Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2020, Page 1

Skessuhorn - 26.08.2020, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 35. tbl. 23. árg. 26. ágúst 2020 - kr. 950 í lausasölu DOMINOS.IS | DOMINO’S APP 1.790 KR. AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PIZZUR MÁNAÐARINS EIN STÓR PIZZA Tilboð gildir út ágúst 2020 * 330 ml. af Coca Cola eða Coca Cola án sykurs fylgir með Hot dog & Coca cola 529 kr. & coke Í dós Fæst m.a. í Apóteki Vesturlands arionbanki.is Einkaklúbburinn um allt land Hafðu Einkaklúbbsappið með þér í sumar – tilboð um allt land Það var líf og fjör í Stykkishólmi síðastliðinn laugardag þegar haldið var áheitahlaup til stuðnings Berglindi Gunnarsdóttur körfuknattleikskonu og læknanema. Berg- lind slasaðist á hálsi og mænu í rútuslysi í upphafi þessa árs og er nú í stífu endurhæfingarprógrammi. Það voru vinir hennar og velunnarar sem skipulögðu áheitahlaup með þátttöku hátt í hundrað hlaupara. Gleði og samkennd ríkti meðal íbúa í Stykkishólmi, eins og sjá má í frétt á blaðsíðu 17. Hér er Berglind ásamt fjölskyldu sinni. Ljósm. sá. Nýtt fimleika- hús í notkun Fimleikafélag Akraness hóf formlega æfingar í nýju fimleikahúsi við Vesturgötu á mánudaginn. Sigrún Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Fim- leikafélags Akraness, segir nýju aðstöðu félags- ins langþráða. „Við vorum ekki á pari við önn- ur fimleikafélög í landinu og gátum ekki boðið okkar iðkendum upp á þá aðstöðu sem þarf fyrir keppendur í fimleikum“. Fimleikafélagið hefur aðstöðuna alla daga á milli klukkan tvö og níu og segir Sigrún það gera félaginu kleift að bæta við æfingum og bjóða fleirum að æfa fimleika. Veruleg fjölgun er því í félaginu. Sjá nánar bls. 15 Kom sér upp merkjakerfi Helga Ólöf Oliversdóttir, sjúkraliði á Akranesi ,sá það í byrjun Covid faraldursins síðasta vor að veiran myndi hafa afgerandi áhrif á samskipti og daglegar venjur fólks. Hún ákvað að fara í sjálfskipaða sóttkví. Fer ein á hverjum morgni í gönguferð, tekur með sér kaffibolla og kaffi og stillir bollanum upp í náttúrunni - og tek- ur mynd. Myndinni póstar hún svo á Facebook síðu sína, segist hafa með þessu móti getað látið vini og vandamenn vita af sér. Þessari iðju hefur hún haldið óslitið síðan alla morgna. Er árris- ul og hefur farið í sína daglegu morgungöngu klukkan fimm að morgni undanfarna 150 daga. Sjá nánar bls. 16 „Ég er svona original“ Hann var útnefndur Snæfellsbæingur ársins árið 2016. Fæddur á Hellissandi og alinn upp í Rifi á Snæfellsnesi. Hann er náttúrubarn, nátt- úruverndarsinni og mikill sagnamaður. Þetta er hann Sæmundur Kristjánsson. Blaðamað- ur kíkti í heimsókn til þeirra hjóna, Sæmundar og Auðar Grímsdóttur, í liðinni viku á heimili þeirra í Rifi. „Ég er svona original eins og mað- ur segir,“ segir Sæmundur. Sjá nánar bls. 12

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.