Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 2020 31 Kvennalið ÍA tryggði farseðil sinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan sigur gegn Kópavogs- liðinu Augnabliki á laugardag á Akra- nesvelli. Fyrsta mark kom frá heima- stúlkum eftir um hálftíma leik. Það var Erla Karitas jóhannesdóttir sem kom þeim stöllum yfir á 27. mínútu og leiddu þær gulklæddu í leikhléi. Í síðari hálfleik var allt í járnum og hart barist. leikmenn Augnabliks sóttu hart að ÍA og uppskáru með marki þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Björk Bjarmadóttir sem kom inn á á 68. mínútu, jafnaði met- in fyrir gestina. Við tóku fjörugar lokamínútur. Einni mínútu fyrir venjulegan leik- tíma fékk jaclyn Ashley Poucel, leik- maður ÍA, rautt spjald og þurftu heimastúlkur að klára leikinn einum leikmanni færri. Það kom ekki að sök því á annarri mínútu uppbótartíma lét Eva María jónsdóttir boltann syngja í netinu og tryggði hún þann- ig sigur Skagakvenna og farseðilinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Búið er að draga í næstu umferð. ÍA mætir Breiðabliki í 8-liða úrslit- um en Breiðablik spilar í úrvalsdeild kvenna. leikurinn fer fram þriðju- daginn 11. ágúst kl. 18:00 á Akranes- velli. glh Kvennalið ÍA í knattspyrnu átti fantagóðan leik þegar liðið sigr- aði Völsung í fjórðu umferð 1. deildar kvenna á Akranesvelli á þriðjudaginn í liðinni viku. Fyrir umferðina voru Skagakonur með þrjú jafntefli að baki og efalaust hungraðar í sigur og stigin þrjú. Völsungur aftur á móti hafði átt erfitt uppdráttar á mótinu og hafði liðið tapað öllum sín- um viðureignum. Ekki varð nein breyting á því. lið ÍA kom ákveðið til leiks og eftir einungis fjögurra mínútna spil kom fyrsta markið. Þar var á ferðinni Unnur Ýr Haraldsdótt- ir. liðið tvöfaldaði svo forystuna hálftíma síðar og Erla Karítas jóhannesdóttir bætti við þriðja markinu fyrir leikhléið. Í síðari hálfleik róuðust leik- ar. Heimastúlkur bættu við einu marki til viðbótar þegar Fríða Halldórsdóttir skoraði á 70. mín- útu. Ekki urðu mörkin fleiri og fyrsti sigur ÍA í höfn. Með brakandi fersk þrjú stig í farteskinu lyfti ÍA sér upp um eitt sæti í deildinni og eru þær stöll- ur nú með sex stig í fimmta sæti. Völsungar stóð í stað, stigalaus í botnsætinu. Næsti leikur í deildinni verður suður með sjó gegn Keflavík á morgun, fimmtudaginn 16. júlí. glh/ Ljósm. sas. Meistaraflokkur ÍA í knatt- spyrnu karla hafði í nægu að snú- ast og spilaði tvo leiki í vikunni sem leið. Á miðvikudaginn gerðu þeir 2-2 jafntefli við HK á Akra- nesi. Á sunnudaginn átti Skagalið- ið svo ekki í vandræðum með ný- liða Gróttu þegar liðin mættust í sjöttu umferð Íslandsmótsins á Seltjarnarnesi. Gróttamenn unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og komu því fullir sjálfstrausts til leiks. Það tók Skagamenn ekki langan tíma að komast yfir í leiknum við Gróttu því strax í fyrstu sókn skor- uðu þeir félagar. Hallur Flosason átti sendingu í teig heimamanna sem rataði á Viktor jónsson sem skallaði knöttinn í netið. Þeir gul- klæddu héldu áfram að sækja og virtust ekki í neinum vandræðum að opna vörn Gróttu. Eftir vand- ræðagang í vörn heimamanna lenti boltann við tær Stefán Teits Þórð- arsonar. Stefán fékk nægan tíma til að skila boltanum í netið og tvö- falda þannig forystu ÍA eftir stund- arfjórðungsspil. Fimm mínútum síðar bætti Brynjar Snær Pálsson þriðja markinu við og fjórða mark- ið kom svo frá Viktori jónssyni. ÍA leiddi því með öruggu fjögurra marka forystu í leikhléi. Í síðari hálfleik voru Skagamenn heldur rólegri í sínum sóknarað- gerðum, létu boltann ganga sín á milli án þess þó að sækja af ein- hverjum ákafa. Heimamenn náðu aldrei neinum almennilegum marktækifærum og sigldi ÍA því öruggum 4-0 sigri í höfn. Með sigrinum er ÍA komið í toppbaráttuna, er nú í fjórða sæti með tíu stig, jafnmörg stig og Val- ur í fimmta sæti. Í þriðja sæti í deildinni er Breiðablik með ellefu stig en Fylkir og KR eru á toppn- um með tólf stig hvort lið. Einung- is tvö stig skilja þannig fimm efstu liðin að. Þess ber að geta að KR á leik til góða til að jafna leikjafjöld- an við hin toppliðin. Næsti leikur þeirra gulklæddur verður gegn Víkingi R. á sunnu- dag kl. 19:15 á Víkingsvelli. glh Knattspyrnufélagið Víkingur Ólafsvíkur sendi í byrjun vikunn- ar frá sér tilkynningu þar sem upp- lýst er að jóni Páli Pálmasyni þjálf- ara hafi verið sagt upp störfum. liðið hefur ekki átt góðu gengi að fagna á mótinu í sumar og er í ní- unda sæti fyrstu deildar karla með sex stig eftir fimm umferðir. Í til- kynningunni segir: „lætur hann af störfum nú þegar. leit hefst nú að nýjum þjálfara. Stjórn Víkings Ó. þakkar jóni Páli fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar hér í Ólafsvík og óskar honum velfarnaðar í framtíð- inni. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.“ glh/ Ljósm. Víkingur Ó. Sannfærandi fyrsti sigur ÍA vann góðan sigur á botnliði Völsungi. Mikil barátta í háloftunum á Akranesvelli. Loksins kom sigur hjá Skagakonum, því ber að fagna. Víkingur Ó. án þjálfara Skagastúlkur voru glaðar með úrslitin. Ljósm. sas. ÍA áfram í Mjólkurbikar kvenna Mikil barátta í teignum í leiknum gegn HK. L jósm. sas. Skagamenn komnir í toppbaráttuna Skagamenn þakka fyrir sig að leik loknum. Ljósm. Inga Dóra Halldórsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.