Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202020
Sandara- og Rifsaragleðin fór fram
í Snæfellsbæ um liðna helgi. Voru
margir gestir saman komnir ásamt
íbúum og að venju var margt í boð-
ið fyrir alla aldurshópa.
Strax á fimmtudaginn var haldið
kassabílarallý í Rifi. Keppt var á
fimm bílum og voru tíu börn sem
tók þátt í keppninni sem var æsis-
pennandi. Um kvöldið var svo Sóli
Hólm með uppistand í Frystiklefa-
num þar sem fjölmargir skemmtu
sér konunglega.
Margt var í boði á föstudeginum
eins og krakkastund fyrir börn frá
sex til tólf ára, landverðir hittu börn
við Sjóminjasafnið og skoðuðu
hvort eitthvað skemmtileg leyndist
í hrauninu. líf og fjör var í Sjóman-
nagarðinum og við safnið, slysósú-
pan var á sínum stað og Sveppi og
Villi skemmtu með söng og gríni og
sungu strákarnir í lions og gestir
tóku vel undir. Eyjólfur Kristjáns-
son hélt tónleika í Frystiklefanum
um kvöldið.
Á laugardeginum hófst dagurinn
snemma með golfmóti á Fróðárvel-
li og svo var krakkaskokk. Fótbol-
tamót fór fram á milli hverfa og
Sæmundargangan var gengin á lau-
gardagsmorgninum.
Mikið var um að vera fyrir fra-
man Röstina eftir hádegi þar sem
hoppukastalar Sirkus Íslands skem-
mti börnum og vöfflusala Þernun-
nar var í gangi. Einnig sýndu féla-
gar í Forntraktorafélaginu gestum
tól sín og tæki. Tónlistarmaðurinn
síungi Siggi Hösk spilaði fyrir gesti
í salthúsportinu og lalli töframaður
var með fjölskyldusýningu í Frys-
tiklefanum. Síðdegis var svo götu-
grill og síðar um kvöldi var brek-
kusöngur sem var að þessu sinni
færður inn í Röstina vegna veðurs.
af
„Ég hef ekkert farið á Vatnasvæði
lýsu nýlega, en Staðaráin er í
góðum gír,“ sagði Magnús Ant-
on Magnússon er við spurðum út
í veiði á Snæfellsnesinu, en hann
veiðir víða á þeim slóðum. „Það
hefur eitthvað veiðst í Staðaránni
og veiðin er að glæðast þessa dag-
ana. laxinn og sjóbirtingurinn fer
að ganga og ég á örugglega eftir að
skreppa á næstunni,“ sagði Magn-
ús Anton ennfremur.
Af Hraunsfirði er sama mok-
ið að frétta eins og við greind-
um frá í síðasta Skessuhorni. „Ég
ætla að skreppa um helgina,“ sagði
Bjarni júlíusson þegar við hittum
hann við Elliðaárnar en Bjarni
fer nokkrum sinnum á sumri í
Hraunsfjörðinn.
Laxinn áhugalaus
að taka
„Það er komið þónokkuð af fiski í
Þverá en fiskurinn er frekar áhuga-
laus að taka hjá veiðimönnum þessa
dagana,“ sagði Aðalsteinn Péturs-
son við Þverá í Borgarfirði. Áin
hefur gefið rétt fyrir 300 laxa. „Eft-
ir hádegi á fimmtudaginn veidd-
ust fimm laxar, það þarf að fara að
rigna,“ bætti Aðalsteinn við. Hon-
um verður vafalítið að ósk sinni ef
marka má veðurspána.
Veiðimenn segja víða að laxveið-
in sé í þokkalegu lagi, ekkert meira.
Í nokkrum ánum mætti vera meira
af fiski, þannig er staðan. En þetta
er misjafnt. Haffjarðará hefur til
dæmis gefið vel og er komin með í
kringum 240 laxa.
„Ég var að veiða í á einni vestur á
Mýrum fyrir skömmu og það voru
líklega um 30 laxar í hylnum,“ sagði
veiðimaður og hélt áfram: „Þetta
voru allt nýgengnir laxar, en höfðu
engan áhuga á að taka, sama hvað
ég reyndi. Ég valdi handa þeim um
20 flugur, en þeir hreyfðu sig ekki,
allt nýgenginn fiskur,“ sagði veiði-
maðurinn sem vildi þó ekki nefna
ána.
Veiðin hefur byrjað ágætlega í
langá á Mýrum en fyrir helgi voru
komnir um 180 laxar. Þar er ekk-
ert uppgrip þessa dagana í veiði, en
menn eru þó að fá einn og einn fisk
þessa dagana.
Norðurá var komin í 440 laxa
fyrir helgina, sem er tölurvert betra
en í fyrra. Veiðimaður sem var að
koma úr ánni fyrir skömmu sagði
að fiskurinn væri tregur að taka,
líkt og víðar.
Haukadalsá í Dölum hefur ver-
ið róleg og ekki er mikið af fiski í
henni. Í efri Haukadalsá hefur ekki
veiðst fiskur ennþá, enda lítið verið
reynt.
gb
Laxinn er ekki í tökustuði í hlýindunum
Harpa Hlín Þórðardóttir með flottan lax í Laxá í Dölum fyrir skömmu.
Magnús Anton Magnússon með fallegan fisk úr Staðará á Snæfellsnesi.
Fjölbreytt dagskrá á Sandara- og Rifsaragleði
Rappararnir Hjörtur Sigurðsson og Davíð Svanur Hafþórsson skemmtu í Sjó-
mannagarðinum.
Fimm keppendur í kassabílarallýi. Það voru systkinin Ragna og Elliði sem unnu í
keppninni og hlutu þau bikar að launum.
Kristinn Jónasson og Sigfús Almarsson matráður voru meðal gesta á tónleikum
Sigga Hösk og greinilegt að vel fór á með þeim.
Kristgeir Kristinsson, Jón Bjarki og Baldur Jóns voru kampakátir með allt og alla í
Sjómannagarðinum.
Tónslistarmaðurinn Siggi Hösk spilaði frumsaminn lög og tók nokkra þekkta
slagara.
Sveppi og
Villi skemmtu
börnum og
fullorðnum.