbæinn
Góður árangur á Íslandsmóti
unglinga í keilu
Matthías Leó (t.v.) varð annar í 3.
flokki pilta og hreppti bronsið í opnum
flokki.
Keppendur ÍA röðuðu sér í öll
verðlaunasætin í 3. flokki stúlkna
og rúmlega það. F.v. Viktoría Hrund,
Sóley Líf og Jóhanna Dagný.
Valdís Þóra náði sínum
fjórða besta árangri
Tinna Guðrún Alexanders-
dóttir á mikilli siglingu í
leiknum gegn Grindavík.
Ljósm. sá.
Öruggur sigur Snæfells