Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202010 Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur í samstarfi við Hrafn Art unnið að gerð kynn- ingarmyndbanda fyrir sveitarfé- lagið. Annars vegar myndband fyr- ir þá sem eru á ferðalagi um Hval- fjarðarsveit og hins vegar kynning- armyndband um hvernig sé að búa í sveitarfélaginu. Kynningarmynd- bandið fyrir þá sem eru að ferðast í sumar hefur verið birt og sett upp á heimasíðu sveitarfélagsins og víð- ar. arg Nágrannar við sorpurðunina að Fíflholtum á Mýrum hafa sent stjórn fyrirtækisins athugasemdir vegna frummatsskýrslu sem gerð hefur verið vegna áhrifa fyrirhug- aðrar aukningar á magni sorps sem urða má í Fíflholtum. „Við ná- grannar við urðunarstaðinn erum mjög óánægðir með þá ásókn stjórnar Sorpurðunar Vesturlands að vilja auka það magn sorps sem heimilt er að urða,“ segir í ályktun sem ábúendur á Furumel, Kálfalæk, Skiphyl, Einholtum, Mel og Birki- mel rita undir. Gegn stefnu stjórnvalda Í athugasemdum nágranna urðun- arstaðarins segir m.a. að mótmælt sé að gefið verði leyfi til aukinnar urðunar í landi Fíflholta. „Eftir lest- ur þessarar frummatsskýrslu undr- umst við mjög þá ásókn stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. í að mega auka það magn sem leyfi sé fyrir að urða úr 15 þúsund tonn- um árlega í 25 þúsund tonn. Fram kemur í skýrslunni að með aukinni flokkun á sorpi rúmist áætlað magn sorps af svæði Sorpurðunar Vest- urlands auðveldlega innan þeirr- ar heimildar sem núna er í gildi til ársins 2028. Má þar benda á áætlun 34 sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins um að á árinu 2020 verði hætt að urða lífrænan og brennan- legan úrgang. Einnig gengur þessi aukning þvert gegn stefnu um- hverfisráðherra og ríkisstjórnar, sem miðar að því að draga verulega úr því magni sorps sem til urðun- ar kemur.“ Veifa grænum fána á sunnudögum Þá segir í bréfinu að ekki verði bet- ur séð en stjórn Sorpurðunar Vest- urlands hafi uppi stór áform um að taka við miklu magni af sorpi af öðrum svæðum og sé farin að renna hýru auga til höfuðborgar- svæðisins, auk Suðurlands og Vest- fjarða. „Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar hefur nýverið hafið söfnun á líf- rænum úrgangi, og er það vel. En furðulegt má telja að fjölmennasta sveitarfélagið á svæðinu, Akranes, telji sig ekki tilbúið í það að flokka og safna lífrænum úrgangi. Einnig eru mismunandi reglur um flokk- un milli sveitarfélaga. Til dæmis er allt plast sett í almennt heimilissorp í Vesturbyggð. Enn fremur vekur furðu þegar sveitarstjórnarmenn á Snæfellsnesi veifa grænum fána umhverfisverndar og hreinleika á sunnudögum og senda svo allt sitt sorp óflokkað til urðunar í Fílfholt- um, þar sem það fýkur svo út um alla flóa.“ Óframkvæmanlegt að hindra fok Í athugasemdum nágranna Fíflholta segir að sýnt þyki að þær mótvæg- isaðgerðir sem gerðar voru til að hindra fok frá urðunarstaðnum séu ófullnægjandi eins og komið hafi í ljós síðastliðinn vetur þegar mikið fauk af rusli bæði til austurs og vest- urs. Segja þeir mest áberandi blátt plast sem rekja má til fiskvinnslu. „Ef til vill er nýja girðingin staðsett of langt frá urðunarreininni þann- ig að plast og pappi, sem alls ekki á að koma til urðunar í Fíflholtum, fýkur auðveldlega yfir. Einnig má nefna að það svæði sem urðað er í hverju sinni er stórt, vegna breidd- ar urðunarreinarinnar og hæðar á stálinu, þannig að óframkvæm- anlegt er fyrir starfsmenn að hylja svæðið í lok hvers dags eins og krafa er um og nefnt er í skýrslunni.