Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202030 Á morgun ætla ég...? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir „Að fara í ferðalag.“ Guðrún Ingadóttir „Að fara í Hreppslaug.“ Markús Gunnarsson „Að fá mér fisk, já, já, mjá.“ Tara Davíðsdóttir „Fara í sund.“ Elma Davíðsdóttir „Fara í sund.“ Knattspyrnulið Kára sigraði ÍR á laugardaginn þegar liðin mættust í fimmtu umferð 2. deildar knatt- spyrnu karla á Akranesi. Strax í upphafi leiks var dæmt víti á gest- ina. Andri júlíusson fór á punkt- inn og kom sínum mönnum yfir þegar einungis tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Náði Kári að halda þessari eins marks forystu út 90 mínúturnar og tryggðu þann- ig stigin þrjú og sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Með sigrinum fikra Káramenn sig upp um eitt sæti og eru nú í því 10. með fimm stig í vasanum. Næst fara Káramenn suður með sjó og etja kappi gegn Víðismönnum í Garði á föstudag kl. 19:15. glh Eftir þriggja hrinu tap náði Víking- ur Ólafsvík loks að snúa blaðinu við þegar liðið sigraði botnlið Magna í fimmtu umferð fyrstu deildar knattspyrnu karla í Grenivík síðast- liðinn laugardag. Ólafsvíkurliðið hefur átt erfitt uppdráttar á Íslandsmótinu. Í síð- ustu umferð töpuðu þeir gegn Fram á heimavelli svo þeir félagar komu hungraðir til leiks gegn Magna. Það var markaprinsinn Gonzalo Zamorano leon sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftímaspil. Heimamenn í Magna fengu svo víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Kristinn Þór Rósbergsson lét sér ekki segjast og skilaði knettinum í mark Víkings til að jafna metin. Í síðari hálfleik þegar fimm mín- útur lifðu af leik náði Harley Bryn Willard að koma knettinum inn fyrir mark heimamanna og tryggja þannig langþráðan sigur Víkings. 2-1 var niðurstaðan. Ólsarar eru nú í níunda sæti eft- ir fimm umferðir með sex stig, jafn mörg stiga og Afturelding í sætinu fyrir ofan og jafn mörg stiga leikni F. í sætinu fyrir neðan. Nú hefur félagið sagt upp þjálfara liðsins en ekki hefur nýr verið ráðinn í stað- inn að svo stöddu. Nánar um það í frétt hér á næstu síðu. glh leiðinlegt atvik átti sér stað í leik Skallagríms og Berserkja á Skalla- grímsvelli á föstudaginn þegar ras- ísk ummæli féllu í garð leikmanns Berserkja frá einum leikmanni Skallagríms. Dómari leiksins tal- aði ensku svo hann skildi ekki hvað fram fór á milli leikmanna. Gerðist þetta í upphafi seinni hálf- leiks en leikmaður Skallagríms var tekinn útaf á 55. mínútu. Mikil fundarhöld urðu að leik loknum en ekki liggur fyrir hverjar afleið- ingarnar verða í kjölfar atviksins. Stjórn Knattspyrnudeildar Skalla- gríms sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins: „Í kjölfar leiks Skallagríms og Berserkja í 4. deild karla, sem fór fram á Skallagrímsvelli föstudag- inn 10. júlí síðastliðinn, höfðu dómari og aðstoðardómarar leiks- ins samband við forráðamenn Skallagríms. Þeir upplýstu að leikmenn Berserkja tilkynntu þeim að leikmaður Skallagríms hefði í leiknum viðhaft ummæli sem fælu í sér kynþáttafordóma. jafnframt greindu þeir frá því að þeir sjálfir hefðu ekki heyrt um- rædd ummæli, en að þeir myndu tilkynna þetta til KSÍ og voru for- ráðamenn Skallagríms sammála að svo yrði gert. Knattspyrnudeild Skallagríms mun ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og mun fé- lagði grípa til viðeigandi ráðstaf- ana í samráði við KSÍ,“ segir í yfir- lýsingu stjórnar Skallagríms. glh Skallagrímsmenn tóku á móti liði Berserkja á föstudaginn þeg- ar liðin mættust í fimmtu um- ferð C riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Í síðustu umferð töpuðu Borgnesingar sínum fyrsta leik, gegn liði KÁ, eftir að hafa unnið allar sínar viðureign- ir á mótinu. Eftir sigur á Ber- serkjum eru þeir félagar komnir á sigurbraut að nýju. Heimamenn voru sprækir strax frá upphafi og virtust til alls líklegir. Þeir voru vel fær- anlegir á vellinum og ákveðnir í sínum aðgerðum. Sama hvað gestirnir reyndu þá voru þeir gulklæddu alltaf með tærnar í boltanum. Það var svo á 36. mín- útu sem að Skallagrímur náði að opna vörn gestanna. Eftir flotta markvörslu á línu í marki Ber- serka náði Hlöðver Már Péturs- son að fylgja eftir þegar boltinn skoppaði aftur í teig gestanna og lét knöttinn syngja í netinu. Heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi. Berserkir voru mun líflegri í síðari hálfleik og sóttu hart að Borgnesingum sem voru komnir mjög aftarlega á vellinum þegar líða tók á seinni hálfleik. Hægt og rólega fóru þeir gulklæddu að sækja meira. Þegar stundarf- jórðurngur var til leiksloka tvö- faldaði Declan joseph Redmond forystuna. lokatölur 2-0 fyrir Borgnesingum. Með sigrinum taka þeir toppsætið á nýjan leik. Eftir fimm umferðir eru Skallagrímsmenn efstir með 12 stig, jafn mörg og Hamarsmenn í Hveragerði. Næsti leikur Skalla- gríms verður einmitt toppslag- ur gegn Hamri í Hveragerði í kvöld, miðvikudag kl. 19:15. glh Mynd úr tapleik Víkings gegn Fram í síðustu viku. Ljósm. þa. Loksins sigur hjá Víkingi Ó. Fyrsti sigur Kára í höfn Hlöðver Már Pétursson fagnar hér marki sínu. Skallagrímsmenn aftur á toppinn Rasísk ummæli féllu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.