Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202028 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Pennagrein www.skessuhorn.is Í síðasta tölublaði birtist mynda- syrpa frá bæjarhátíðinni Írskum dögum á Akranesi. Þar var meðal annars mynd af fimm konum sem hafa nokkrum sinnum komið sam- an, miðlað gestum af fróðleik og gengið um sögustaði. Í öllu kynn- ingarefni um hópinn er hann nefnd- ur „Kellingar“ og að þessu sinni nefndist verkefni þeirra „Kellingar ganga heim að Görðum.“ Heimild- ir sækja konurnar úr ýmsum áttum; fræðiritum, vefsíðum og úr viðtöl- um, og mikil vinna er ávallt lögð í frásagnir sem þær flytja. Í mynda- texta í síðasta blaði var hópurinn ranglega kallaður „Kjaftakelling- ar“ sem bæði er rangnefni og gef- ur ómaklega neikvæða mynd af eðli og hlutverki söguhópsins sem í alla staði er til mikillar fyrirmyndar. Beðist er velvirðingar á þessu. mm/ Ljósm. ki Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég grein í Skessuhorn undir nafninu „lausaganga og lausamennska.“ Þar var fjallað um lausagöngu bú- fjár og ófaglega umgjörð sauð- fjárbúskapar, sem stundaður er að mestu í lausamennsku og ábyrgðar- leysi gagnvart umhverfi og íbúum sveitafélagsins. Greinin var svo send sem hluti erindis til sveitarstjórnar Borgar- byggðar um bann á lausagöngu bú- fjár með tilvísun til fjallskilasam- þykktar Borgarbyggðar. Þar stend- ur í 6. gr. „Hafa má allt sauðfé í heimalandi, ef það er girt fjárheldri girðingu eða ef sveitarstjórn skyld- ar ekki fjáreigendur til að flytja fé sitt í afrétt.“ Vandinn er hinsvegar að eng- in eftirfylgni er á hvort girðingar séu fjárheldar kjósi sauðfjárbóndi að halda fé sínu heimavið. Raun- in er því að hluti sauðfjár gengur með vegum og leitar inn í annarra manna lönd og lóðir algjörlega af- skiptalaust af eigendum. Greinin fékk afar góð viðbrögð og umræðu í héraðsmiðlum og víð- ar þannig að gera hefði mátt ráð fyrir að sveitarstjórn Borgarbyggð- ar tæki erindið alvarlega. Svo var þó ekki. Samskonar vinnubrögð ein- kenna sveitarstjórnina og sauðfjár- bændur. Málefnalegt, rökstutt er- indi er einfaldlega dissað. Skoðum ferlið. Erindi um bann við göngu lausa- fjár í heimalöndum var sent til byggðarráðs, sem vísaði því til um- hverfis- og landbúnaðarnefnd- ar. Engin efnisleg umræða átti sér stað, heldur var erindið sent áfram til fjallskilanefndar, þar sem sauð- fjárbændur sitja. Ekki er að sjá á fundargerð nein merki málefna- legrar umræðu en niðurstaðan er samt skýr: „Fjallskilanefnd Borg- arbyggðar telur erfitt eða ófram- kvæmanlegt að framfylgja lausa- göngubanni. Nefndin leggur því til að ekki verði unnið að slíku banni.“ Sveitarstjórn samþykkti svo niður- stöðu fjallskilanefndar á fundi sín- um 12. september 2019, án athuga- semda. Sem sagt sveitarstjórn Borgar- byggðar framselur erindið til sér- hagsmunaaðilans sem kvartað er undan og gefur honum sjálfdæmi. Þetta eru afkáralegir stjórnunar- hættir og vanvirðing við brotaþol- ann sem bar upp málefnanlegt er- indi, svo og alla þá íbúa sem tjáðu sig um málið og gera kröfu um skil- merkilega meðhöndlun ábendingar um að farið sé á svig við fyrirliggj- andi samþykktir sveitafélagsins. lausaganga búfjár er afleitur og furðulegur búskaparháttur, sem á sér ekki stað hjá neinni annarri þjóð. landgræðslustjóri, sté nýlega fram í fjölmiðlum og mælti fyrir því að lausaganga búfjár yrði bönnuð á Íslandi. Benti á að slíkt hafi ver- ið gert á hinum Norðurlöndunum fyrir 150 árum og að kostnaður rík- isins t.d. vegna girðinga meðfram vegum næmi um 500 milljónum króna árlega. lausafjárgagna hefur verið bönnuð í sveitarfélögum hér- lendis enda er heimild til þess. Margir aðrir hafa og fært afar sterk rök fyrir því að banna lausa- göngu búfjár. Má t.d. nefna samtök bifreiðaeigenda, samtök skógrækt- arfólks og samtök sumarbústaða- eigenda. Til viðbótar má benda á að eig- endur búfjár bera ábyrgð á velferð þess, að tryggja sumarbeit á grónu landi, aðgengi að góðu vatni, sjá til þess að sjúk og slösuð dýr fái lækn- ismeðferð. Varla er dýravelferð ráðandi þáttur í því að reka sauðfé út um bæjarhliðið og gera að mun- aðarlausum vegarollum eða beina í óleyfilega hagbeit hjá nágrönnum og öðrum íbúum sveitafélagsins. lausatök sveitarstjórnar Borgar- byggðar á erindinu eru staðfesting þess að forneskjulegir, siðlausir sér- hagsmunir og útilokun málefna- legrar umræðu eru þau gildi sem höfð eru í hávegum þegar íbúar bera upp erindi um velferð mann- fólks og dýra í sveitafélaginu. Þyki þetta vafasöm fullyrðing þá væri fagnaðarefni að fá mótrök eða vangaveltur frá kjörnum fulltrúum sveitafélagsins. Steinar Berg, Fossatúni Fitjarnar milli Borgarness og Borg- ar á Mýrum eru grösugar flæði- engjar og ákaflega sérstakt svæði. Stór hluti þess er alveg ósnertur af manninum. jarðvegurinn er djúpur og fellur sjór reglulega yfir miðju Fitjanna um læki og djúpa farvegi og þegar stórstreymt er fer hluti þeirra á kaf. Mikið fuglalíf er á Fitj- unum og eru hestar þar á beit sum- arlangt augnayndi fyrir vegfarend- ur. Nú er komin fram sú hugmynd frá einhverjum hjá Borgarbyggð að gera göngustíg yfir Fitjarnar og hefur meirihluti sveitarstjórnarinn- ar samþykkt það. Það er öllum hugsandi mönnum ljóst að þetta er mjög slæm hug- mynd, eflaust komin úr kollinum á einhverjum aðkomumanni. Fyrir utan rask og ónæði sem gerð göngu- stígs mun valda í þessari viðkvæmu náttúru, þá eyðilegðist þessi stígur fljótlega vegna sjávarflóða. Heyrst hefur að gott sé að hafa göngustíg vestur að Borg á Mýrum, en ég vil benda á að það er nú þegar göngu- stígur langleiðina þangað. Ég skora á sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð að hugsa þetta mál af meiri skynsemi. lífshamingja okkar íbúanna er ekki fólgin í gerð dýrra göngustíga, heldur mætti auka lífs- hamingjuna með því að nota þetta fjármagn til að lækka gjöld og skatta í Borgarbyggð sem eru með því hæsta sem þekkist á landinu. Borgarnesi 12. júlí 2020. Þorleifur Geirsson. Leiðrétt nafn á söguhópi Göngustígur yfir Fitjarnar í Borgarnesi - slæm hugmynd! Lausaganga og lausatök

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.