“ Lyktin slæm í vestlægri átt Bréfritarar benda á að í skýrslu Sorpurðunar Vesturlands komi fram að urðunarstaðurinn sé í skjóli milli klapparholta og sjáist hvergi. Einnig að sú urðunarrein sem um ræðir í skýrslunni taki við mun meira magni en upphaflega var gert ráð fyrir þriggja metra urðunar- hæð. Sagt er að vegna þess að dýpra er á berggrunn er urðað í allt að 10 m hæð. En yfirborðshæð sé það sama. „Nú er það þannig þegar lit- ið er til Fíflholta, héðan frá Furu- mel, á urðunarstaðinn, „sem hvergi sést og er á milli klapparholta”, þá bera við himinn haugar af timb- urkurli, ruslabílar sem eru að losa ásamt þeim vélum sem eru að vinna við urðunina. Þetta stenst illa skoð- un. Annað hvort hafa klapparholtin lækkað, eða urðunarstálið er hærra. Það er líka þannig ef vindátt er vest- læg, þá erum við mynnt á nágranna okkar á óþægilegan hátt, með þeirri lykt sem þessari starfsemi fylgir.“ Hætti ásókn í sorp annarra Að lokum eru sveitarfélög á Vestur- landi hvött til að ásælast ekki sorp annarra landshluta: „Því skorum við á stjórn Sorpurðunar Vestur- lands að þeir hætti þessari ásókn í sorp frá öðrum svæðum og komi Á miðvikudaginn síðasta birtist á vef Skessuhorns frétt um bréf sem nágrannar við sorpurðunina í Fíflholtum á Mýrum sendu stjórn Sorpurðunar Vesturlands (sjá frétt hér að ofan). Þar lýsa þeir óánægju sinni með að stjórnin vilji auka það magn sorps sem heimilt verður að urða í Fíflholtum. Vegna þessar- ar ályktunar nágranna við Fífl- holt sendu eftirtaldir aðilar frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Það voru þau Björg Ágústsdóttir bæj- arstjóri í Grundarfjarðarbæ, jak- ob Björgvin jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmsbæ, Kristinn jónas- son bæjarstjóri í Snæfellsbæ, Egg- ert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, Guðrún Reyn- isdóttir oddviti Helgafellssveitar og Guðrún Magnea Magnúsdótt- ir verkefnastjóri umhverfisvottun- ar Snæfellsness: „Í nýlegri ályktun ábúenda í ná- grenni við urðunarstaðinn í Fífl- holtum má segja að frjálslega sé farið með staðreyndir um sorp- mál, og umhverfismál, á Snæfells- nesi. Finnum við okkur því knúin til þess að draga fram nokkur mik- ilvæg atriði, í framhaldi af þeirri umfjöllun. Eftir nokkurra ára undirbún- ing og verklagsbreytingar hlutu sveitarfélögin á Snæfellsnesi um- hverfisvottun EarthCheck árið 2008. Vottunin er veitt fyrir stöð- ugar úrbætur í umhverfis- og sam- félagsmálum. Sama ár hóf Stykkis- hólmsbær, fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi, þriggja tunnu flokkun við heimili og fylgdu hin sveitar- félögin fljótt á eftir, með tveggja og þriggja tunnu flokkun. Í tólf ár hafa því íbúar á Snæfellsnesi sam- viskusamlega flokkað sorp, en að auki er flokkun á gámasvæðum og hjá fyrirtækjum. Árangurinn er áþreifanlegur og standa heim- ilin sig hvað best, þar sem tæplega helmingur úrgangs fer í endur- vinnslu. Í haust má búast við því að sú tala aukist töluvert þegar Snæfellsbær, fjölmennasta sveit- arfélagið, hefur flokkun lífræns úrgangs, sem almennt telur um þriðjung alls úrgangs. Sorpmálin eru einungis eitt af mörgum svið- um sem umhverfisstarf Snæfell- inga tekur til. Íbúar Snæfellsness gera sitt besta og hafa lagt á sig ýmiss kon- ar vinnu við þróun og þátttöku í framsæknu umhverfisstarfi. Það er miður að framlag þeirra sé dreg- ið inn í ágreining um framkvæmd starfseminnar í Fíflholtum. Það er jafnframt leitt að finna að fram- ganga sveitarfélaganna á Snæfells- nesi í umhverfismálum sé ekki metin meira en þessi skrif bera með sér.“ arg Segja íbúa á Snæfellsnesi hafa lagt sig fram við flokkun á sorpi Kynningar- myndband fyrir Hvalfjarðarsveit Mótmæla því að Sorpurðun ásælist að urða í Fíflholtum sorp úr öðrum landshlutum þeim skilaboðum til sinna sveitar- stjórnarmanna, að þeir fari að koma meðhöndlun og flokkun úrgangs í viðunandi horf, og hætti að senda til Fíflholta rusl sem ekki á þangað að fara.“ mm Svipmynd frá núverandi urðunarrein í Fíflholtum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.