Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 20208 Lögga á frívakt stökk í skarðið HVALFJ.SV.: Bíl var ekið aftan á annan bíl rétt við Hvalfjarðar- göng. Ekkert slys varð á fólki en bílarnir voru báðir óökuhæfir. Olía lak á veginn og þurfti því að þrífa slysstað. Miklar annir voru hjá lögreglunni á Vestur- landi á þessum tíma og kom því lögreglumaður á frívakt til að sinna þessu auk þess sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu kom til aðstoðar. –arg Ók á brúarstólpa DALABYGGÐ: lögreglu barst tilkynning rétt eftir há- degi laugardaginn 11. júlí um umferðaslys á laxárdalsvegi. Ökumaður ók þar á brúarstólpa og slasaðist. Var hann fluttur með sjúkrabíl, fyrst á heilsu- gæslustöðina í Búðardal en svo á Sjúkrahúsið á Akranesi til nánari skoðunar. –arg Gáleysi innan um börn STAÐARSVEIT: lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning kl 14:39 laugardaginn 11. júlí um utanvegaakstur í sandinum rétt við langaholt í Staðarsveit. Til- kynnt var um ökumenn á hjól- um sem voru að aka gáleysis- lega rétt hjá hópi barna. Engin var kærður. –arg Hestar við Gröf HVALFJ.SV.: Tilkynning barst um lausa hesta á Vesturlands- vegi, skammt frá bænum Gröf í Hvalfjarðarsveit laugardag- inn 11. júlí. Engin slys urðu og hestunum var komið inn í girð- ingu. –arg Tilkynntu öku- mann til barna- verndar BORARBYGGÐ: Um kl. tíu að kvöldi sunnudagsins 12. júlí var ökumaður stöðvaður við Baulu. Var hann ekki með öku- skírteini, hvorki hefðbund- in eða rafræn. Má hann búast við 20 þúsund króna sekt fyrir þennan bíltúr. Um er að ræða ökumann undir 18 ára aldri og sendi lögreglan á Vesturlandi því tilkynningu til barnaverndar vegna málsins. -arg Grjót á veginum ARNARSTAPI: lögreglu barst tilkynning um kl. níu að morgni sunnudaginn 12. júlí um að grjót hafi hrunið á veginn milli Arnarstapa og Búða. Um er að ræða stórt grjót sem ökumenn ættu að sjá vel. Vegagerðin var látin vita og fór á vetvang. –arg Of mikið logn ÓLAFSVÍK: Rétt eftir kl. hálf tvö sunnudaginn 12. júlí barst Neyðarlínu tilkynning um skútu í vandræðum skammt fyrir utan Ólafsvík. Vél skútunnar fór ekki í gang og logn var á svæðinu svo hún færðist ekkert. Björgunar- sveitin lífsbjörg fór til aðstoð- ar og kom skútunni til hafnar í Ólafsvík. –arg Á toppnum GRUNDARFj.: lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning kl. 18:33 fimmtudaginn 9. júlí um fjóra ferðamenn á toppi Kirkju- fells. Hringt var frá tjaldstæð- inu en þar óttaðist fólk að um væri að ræða fólk í hættu. Þeg- ar málið var skoðað kom í ljós að vissulega voru þar fjórir ein- staklingar á ferð en ekkert benti til þess að þeir væru í vandræð- um. –arg Ók of hratt BORGARBYGGÐ: Fimmtu- daginn 9. júlí stöðvaði lög- reglan á Vesturlandi ökumann sem var að keyra á 118 km/klst á Vesturlandsvegi í átt að Borg- arnesi, þar sem hámarkshraði er 90. Þá kom í ljós að ökumaður- inn var ekki með ökuskírteini og þar að auki á ótryggðum bíl og fékk því 90 þúsund krónur í sekt. –arg Þjófar með mikil afköst BORGARBYGGÐ: lögreglu barst tilkynning laugardag- inn 11. júlí um innbrot í Húsa- felli. Búið var að spenna upp skúr starfsmanna og taka það- an verðmæti. Fundust aðilarnir og voru þeir handteknir grun- aðir um þjófnað og innbrot en að auki fá þeir kæru vegna gruns um vörslu ávana- og fíkniefna og fyrir að hóta lög- reglumönnum. Búið er að finna megnið af þýfinu og er mál- ið til rannsóknar. Þá eru sömu aðilar grunaðir um að hafa ver- ið á ferð við Hótel Hafnarfjall að morgni sama dags. Þar hafði einnig verið brotist inn, útihurð var spennt upp og verðmætum stolið. Fundust verðmætin á sama stað og þýfið úr Húsafelli. Einnig var brotist inn í dæluhús á Hraunfossum og bjórkút stol- ið