Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202022
Grundfirðingar hafa í sumar verið
duglegir að spjalla og eru fimmtu-
dagskvöld alveg sérstök spjallkvöld
þar í bæ. Í byrjun sumars funduðu
fjórir spjallarar, þau Olga Aðal-
steinsdóttir, Kristín Halla Haralds-
dóttir, lúðvík Karlsson, eða liston
eins og hann er kallaður, og Gunnar
Garðarson, með Björgu Ágústsdótt-
ur bæjarstjóra þar sem hún skipaði
spjallarana í svokallaða spjallnefnd
og hefur nú spjallarinn Helga Fríða
Tómasdóttir bæst í nefndina. Fyrsta
spjallið var á liston galleríi, þar sem
liston kynnti listaverkin sín fyrir
góðu fólki en hann var brottflutt-
ur Grundfirðingur en nýlega fluttur
heim á ný og sagði fólki aðeins frá
því. Ekki gat Gunnar látið liston
sitja einan að öllu spjallinu og bauð
hann því fólki að koma frekar á pall-
inn við Bjargarstein þar sem hann
og Selma Rut buðu upp á veitingar.
Var það of freistandi fyrir um helm-
ing hópsins sem skottaðist þá yfir til
Gunnars þar sem spjallið hélt áfram.
Þar kom ýmislegt upp úr krafsinu en
að sögn Olgu var gömlum leyndar-
málum ljóstrað upp það kvöld. „Það
var talið öruggt að leyndarmál sem
væru um 50 ára gömul væru fyrnd
og því í lagi að ljóstra þeim upp
þarna,“ segir Olga og hlær.
Spjallað á höfninni
Olga sá sjálf um næsta spjall og bauð
fólki að koma með sér niður að höfn,
þar sem hún var hafnarvörður í sex
ár. Hún talaði um hvernig bærinn
byggðist upp og samspil fiskveiða
og ferðaþjónustu og fleira áhuga-
vert. Ekki fékk hún heldur frið með
sitt spjall því Hjalti Allan Sverris-
son kom og stal hópnum yfir til sín
og lísu en þau eru með Snæfellsnes
Excursions. Hjalti og lísa hafa verið
að endurnýja húsið sitt á skemmti-
legan hátt og einnig aðstöðuna fyr-
ir utan. Þau hafa breytt rútu í gott
skýli með sætum og þar er hægt að
sitja og spjalla saman en fyrir utan
rútuna er pallur með smá upphækk-
un svo hægt sé að halda smá tón-
leika eða annað skemmtilegt. Þau
buðu því fólki til sín að sjá nýju að-
stöðuna „Þar voru sagðar skemmti-
legar sögur og það voru veitingar í
boði Hjalta og lísu hjá Snæfellsnes
Excusions. Þar tóku allir þátt í léttu
spjalli og gerðu grín hvert af öðru,“
bætir hún við.
Allir geta tekið þátt
Þriðja spjallið var tekið í Paim-
pol garðinum í Grundarfirði. „Ingi
Hans kom og sagði okkur sögur af
Frökkum sem bjuggu hér í Grund-
arfirði og það var alveg meirihátt-
ar að hlusta á hann og svo svaraði
hann spurningum og að lokum var
tekin kennslustund í hringdansi. Ég
á færeyska vinkonu hér í Grundar-
firði sem kenndi okkur. Við kom-
umst nefnilega að því að færeysk-
ir hringdansar eru lítið öðruvísi en
skútudansar sjómanna,“ segir Olga
og hlær.
Helga Fríða bauð fjórða fimmtu-
daginn fólki að koma heim til sín í
spjall á pallinum. Þar sagði hún sög-
ur af því þegar hún flutti mjög ung
í Grundarfjörð og hvernig bærinn
kom henni fyrir sjónir á þeim tíma.
út frá þessum sögum varð til gott
spjall milli fólks og höfðu allir gam-
an af. Í anda þess tíma sem þá var
bauð Helga Fríða upp á Prins póló
og kók. Í síðustu viku bauð leshóp-
urinn Köttur út í mýri gestum að
koma og spjalla á Bókamarkaðnum
í Grundarfirði. Þar var lesið upp
úr bók og eftir það var spjallað um
söguna og fengu gestirnir fengu því
smjörþef af því hvernig leshópur
virkar. „Þetta er ótrúlega gaman og
margir verið duglegir að koma, það
fer sko enginn óspjallaður frá okk-
ur,“ segir Olga og hlær.
Ef einhver vill bjóða upp á spjall
er óhætt að hafa samband um það
við einhvern úr spjallnefndinni. Þá
segir Olga að allir séu hjartanlega
velkomnir í spjall, bæði þorparar og
gestir. arg/ Ljósm. aðsendar Spjallað á pallinum hjá Hjalta.
„Það fer sko enginn óspjallaður frá okkur“
Olga Aðalsteinsdóttir með spjall á höfninni.
Ingi Hans spjallar við fólk í Paimpol garðurium.
Spjall á pallinum við Bjargarstein.
Spjallhópurinn í garðinum hjá Fríðu.