Skessuhorn - 15.07.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 15. júlÍ 202016
Guðný Guðmarsdóttir frá Borg-
arnesi skilaði nýverið inn masters-
ritgerð sinni við Háskólann á Ak-
ureyri þar sem hún rannsakar áhrif
áfalla á líf fólks. Hún segir niður-
stöðurnar sláandi og að það þurfi
róttækar breytingar í kerfinu til að
koma til móts við hóp einstaklinga
sem lent hafa í áföllum og hjálpa
því að ná sér. Guðný spjallaði við
blaðamann Skessuhorns á dögun-
um um mastersritgerðina sína.
Málefni flóttafólks
kveikti áhugann
Guðný er nú nýútskrifuð með mast-
erspróf á heilbrigðisvísindasviði frá
Háskólanum á Akureyri. Þar sér-
hæfði hún sig í sálrænum áföllum
og ofbeldi og þá sérstaklega í áföll-
um barna og unglinga. Fyrir mast-
ersnámið hafði Guðný lokið BA
gráðu í sálfræði frá HA. Því næst
tók hún diplóma í málefnum flótta-
fólks og þar segir hún áhugann hafa
kviknað fyrir alvöru á þessu mikil-
væga málefni. „Eftir að hafa heyrt
hvað sum börn ganga í gegnum
sem koma hingað, mörg hver fylgd-
arlaus, þá fær maður innsýn í heim
hælisleitandans, sem er vægast sagt
rosalegur,“ segir Guðný.
„Til dæmis þegar það koma hing-
að fylgdarlausir drengir, þá er oft
einhverjir strákar með iPhone síma
í kommentakerfinu sem setja sig á
háan hest og gagnrýna að þetta séu
eingöngu strákar. En ef þú hefð-
ir valið um hvern ætti að senda úr
fjölskyldunni, pabbinn jafnvel ekki
til staðar, þá er ekki hægt að senda
dótturina því það er nánast und-
antekningarlaust að henni verði
nauðgað á leiðinni. Stelpur eru ekki
sendar fylgdarlausar, það er ávísun
á allskonar ofbeldi og líkurnar á
að þær komist á leiðarenda eru of-
boðslega litlar. Allar okkar rann-
sóknir benda til þess. Þess vegna
er strákurinn sendur, því ef hann
kemst hingað til Íslands sem dæmi
og fær hæli, þá getur hann feng-
ið fjölskyldu sameiningu,“ bætir
Guðný við en þar kviknaði áhuginn
og segir Guðný ekki mikla sérhæf-
ingu í áföllum barna og unglinga
hér á landi.
Bein tenging áfalla
og sjúkdóma
„Áfall er atburður sem að þú verð-
ur fyrir þar sem lífi þínu og limum
er ógnað eða þú sérð svona atvik
gerast eða þá að einhver mjög ná-
kominn þér lendir í því. Það er skil-
greiningin á áfalli,“ útskýrir Guðný
en hún á sjálf sína áfallasögu í sinni
nánustu fjölskyldu.
Árið 2016 varð faðir Guðnýj-
ar fyrir líkamsárás á heimili sínu í
Reykjavík. Maður sem bjó á neðri
hæðinni ætlaði að ræna hann, bank-
ar hjá föður Guðnýjar en þar sem
hann var ekki með neina peninga
þá réðist maðurinn á hann. Hann
dó svo einu og hálfu ári eftir að at-
vikið átti sér stað. „Hann fer úr því
að vera fullfrískur maður, keyrandi
um landið í útilegur, takandi mynd-
ir, algjörlega engum háður. Á innan
við ári fer hann í það að geta ekki
séð um sjálfan sig að neinu leyti eft-
ir þetta áfall. Það tók eitt og hálft
ár að greina hann með áfallastreitu-
röskun. Öll merkin voru til staðar
en enginn kveikti á neinu. Ef að
ég hefði vitað þá það sem ég veit í
dag þá hefðu hlutirnir verið öðru-
vísi. Þetta er bara eitt dæmi um af-
leiðingar þess að lenda í áfalli og fá
ekki hjálp. Það er til dæmist búið
að sýna fram á tengingu milli áfalla
og hjarta- og kransæðasjúkdóma,
við offitu, lungnasjúkdóma og sjálf-
skaðandi hegðun.“ segir Guðný.
„Eftir því sem áföllum fjölgar,
sérstaklega hjá börnum og ungling-
um, þeim mun alvarlegri verða lík-
amlegu veikindin,“ bætir hún við.
Strákar segja síður frá
Alls voru níu einstaklingar sem
tóku þátt í rannsókninni hjá Guð-
nýju. Allir þátttakendurnir skrif-
uðu undir upplýst samþykki og
voru meðvituð um að þau gætu
hætt hvenær sem er. Engin þeirra
var undir nafni og ekki kom ald-
ur þeirra fram. „Það er í raun-
inni ekkert sem er persónugrein-
anlegt til staðar. Ég vel bara nöfn
sem mér þykir falleg og nota þau
í staðinn í rannsókninni,“ útskýrir
Guðný. Ekkert af áföllunum sem
fjallað er um í rannsókninni átti
sér stað í heimabyggð. Þess í stað
fékk hún þátttakendur í gegnum
ábendingar frá vinum og vinum
vina sinna. Niðurstöður rannsókn-
arinnar benda til þess að margt sé
hægt að bæta þegar kemur að af-
leiðingum áfalla. „Ég talaði við
níu einstaklinga. Setti mér það
að áföllin hefðu gerst á aldrinum
12-18 ára og það væri ekki meiri
en tíu ár síðan áfallið átti sér stað.
