Skessuhorn - 26.08.2020, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 202016
Helga Ólöf Oliversdóttir sjúkra-
liði á Akranesi sá það í byrjun Co-
vid faraldursins síðasta vor að veir-
an myndi hafa afgerandi áhrif á
samskipti og daglegar venjur fólks.
Í stað þess að hitta vini sína dag-
lega, til dæmis í skipulögðum
gönguferðum, yrði minna úr slík-
um mannlegum samskiptum. Sjálf
ákvað hún að fara í sjálfskipaða
sóttkví. Því fer hún ein á hverjum
morgni í gönguferð, tekur með sér
kaffibolla og kaffi og stillir boll-
anum upp í náttúrunni - og tekur
mynd. Myndinni póstar hún svo
á Facebook síðu sína, segist hafa
með þessu móti getað látið vini og
vandamenn vita af sér ef svo má
segja. Þessari iðju hefur hún haldið
óslitið síðan alla morgna. Er árrisul
og hefur farið í sína daglegu morg-
ungöngu klukkan fimm að morgni
undanfarna 150 daga.
„Mér fannst þetta jákvætt inn-
legg í mannlífið. Vinkona mín og
nafna, Helga Höskuldsdóttir, átti
reyndar hugmyndina. Báðar höf-
um við haldið svipaðri iðju síðan,
en hvor á sinn hátt. Ennþá hitt-
umst við þó af og til með bollana
okkar, til dæmis í gær,“ sagði Helga
Ólöf þegar blaðamaður hitti hana
að máli í fjöruborðinu við Langa-
sand síðastliðinn mánudag. Helga
segir að margt hafi breyst í lífi fólks
með tilkomu Covid. „Hér voru
reglulega farnar heilsueflingar-
göngur á vegum hóps eldri borg-
ara, en þegar kaffihúsum var lok-
að og samkomutakmarkanir settar
breyttist margt í samskiptum fólks.
Sjálf fór ég í sjálfskipaða sóttkví.
tilgangurinn með þessum mynd-
um af bollunum mínum úti í nátt-
úrunni var ekki síst sá að láta fjöl-
skylduna mína vita að ég hefði það
gott. Börnin mín búa annarsstað-
ar á landinu og úti í Ameríku, en
ég á þrjú börn og sjö barnabörn.
Þannig kom ég upp svona eigin-
legu merkjakerfi til að láta þau vita
af mér,“ segir Helga Ólöf, en eig-
inmaður hennar, Pálmi Pálmason,
féll frá fyrir tæpum tveimur árum
og býr hún því ein. „Svo má ekki
gleyma því að dagleg morgun-
ganga er afskaplega holl og hana
fer ég að læknisráði. Náttúran hér
á Akranesi og í nágrenni bæjarins
er sömuleiðis falleg og margbreyti-
leg og alltaf hægt að finna nýtt
„mótív“ til að stilla upp bollunum.
Mér finnst þessar myndir boða já-
kvæðni og stilli þeim upp við ólík-
ar aðstæður í breytilegu landslagi.
Með þessum færslum á Facebook
síðunni minni hef ég uppskorið
allskyns jákvæð samskipti við ýmsa
vini mína, fyrrum vinnufélaga og
fjölskyldu á hverjum degi.“
Bollana sem Helga Ólöf fer með
hverju sinni velur hún af handa-
hófi úr eldhússkápnum. Gjarn-
an ekki þann sama tvisvar. „Mér
finnst fjölbreytileikinn nást fram
bæði með bollunum og þeim ólíku
stöðum sem ég stilli þeim upp á,“
segir hún. Þegar ljósmyndari fékk
að hitta Helgu að máli var hún hins
vegar með alveg einstakan bolla.
Kemur hann úr stelli sem fylgt hef-
ur fjölskyldunni hennar í heila öld.
„Þessi bolli er úr stelli sem amma
mín Helga Oliversdóttir og afi,
Ólafur ásmundsson, hjónin sem ég
var skírð í höfuðið á, fengu í brúð-
argjöf fyrir hundrað árum síðan.
Þau byggðu síðar húsið sitt Háteig
hér á Akranesi árið 1932. Þetta er
því ættargripur sem ég var reynd-
ar búin að koma í hendur dóttur
minni til varðveislu, en fékk lán-
aðan af því þessi myndataka átti
að fara fram,“ segir hún við blaða-
mann.
Leitar stuðnings til að
gefa út á bók
Helga Ólöf segist eiga þann draum
að geta komið þessum myndum úr
gönguferðunum sínum fyrir í litlu
kveri eða bók sem hún vill endilega
getað gefið út. „Ég sótti um styrk til
Akraneskaupstaðar til að geta kost-
að prentun þessara mynda í lítinn
bækling eða bók. Ef ég fæ styrkinn
vona ég í staðinn að bæjarfélag-
ið mitt vilji gefa bæklinginn hverj-
um sem vill eignast hann. Því stefni
ég á að vera búin að prenta bókina
fyrir Vökudaga, ef stuðningur fæst.
á forsíðunni verður mynd sem
áslaug Benediktsdóttir listakona
gerði, en hún ákvað sömuleiðis í
upphafi Covid að mála eina mynd á
dag. Eina slíka mynd gaf hún mér.“
Aðspurð segist Helga Ólöf ekki
vita hversu lengi enn hún muni
halda áfram þessari iðju að mynda
kaffibolla í náttúrunni að morgni.
„Ég veit ekki nema þetta breytist
þegar hausta tekur og ekki verður
lengur birta til að taka svona morg-
unmyndir. En hver veit,“ sagði hún
að endingu. mm
Lætur vita af sér með kaffi-
bollamynd á hverjum degi
Helga Ólöf Oliversdóttir á Langasandi með kaffisopann sinn. Bollinn er úr stelli sem amma hennar og afi fengu í brúðkaups-
gjöf fyrir hundrað árum. Ljósm. mm.