Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 2020 11
FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF
Þingvangur ehf byggir 10
hæða lyftuhúsnæði á góðum
stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við
verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar
án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi
3ja 105 fm til 107 fm
Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj.
4ra 126 fm til 128 fm
Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj.
HTH
Parka
Ormsson
898-9396 eða
á hakon@valfell.is
Stillholt 21 – Akranesi
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að
hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is
og panta tíma til skoðunar.
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis
á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
STILLHOLT 21 - AKRANESI
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar
án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi
flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í
eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð.
Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH
Innhurðir og flísar frá Parka
Heimilistæki frá Ormsson
Mikið var að gerast á Varmalandi
í Borgarfirði um liðna helgi. Stór
hóp ungmenna úr framhaldsskól-
um af höfuðborgarsvæðinu kom
þar saman og töluvert var um ölv-
un og uppákomur vegna þess. lög-
reglu barst tilkynning um hópslags-
mál á tjaldstæðinu þar sem sagt var
að einhverjir væru komnir með kylf-
ur og hnúajárn. lögreglumenn í
tveimur lögreglubílum fóru á stað-
inn en slagsmálum var lokið þegar
þeir komu að. Þá barst tilkynning
klukkan 3 aðfararnótt sunnudags-
ins um að brotist hefði verið inn í
sundlaugina á Varmalandi. Höfðu
þá einhverjir klifrað yfir grindverk
og farið í laugina. Að sögn lögreglu
voru aðeins tveir tjaldstæðaverðir á
svæðinu en þeir hefðu þurft að vera
fleiri við þessar aðstæður. Einnig
barst lögreglu tilkynning um hugs-
anlega fíkniefnasölu á tjaldsvæðinu
á Varmalandi en viðkomandi fannst
ekki.
lögreglan kannaði ástand allra
ökumanna sem voru á leið sinni frá
Varmalandi snemma á sunnudags-
morgun en nokkuð var um að fólk
væri að aka þaðan undir áhrifum.
Einn var tekinn grunaður um að
aka undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna og var viðkomandi fluttir á lög-
reglustöðina í Borgarnesi og er mál-
ið til rannsóknar. Annar var stöðvað-
ur fyrir að aka undir áhrifum áfeng-
is og færður á stöðina. Þá reyndust
þrír af þeim sem blésu vera aðeins
undir mörkum svo þeir fá ekki kæru
fyrir en bílarnir voru kyrrsettir og
gátu ökumennirnir komið nokkrum
klukkustundum síðar og látið tékka
á sér og sótt bílana. arg
Ölvun og uppákomur á Varmalandi um helginaÓhapp undir
áhrifum
BORGARBYGGÐ: Mánudag-
inn 13. júlí varð umferðaóhapp á
Vesturlandsvegi, skammt norð-
an við Ferjubakkaveg í Borgar-
firði þar sem maður ók útaf og
meiddist. Ökumaðurinn hafði
verið sviptur ökuréttindum auk
þess sem hann er grunaður um
að hafa verið undir áhrifum
ávana- og fíkniefna en hvítt duft
fannst í bílnum. –arg
Svamlað í sjónum
AKRANES: lögreglunni á
Vesturlandi barst tilkynning kl.
1:20 aðfararnótt þriðjudagsins
14. júlí um krakka að sprengja
flugelda á tjaldstæðinu á Akra-
nesi. Þegar lögreglu bar að voru
ungmennin að svamla í sjónum,
lítið eða ekkert klædd. Gáfu þau
loforð um betrun þegar löregl-
an hafði rætt við þau og látið
vita að það hafi verið kvartað.
–arg
Svikasímtöl
VESTURLAND: lögregl-
unni á Vesturlandi barst til-
kynning skömmu eftir miðnætti
þriðjudaginn 14. júlí um svika-
símtöl. Hringt hafði verið í til-
kynnandann úr leyninúmeri og
hann spurður allskonar spurn-
inga. Segir lögreglan mikilvægt
að fái fólk slík símtöl að svara
ekki spurningunum. –arg
Aflatölur fyrir
Vesturland
4. – 10. júlí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 19 bátar.
Heildarlöndun:18.381 kg.
Mestur afli: Ýmir AK-80:
2.374 kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: 11 bátar.
Heildarlöndun: 21.890 kg.
Mestur afli: Bárður SH-811:
3.970 kg í þremur löndunum.
Grundarfjörður: 15 bátar.
Heildarlöndun: 76.209 kg.
Mestur afli: Vörður ÞH-44:
47.011 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 40 bátar.
Heildarlöndun: 111.487 kg.
Mestur afli: Egill SH-195:
16.690 kg. í einni löndun.
Rif: 27 bátar.
Heildarlöndun: 50.857 kg.
Mestur afli: Doddi SH-223:
3.953 kg í fjórum róðrum.
Stykkishólmur: 10 bátar.
Heildarlöndun: 26.516 kg.
Mestur afli: Denni SH-247:
9.550 kg í sex róðrum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Vörður ÞH-153 – GRU:
47.011 kg. 8. júlí.
2. Egill SH-195 – ÓLA: 16.690
kg. 8. júlí.
3. Gaflarinn EA-0 – ÓLA:
6.730 kg. 4. júlí.
4. Bárður SH-81 – ÓlA: 6.340
kg. 10. júlí.
5. Sverrir SH-126 – ÓLA:
4.321 kg. 9. júlí.