Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 20202 Um 10% þjóðarinnar notar ekki bílbelti að staðaldri, sem er áhyggjuefni. Að festa beltið tekur aðeins um tvær sekúndur og get- ur það bjargað lífi manns. Verum nú öll spennt. Á morgun gengur í suðvestanátt 13-18 m/s við suðausturströndina en norðaustanátt 13-20 m/s norð- vestanlands. Annars víða hæg- ari vindur. Rigning á öllu land- inu og hiti víða 8-16 stig, hlýjast og minnst úrkoma á Norðaustur- landi. Á föstudag er spáð allhvassri norðanátt, rigningu og svölu veðri vestantil á landinu, en mun hæg- ara, hlýrra og úrkomuminna fyr- ir austan. Á laugardag og sunnu- dag má gera ráð fyrir áframhald- andi norðanátt með kalsarigningu norðantil á landinu, en bjartviðri og mildara veður sunnan heiða. Á mánudag er útlit fyrir að það létti til víða um land og hlýni heldur. Þó verður áfram fremur svalt fyr- ir norðan og austan. Á þriðjudag er útlit fyrir bjartviðri í suðlægri átt, lítilsháttar vætu hér og þar en hlýnandi veður norðan heiða. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorn hvaða íslenski sælgæt- isframleiðandi væri í mestu upp- áhaldi. Óhætt er að segja að Nói Síríus hafi borið sigur úr býtum með meira en helmingi atkvæða, eða 51%. Góa kom þar á eftir með 20% en 10% svarenda borða ekki sælgæti. Freyja er í uppáhaldi hjá 7%, Kólus fékk 5% atkvæða, Om- nom fékk 3%, 2% svöruðu „aðrir en nefndir eru“ og þá er Vala einnig með 2%. Í næstu viku er spurt: Notar þú bílbelti? Guðný Guðmarsdóttir í Borgarnesi rannsakaði áhrif áfalla á líf fólks í mastersritgerð sinni. Segir hún niðurstöðurnar sláandi, en nánar má lesa um það í viðtali við Guð- nýju hér í blaðinu. Guðný er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Lamb drepið og verkað SNÆFELLSNES: lögregl- unni á Vesturlandi barst tilkynn- ing í gærmorgun um að einhver hafi drepið og úrbeinað sex vikna gamalt lamb í Dritvík á Snæfells- nesi. Á mynd sem birtist á Fa- cebook síðu sauðfjárbænda má sjá að sá sem var að verki vissi hvað hann væri að gera, en ekk- ert er eftir af lambinu annað en haus, hryggjarsúlan og gæran. Svo virðist sem lambið hafi ver- ið eldað á staðnum. Að sögn lög- reglu var lambið merkt og þann- ig var hægt að hafa samband við eiganda þess og er málið nú til rannsóknar lögreglunnar á Vest- urlandi. Meðfylgjandi er mynd sem birt var í Facebook hópnum Sauðfjárbændur. -arg Fasteignaviðskipti í júní VESTURLAND: Á Vesturlandi var 64 samningum þinglýst um fasteignir í júnímánuði. Þar af voru 27 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um eignir í sérbýli og 19 samningar um ann- ars konar eignir. Heildarveltan var 2.017 milljónir króna í þess- um viðskiptum og meðalupphæð á samning 31,5 milljón króna. Af þessum 64 voru 30 samningar um eignir á Akranesi. Þar af var 21 samningur um eign í fjölbýli, átta samningar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars kon- ar eign. Heildarveltan var 1.195 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,8 milljónir króna. -mm Barn læst í bíl STYKKISH: lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning á mánudaginn um að barn væri læst inni í bíl í Stykkishólmi. Barnið var í bílstól, lyklarnir inni í bílnum og bíllinn læsti sér sjálf- ur. Haft var samband við Dekk og smur í Stykkishólmi og kom starfsmaður þaðan auk lögreglu og aðstoðuðu við að opna bílinn. –arg Í byrjun mánaðarins var tekin í notkun nýjasta gerð af Volkswa- gen Golf bíl sem er óvenjulegur fyrir þær sakir að í honum er eng- in vél, enda er honum ekki ætlað að aka með hefðbundnum hætti um vegi landsins. Þess í stað mun bíllinn velta á völdum stöðum vítt og breitt um landið með fólk inn- anborðs, fest í öryggisbelti. Þetta kemur fram í frétt frá Samgöngu- stofu. Í tilkynningunni segir að markmið með veltibílnum sé að leyfa farþegum að finna hve mikil- vægt er að nota bílbelti, hvort sem setið er í fram- eða aftursæti bíls. Komið hefur í ljós að þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar, eða tíu prósent þjóðarinnar, nota ekki bíl- belti að staðaldri. Þetta þykir mikið áhyggjuefni og er í rauninni sláandi tölfræði. glh Bílafloti lögreglunnar á Vestur- landi hefur verið endurnýjaður tals- vert á liðnum árum. Nú hafa verið Tvær nýjar lögreglubifreiðar á Snæfellsnes Lögreglumenn á Snæfellsnesi eru ánægðir með nýju bílana. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi. teknar í notkun tvær nýjar birfeið- ar sem staðsettar verða á Snæfells- nesi. Í tilkynningu frá embættinu í liðinni viku kemur fram að keypt- ir voru tveir land Rover Disco- very jeppar sem búnir eru öllum þeim lögreglubúnaði sem þörf er á. Í bílunum er t.d. fullkominn upp- tökubúnaður og ný gerð af ratsjám til hraðamælinga sem eru mjög ná- kvæmar og með mun meiri drægni heldur en eldri gerðir,“ segir í til- kynningu lögreglunnar. arg Að spenna bílbelti tekur að meðaltali tvær sekúndur. Tíundi hver Íslendingur ekur um óspenntur Nýr veltibíll var frumsýndur á Írskum dögum á Akranesi um mánaðamótin. Ljósm. Samgöngustofa. 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN Í FULLUM GANGI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.