Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202018
Sumarlesari vikunnar
Áfram heldur sumarlesturinn á
Bókasafni Akraness. Að venju
ræðum við við einn áhugasaman
lesara, að þessu sinni hana Dom-
inyku.
Hvað heitir þú og hvað ertu göm-
ul?
Dominyka og ég er 9 ára.
Í hvaða skóla ertu?
Grundaskóla.
Hvaða bók varstu að lesa og
hvernig var hún?
Handbók fyrir Ofurhetju: Rauða
gríman. Það var gaman að lesa
hana. Ég hef lesið allar bækurnar
um lísu sem er Rauða gríman.
Hvar er best að vera þegar þú ert
að lesa?
Ég les alltaf með mömmu. Við
lesum inni í stofu eða í eldhúsinu.
Áttu þér uppáhalds bók?
litháensk bók með drekasögum.
Ef þú myndir skrifa bók, um
hvað væri hún?
Risaeðlur. Mér finnst þær svo
skemmtilegar.
Er þetta í fyrsta sinn sem þú tek-
ur þátt í sumarlestrinum?
Nei, í fimmta skiptið. Ég var í
leikskóla þegar ég byrjaði.
Hvað ætlar þú að gera í sumar?
Ég er búin að fara á hótel og fór
í skátaferð í nokkra daga. Svo er
ég að fara til Vestmannaeyja með
fjölskyldunni og í hjólabátsferð í
jökulsárlón.
Emilía Björg Sigurjónsdóttir held-
ur myndlistarsýningu í útgerðinni
í Ólafsvík í sumar. Þar sýnir hún
aðallega kolamyndir og myndefnið
kvenlíkamann. „Ég teikna og mála
myndir af mismunandi konum út
frá mismunandi sjónarhornum en
þetta eru alltaf fáklæddar konur,“
segir Emilía í samtali við Skessu-
horn. Á sýningunni er hún einn-
ig með tvær akríl myndir af kon-
um, önnur þeirra með Snæfellsjök-
ullinn í baksýn. En af hverju kven-
líkaminn? „Kvenlíkaminn er falleg-
ur og myndir af honum verða allt-
af fallegar að mínu mati. Þetta var
ekkert meðvitað heldur bara fór
ég óvart að gera myndir af konum
og mér bara fannst það gaman. Ég
mun örugglega gera meira af öðru
seinna en þetta er það sem heillar
mig mest núna,“ svarar hún.
Sýningin hluti
af lokaverkefni
Emilía er fædd 2001 og hefur allt-
af búið í Ólafsvík. Að grunnskóla-
námi loknu fór hún í Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði
þar sem hún lauk í vor námi af op-
inni braut með áherslu á ensku og
myndlist. Þegar hún byrjaði fyrst í
Emilía Björg heldur myndlistarsýningu í Útgerðinni
FSN skráði hún sig á félagsfræði-
braut en fann fljótlega að það hent-
aði henni illa. Hún prófaði grunná-
fanga í myndlist og fann að það var
rétta námið fyrir hana. Hún fékk
því að taka nokkra áfanga í mynd-
list í fjarnámi frá Menntaskólanum
á Tröllaskaga. Í stað þess að skrifa
hefðbunda lokaritgerð í FSN ákvað
hún að halda myndlistarsýningu.
„Ég gat ekki haldið sýninguna fyrir
útskrift vegna Covid og setti ég því
sýningu upp rafrænt á Instagram,“
segir hún en myndirnar eru núna
komnar upp í útgerðinni og fyrir
þá sem vilja skoða þær á Instagram
er hægt að finna sýninguna undir
nafninu Emiliabjorgart.
Listnám í framtíðinni
Aðspurð segist Emilía alltaf hafa
verið með blýant eða pensil í hönd
en hún byrjaði ekki að mála eða
teikna af alvöru fyrr en hún byrj-
aði í framhaldsskóla. „Þegar ég fór
að læra meira varð áhuginn meiri
og ég fór að gera meira af því að
teikna og mála. Ég hef mest verið
að mála með olíu eða akríl máln-
ingu en byrjaði að prófa mig áfram
með kol í fyrra. Ég var bara búin að
gera svona fjórar myndir með kol-
um áður en ég ákvað að gera sýn-
ingu með svoleiðis myndum sem
lokaverkefni,“ segir Emilía. Spurð
hvort listin sé í genunum segir hún
það ekki vera. „Það eru alveg flott-
ir listamenn í fjölskyldunni, á svona
einn og einn ættingja sem er með
þetta í sér en enginn í alveg nán-
ustu fjölskyldu,“ svarar hún. En
ætlar hún að leggja listina fyrir sig
í framtíðinni? „já. Ég ætla ekki al-
veg strax í skóla en ég stefni á list-
nám, annað hvort hér á Íslandi eða
erlendis. Ég er ekki búin að ákveða
nákvæmlega hvað ég ætla að læra,
annað en það verður tengt list,“
svarar Emilía.
arg/ Ljósm. aðsendar
Auk kolamynda er hún einnig með tvær akríl myndir.
Emilía Björg er með myndlistasýningu í Útgerðinni næstu vikur.
Á sýningunni er Emilía með fallegar
kolamyndir af kvenmanslíkamanum.