Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 2020 13 Fyrir 40 árum voru Íslendingar fyrstir allra þjóða að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosning- um, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Af því tilefni var efnt til hvatningará- taksins Takk fyrir að vera til fyrir- myndar, en Karitas Diðrikdóttir, Marín Magnúsdóttir og Sigþrúður Ármann stóðu bakvið átakið. Hug- myndin var að fólk skrifaði kveðju á sérútbúið þakkarbréf til þeirra sem þeir telja vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt en hægt er að setja bréfin ófrímerkt í póst innanlands. Eintök af bréfinu er hægt að nálg- ast um allt land í útibúum Pósts- ins og landsbankans og í verslun- um Nettó, Bónuss eða Krónunnar. Einnig er hægt að senda rafræn bréf á fjölmörgum tungumálum í gegn- um síðuna www.tilfyrirmyndar.is. Þá hafa svokallaðir Takk veggir verið málaðir víða um land og alltaf bætast við fleiri veggir. Hugmynd- in er að fólk taki mynd af sér við vegginn og deili á samfélagsmiðl- um með merkinu #tilfyrirmyndar. Takk veggur hefur verið málað- ur við Norðurtanga í Ólafsvík og við Samkomuhúsið á Sólvöllum 3 í Grundarfirði. Íbúar og gestir eru hvattir til að koma þar við og taka af sér myndir við veggina og deila á samfélagsmiðlum og þannig taka þátt í hvatningarátakinu. arg Við leitum að kraftmiklum og þjónustuliprum vaktstjóra til framtíðarstarfa á þjónustustöð N1 í Borgarnesi. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla • Stjórnun starfsmanna á vakt • Vaktauppgjör • Pantanir • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hóp. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Borgarnes - vaktstjóri. Nánari upplýsingar veitir Magnús Fjeldsted stöðvarstjóri í síma 440 1333 eða magnusf@n1.is. Við hvetjum öll kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu. Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? 440 1000 n1.is ALLA LEIÐ Hæfniskröfur: • Almenn þekking á verslun og þjónustu • Samskiptafærni og þjónustulund • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur • Góð íslenskukunnátta er skilyrði • Aðeins 25 ára og eldri koma til greina SK ES SU H O R N 2 02 0 Kynningafundur Kynningafundur vegna breytinga á deiliskipulagi Akratorgsreits Kirkjubraut 39 og nýtt deiliskipulag á Garðabraut 1 verður haldinn í bæjarþingsalnum, 3. hæð að Stillholti 16-18. Fimmtudaginn 16. júlí 2020 kl. 17:00 Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreits – Kirkjubraut 39 Breyting deiliskipulagsins felst í að reisa fjölbýlishús í stað hótels með verslun og þjónustu á 1. hæð hússins. Nýtt deiliskipulag fyrir Garðabraut 1. (K.F.U.M. og K.F.U.K. húsið) Deiliskipulagið felst í niðurrifi núverandi byggingar. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir uppbyggingu þéttrar íbúða- byggðar með vandaðar íbúðir góðu aðgengi, bílageymslu og lyftu. Eftir kynningu á ofangreindum skipulögum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreind- ar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athugasemdir við þær vera að minnsta kosti 6 vikur. Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs Takk veggir á Snæfellsnesi Takk veggur við Norðurtanga í Ólafsvík. Ljósm. snb.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.