Skessuhorn - 26.08.2020, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 202010
Skyndilegt flóð varð í Hvítá í Borg-
arfirði á mánudaginn í liðinni viku.
Náði það hámarki sínu um klukk-
an tvö aðfararnótt þriðjudags þegar
rennsli árinnar hafði á hálfum sól-
arhring nær þrefaldast, farið úr 95
rúmmetrum á sekúndu í 257 rúm-
metra samkvæmt rennslismæli við
Kljáfoss. Ekki voru vitni að flóð-
inu meðan það var í hámarki, enda
nótt og myrkur. áhrifin voru þó
vel sýnileg næsta dag. áin hafði
víða flætt yfir bakka sína og skildi
hvarvetna eftir aur og sand. ástæða
flóðsins var að ísveggir uppistöðu-
lóns, sem safnast hafði upp í vest-
anverðum jaðri Langjökuls, höfðu
gefið eftir og ruddist gríðarlegt
magn vatnsblandaðs jökulleirs fram
af ógnarkrafti. Leitaði flóðið sér
farveg í Svartá, sem alla jafnan er
þurr, rann sunnan við Hafursfell
og þaðan niður í Hvítá á söndunum
sunnan við Kalmanstungu.
Áhrifa gætti frá jökli og
út í fjörð
Blaðamaður Skessuhorns fór í vett-
vangsferð um bakka Hvítár á mið-
vikudag. Allt frá þeim stað þar sem
árfarvegur Svartár rennur í Hvítá
og niður meðfram bökkum árinn-
ar í Hvítársíðu og Hálsasveit mátti
greina áhrif aurflóðsins. Hvarvetna
mátti sjá merki þess að vatnsborð
árinnar hefði hækkað um þetta 1,2
til 1,5 metra. Gríðarlegt magn af
límkenndum jökulleir hafði safnast
á áreyrar og upp á bakka. á nokkr-
um stöðum mátti sjá dauða laxa á
bökkunum. Lax sem hreinlega hef-
ur kafnað þegar áin breyttist í leir-
blandað þykkt vatn, enda var það
líkast steinsteypu, samkvæmt sjón-
arvottum á þriðjudagsmorgun. Auk
áhrifa ofan til í Hvítá mátti glöggt
sjá á fjöru að Borgarfjörður ofan við
Borgarfjarðarbrú hefur breyst mik-
ið. Sandhólar sem sjáanlegar voru
á firðinum voru allmikið stærri og
víðfeðmari en daginn áður. Litlu
mátti muna að flóðið næði upp í
gólf brúarinnar yfir Hvítá ofan við
Húsafellsskóg aðfararnótt þriðju-
dags.
Óttast um fiskstofna
í ánni
á þriðjudagsmorgni var verulega
dregið úr hlaupinu. áin var kom-
in niður í rúmlega 80 rúmmetra
rennsli um hádegisbil. „áin var í
rauninni eins og fljótandi steypa
þegar ég sá hana á þriðjudagsmorg-
un,“ segir Kristrún Snorradóttir á
Laxeyri í samtali við Skessuhorn.
Hún hefur miklar áhyggjur af áhrif-
um flóðsins á lífríkið í Hvítá. Hún
fór í vettvangsferð meðfram ánni á
miðvikudaginn og sá þá dauða laxa
sem hafði skolað á land á nokkr-
um stöðum. Vargfuglar voru fljót-
ir að leita upp hræ fiskanna, en gera
má ráð fyrir að dauðum laxi og sil-
ungi hafi einkum skolað niður með
beljandi árflaumnum allt til sjáv-
ar. Menn binda vonir við að hluti
af viðkvæmum stofni Hvítárbleikj-
unnar hafi bjargast að því gefnu
að fiskurinn hafi verið kominn til
hrygningar upp í kaldavermslárnar
sem renna í Hvítá. „Ég óttast mjög
að lífríkið í Hvítá hafi farið illa. áin
var nefnilega ekki eins og venjuleg á
í þessu flóði. Ef maður notar mynd-
líkingu mætti ímynda sér hana eins
og ef Loftorka hefði hleypt öllu úr
steypustöðinni hjá sér og út í bæjar-
lækinn,“ sagði Kristrún.
Fiskifræðingar frá Hafró munu á
næstu vikum rannsaka áhrif flóðs-
ins á fiskstofnana í ánni. Sigurður
Már Einarsson fiskifræðingur stað-
festi það í samtali við Morgunblað-
ið fyrir helgina.