Til að fá samfélagið eins og það er
í dag og endurspegla þá kerfið og
samfélagið eins og það er í dag,“
byrjar Guðný að útskýra.
„Fyrstu stóru niðurstöðurnar
voru þær að það var ekkert mál að
finna stelpur til að taka þátt því af
þessum níu sem tóku þátt var ein-
ungis einn strákur. Ég fékk til að
mynda einungis þrjár ábending-
ar um stráka og tveir þeirra sögðu
nei við þátttöku. Aftur á móti fékk
ég örugglega 20 ábendingar um
stelpur,“ segir Guðný. „Strákarnir
virðast vera rosalega falinn hópur,
en þeir eru alveg að lenda í áföll-
um líka. Þeir virðast ekki vera eins
viljugir til að segja frá. Tölfræðin
segir okkur til dæmis það að yfir-
gnæfandi fjöldi sem er að misnota
lyfseðilsskyld lyf og deyja af þeim
orsökum eru ungir menn, ungir
strákar,“ bætir hún við.
Sálfræðiaðstoð ætti að
vera sjálfsögð
„Aðrar stórar niðurstöður í rann-
sókninni er að það er ekkert sem
grípur krakkana andlega. Af þess-
um níu sem tóku þátt eru tveir sem
upplifa þunglyndi, sex sem upplifa
þunglyndi og kvíða og öll átta fara
í sjálfskaðandi hegðun á borð við
fíkniefnaneyslu, skera sig, spila-
fíkn, átröskun, sjálfsvígstilraunir
eða skipta endalaust um kærasta og
hleypa engum að sér. Öll upplifðu
þau á einhverjum tímapunkti, af
hverju er ég að lifa? Misalvarlega
hugsun samt,“ útskýrir Guðný sem
segir þó alla þátttakendurna vera
að plumma sig vel í lífinu í dag, að
mörg hafa sótt sér aðstoð en því
miður ekki öll.
„Öll töluðu þau um að hafa ekki
haft forsendurnar til að biðja um
sálfræðiaðstoð þar sem þau voru
öll undir 18 þegar áföllin áttu sér
stað. Það er í rauninni engar for-
sendur fyrir börn undir 18 ára að
segja; heyrðu það er búið að sauma
hérna sárið og gipsa fótinn nú þarf
ég sálfræðing. Þar þarf fagkerfið að
stíga inn í. En það gerist ekki, það
er ekkert sem grípur þau andlega,
ekki neitt.“
Hvað er til ráða?
Íslendingar hafa í áranna rás stát-
að sig af að hlutirnir reddist, sama
hversu svart útlitið kann að vera.
Guðný segir þetta viðhorf í raun-
inni stærsta veikleika þjóðarinnar.
„Við Íslendingar erum þekkt fyr-
ir að fara á hnefanum. Við förum
þetta á hnefanum, erum ekkert að
ræða hlutina, erum bara „góð“, en
við erum ekkert góð,“ segir Guðný
hreinskilin.
„Þetta virðist samt vera að breyt-
ast og þróast í jákvæða átt, hægt og
rólega. Fyrst og fremst, til að breyta
þessu, er umsvifamikil fræðsla nauð-
synleg svo við áttum okkur á hverj-
ar afleiðingar áföll hafa og hvernig
er hægt að grípa inn í, sjá merkin
og koma einstaklingum, sem lent
hafa í áföllum, til hjálpar. Fyrst og
fremst að horfa á hvernig við, kerf-
ið og samfélagið, bregðumst við.
Ég tel að við getum öll tekið það
til okkar. Við höfum öll gott af því
að líta í eigin barm og hugsað hvað
sé hægt að gera betur til að koma í
veg fyrir stöðnun og afturför. Alls
ekki að taka Pollíönnu og segja það
er allt í góðu hjá okkur, megum alls
ekki gera það. Það er ákveðið hug-
rekki að stíga fram og segja þess-
ar sögur. Ég var mjög þakklát fyr-
ir þetta hugrekki sem þátttakend-
urnir í rannsókninni minni sýndu
þegar þeir sögðu sína sögu. Það er
svo mikilvægt fyrir okkur að heyra
þetta. Þetta eru dýrmætar upplýs-
ingar og þau eiga hrós skilið fyrir
að stíga fram, því án þeirra getum
við ekki lært og bætt okkur,“ segir
Guðný að endingu. glh
„Ef að ég hefði vitað þá það sem ég veit í dag
hefðu hlutirnir verið öðruvísi“
Guðný segir frá niðurstöðum mastersritgarðar sinnar
Guðný Guðmarsdóttir er nýútskrifuð með masterspróf í sálrænum áföllum og ofbeldi.