og eru sömu aðilar grunaðir. –arg Héraðsdómur Vesturlands kvað í gærmorgun upp þann dóm að Páli Guðmundssyni á Húsafelli 2 í Borgarfirði skuli gert að fjar- lægja innan tveggja mánaða af lóð- inni Bæjargili í Húsafelli nýtt stein- steypt hús sem byggt var til að hýsa legsteinasafn. Páll var hins vegar sýknaður af kröfu stefnanda, sem er Sæmundur Ásgeirsson í Húsa- felli I, að þurfa að fjarlægja Pakk- hús af lóðinni Bæjargili, en stefn- andi hafði krafist þess fyrir dómi að það hús yrði einnig fjarlægt af lóð- inni. Sæmundur rekur gistiheimilið Gamla bæ á Húsafelli og mun vera sameiginlegt og óskipt bílastæði fyrir þessum lóðum samkvæmt þinglýstri kvöð. Taldi dómari Sæ- mund hafa lögvarða hagsmuni að gæta og vísaði m.a. í meginreglur eignarréttar um grenndarrétt. Byggingaleyfi fyrir bæði Pakk- hús og legsteinasafn byggðu á stoð í deiliskipulagi fyrir Húsa- fell 2 sem sveitarstjórn Borgar- byggðar hafði samþykkt 12. febrú- ar 2015. úrskurðarnefnd umhverf- is- og auðlindamála hafði hins veg- ar með úrskurði 6. desember 2018 kveðið upp þann úrskurð að deili- skipulagið hefði ekki tekið gildi með lögformlegri réttri birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og teldist því deiliskipulagið ógilt með vís- an í skipulagslög. jafnframt felldi úrskurðarnefndin úr gildi bygg- ingarleyfi vegna legsteinasafnsins þar sem það átti sér hvorki stoð í gildu skipulagi né hefði sætt máls- meðferð í samræmi við undan- tekningaákvæði skipulagslaga um grenndarkynningu. Dómara í mál- inu þótti sýnt að stefnda hefði mátt vera það ljóst að allar nýfram- kvæmdir við byggingu legsteina- húss yrðu á hans ábyrgð þar sem þegar var komin upp deila um rétt- mæti byggingarinnar með tilliti til skipulags svæðisins þegar fram- kvæmdir hófust. Því kvað dómar- inn upp þann úrskurð að legsteina- húsið skyldi fjarlægt af lóðinni og var Páli sömuleiðis gert að greiða tvær milljónir króna í málskostn- að stefnanda. Gjafsóknarkostnaður stefnda greiðist hins vegar úr ríkis- sjóði. Mál þetta hefur eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns á liðnum árum velkst lengi um í kerfinu og angar þess meðal annars ratað inn á borð úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál, til umboðsmanns Alþingis og nú hér- aðsdóm. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur ekki verið tek- in ákvörðun um hvort niðurstöðu dómsins verði áfrýjað til æðra dómsstigs, eða hvort Páli og fé- lögum hans sé nauðugur sá kostur að fjarlægja legsteinahúsið. Sömu- leiðis hafa málsaðilar ekki ákveð- ið hvort látið verði reyna á hvort Borgarbyggð sé bótaskyld vegna mistaka á skipulagssviði, varðandi skipulag Bæjargils sem aldrei hlaut lögformlegt gildi, ranga hnitsetn- ingu og fleiri atriði. Í það minnsta er skaði Páls Guðmundssonar og félaga hans mikill vegna byggingar legsteinahúss, eða um 40 milljónir króna enda er húsið að mestu upp- byggt og frágengið. Borgarbyggð ákvað nú í vor að hefja vinnu við gerð nýs aðal- skipulags, en landið hefur fram til þessa verið skilgreint til landbún- aðarnota. Nýtt aðalskipulag er for- senda þess að hægt verði að hefja starfsemi við listasafn Páls Guð- mundssonar eins og lengi hefur staðið til. mm Páli Guðmundssyni var með dómnum gert að fjarlægja nýtt hús, hér næstlengst til vinstri á mynd, sem hýsa átti legsteina- safn. Lengst til vinstri er Pakkhúsið sem má samkvæmt dómnum standa áfram. Fyrir miðri mynd er gamla fjósið og turninn en þessar byggingar allar hýsa listasafn Páls. Til hægri er svo Gamli bærinn sem Sæmundur Ásgeirsson rekur í gistiþjónustu og Húsafellskirkja lengst til hægri. Gert að rífa nýtt hús sem átti að hýsa legsteinasafn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.