Flugu yfir
upptök flóðsins
Ekki var skyggni til að fljúga yfir
Langjökul fyrr en á fimmtudags-
morgun. Þá flugu feðgarnir Berg-
þór Kristleifsson og Arnar Berg-
þórsson fyrstir yfir jökulinn til að
kanna upptök flóðsins. Eftir flug-
ferðian sögðu þeir ástæðu flóðsins
þá að Langjökull væri að hopa. Við
jökulröndina í krikanum sauðaust-
an við Hafursfell hefði myndast
nýtt jaðarlón sem skyndilega hefði
tæmst. Vatnið í lóninu hafi valið
sér nýja leið undir jökulinn, runn-
ið suðurfyrir Hafursfell og í gamlan
árfarveg Svartár sem sameinast síð-
an Hvítá niðri á láglendi. áður rann
úr þessu lóni norður fyrir Hafurs-
fell og þaðan niður í Hvítá. Svartá
hefur því vaknað til lífs að nýju
og er komin til að vera, að sögn
þeirra feðga. Þeir sögðu í samtali
við Skessuhorn að nýja lónið væri
tveir til þrír ferkílómetrar að flatar-
máli og tugir metra að dýpt þar sem
það var dýpst. Búast megi við því að
lónið, sem verður til vegna bráðn-
un jökulsins, muni auka vatnsmagn
í Hvítá til frambúðar og sömuleiðis
að áin verði áfram leirblönduð um
tíma.
Hundraðfalt
flóðinu í Andakílsá
Bráðabirgðaniðurstöður benda til
þess að rúmmál flóðsins hafi ver-
ið u.þ.b. 3,4 milljónir rúmmetr-
ar af leirblönduðu vatni. á einum
klukkutíma þegar flóðið var í há-
marki runnu tæpir milljón rúm-
metrar úr lóninu og þurrkuðu að
líkindum upp stóran hluta þess
fiskistofns sem hélt til í ánni. til
samanburðar má nefna að sérfræð-
ingar telja að þegar aurblönduðu
vatni var af slysni hleypt úr uppi-
stöðulóni ofan við Andakílsár-
virkjun og í Andakílsá fyrir þremur
árum, og þurrkaði upp allt líf þar,
er talið að 32.000 rúmmetrar hafi
runnið í ána, eða tæplega 1% þess
aurflóðs sem rann í Hvítá á nokkr-
um klukkutímum í síðustu viku.
Jöklar víða að hopa
og breytast
Kristjana G Eyþórsdóttir, sérfræð-
ingur á vatnasviði Veðurstofu Ís-
lands, staðfesti í samtali við Skessu-
horn að ekki væri vitað um sumar-
flóð af þessari stærðargráðu síðan
í mars 2004. Hún fór ásamt fleiri
sérfræðingum í þyrluflug yfir jök-
ulinn á fimmtudaginn. tómas Jó-
hannesson, fagstjóri á sviði jökla-
rannsókna á Veðurstofu Íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að jökullinn hefði þynnst mikið á
þessu svæði á undanförnum árum.
Lón við jaðar Langjökuls suður af
Eiríksjökli hafi stækkað samfara
hörfun jökuljaðarsins. Það hafi til
þessa haft afrennsli til norðurs og
runnið úr því í Flosavatn. Rennslis-
leið hafi síðan opnast undir jökul-
sporðinn og lónið skyndilega nán-
ast tæmst. „Þetta skyndilega flóð
úr Langjökli niður farveg Svartár
Milljónir rúmmetra af aurblönduðu vatni
runnu undan jaðri Langjökuls
Áhrifa flóðsins gætir á lífríki Hvítár og umhverfi árinnar allt niður í Borgarfjörð
Þessi mynd var tekin við Barnafoss að morgni þriðjudags þegar hlaupið var nánast yfirstaðið. Áin var þó enn eins og fljótandi
steypa á litinn. Ljósm. Þórhildur M. Kristinsdóttir.
Uppistöðulón undan jökulröndinni braut sér leið fram og rann um farveg Svartár í
krikanum suðaustur af Hafursfelli. Myndin er tekin á fimmtudaginn.
Ljósm. Arnar Bergþórsson.
Af verksummerkjum mátti sjá að einungis vantaði 40 cm upp á að flóðið næði upp
í gólf brúarinnar yfir Hvítá ofan við Húsafell. Ljósm. mm.
Hér er útprentun af rennslismælinum við Kljáfoss. Rennsli árinnar fór úr 95 rúmmetrum á mánudaginn og upp í 257 rúmmetra
þegar það var í hámarki á öðrum tímanum aðfararnótt þriðjudags.
Vargfuglinn var fljótur að setjast að
veisluborði við Hvítá. Myndin tekin
af dauðum laxi ofan við Brúarás á
miðvikudaginn.
Ljósm. Kristrún Snorradóttir.