Skessuhorn - 26.08.2020, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 2020 17
Gunnar Svanlaugsson tók að sjálfsögðu þátt í hlaupinu.
Hlupu fyrir Berglindi í Stykkishólmi á laugardaginn
Glaðbeittir hlauparar úr körfunni. Hlaupaleiðir voru allar skipulagðar innanbæjar.
Berglind og fjölskylda hennar féllust í faðma að hlaupi loknu.
Síðastliðinn laugardag var boðað
til áheitahlaups í Stykkishólmi til
stuðnings Berglindi Gunnarsdótt-
ur, 27 ára körfuboltakonu úr Snæ-
felli og læknanema við HÍ. Berg-
lind slasaðist á hálsi og mænu í rú-
tuslysi í byrjun þessa árs og er nú í
stífu endurhæfingarverkefni. Mik-
ið keppnisskap hefur hjálpað henni
í gegnum hennar endurhæfingu,
en þó er enn langt í land að hún nái
fullum bata. Það var hlaupahópur-
inn „Hlaupum fyrir Berglindi“ sem
stóð fyrir skipulagningu hlaupsins
að frumkvæði þeirra Gunnhildar
Gunnarsdóttur og Sigríðar Erlu
Sturludóttur. Höfðu þær áður safn-
að áheitum fyrir sinn málstað því
hópurinn hugðist hlaupa í Reykja-
víkurmaraþoninu sem átti að fara
fram á laugardaginn, en var slegið
af vegna Covid. „Við ákváðum að
henda í hlaup í Stykkishólmi fyrst
ekkert varð úr maraþoni. Við erum
stór og þéttur hópur, sambland af
Hólmurum, fjölskyldu og vinum,
ásamt góðu fólki úr körfuboltanum
og læknisfræðinni,“ sagði Sigríður
Erla Sturludóttir forsprakki mál-
staðarins, Hólmari og góðvinkona
Berglindar, í samtali við Skessu-
horn. Um áttatíu manns skráðu sig
í hlaupið sem fram fór í einmuna
veðurblíðu í Stykkishólmi á laug-
ardaginn.
Óhætt er að segja að áheita-
hlaupið hafi snert við taugum
íbúa í Stykkishólmi. Sumarliði ás-
geirsson ljósmyndari Skessuhorns
fylgdist með hlaupinu og seg-
ist aldrei hafa upplifað annan eins
samhug meðal íbúa, hvorki fyrr né
síðar. Þegar áttatíu hlauparar ýmist
hlupu hálft maraþon, tíu kílómetra
hlaup eða skemmtiskokk um bæ-
inn. Hvarvetna á götuhornum og
meðfram hlaupaleiðum voru íbú-
ar úti og hvöttu hlaupara til dáða.
„Það er engum blöðum um það að
fletta að íbúar hér í Stykkishólmi
bera hlýjar taugar til Berglindar,“
sagði Sumarliði. Samkennd meðal
hlaupara var sömuleiðis mikil og
þrátt fyrir að ekki væru allir í góðri
æfingu, lögðu menn allt í sölurnar
til að ljúka sinni hlaupalengd. „Fólk
píndi sig áfram, náði marki og all-
ir með bros á vör. Einhvern veginn
virkaði þetta því betur en ef sömu
hlauparar hefðu verið í Reykjavík-
urmaraþoninu, því hlaupið og öll
umgjörð þess var svo vel sýnileg
bæjarbúum, vinum og fjölskyldu
Berglindar. Maður fékk eiginlega
gæsahús á hverju götuhorni að
finna þá hvatningu sem bæjarbúar
sýndu og þann mikla samhug sem
hvarvetna mátti sjá og finna. Þann-
ig var þetta einstök stund,“ sagði
Sumarliði.
Hann segir að í hlaupinu hafi ver-
ið áberandi einstaklingar úr körfu-
boltanum, landsliðskonur í körfu-
bolta, vinir og velunnarar. „Veit-
ingastaðir bæjarins lögðu hönd á
plóg. Narfeyrarstofa, Sjávarpakk-
húsið og Skipperinn grilluðu pyls-
ur gegn vægu gjaldi þegar hlaupar-
ar koma í mark. Svo var frábært að
þeir félagar Justin Shouse og Lýð-
ur Vignisson mættu með Vængja-
vagninn sinn í Skúrinn og seldi yfir
tvö þúsund kjúklingavængi og rann
allur ágóði af sölunni í söfnunina,“
segir Sumarliði.
Fyrir helgi höfðu yfir sjö milljón-
ir króna safnast og bættist verulega
í þá upphæð um helgina, en söfn-
uninni lýkur í dag, 26. ágúst. Mun
allur peningur sem safnast renna
til að létta undir með Berglindi í
kostnaðarsömu endurhæfingar-
ferli en einnig til að hjálpa henni
að komast aftur út í lífið eftir þetta
áfall. Hægt er að leggja söfnuninni
lið með að leggja inn á styrktar-
reikning; r.nr. 0301-26-012379, kt.
480720-0160. mm/glh
Sigríður Erla, sem skipulagði hlaupið
ásamt Gunnhildi Gunnars, hér við
markið með Berglindi.
Heimafólk setti upp drykkjustöðvar fyrir hlauparana á víð og dreif um bæinn. Þá
bauð Stykkishólmsbær öllum hlaupurum frítt í sund að hlaupi loknu.
Hvarvetna í görðum og á götuhornum var fólk mætt til að hvetja hlaupara til
dáða.
Móðurbróðir Berglindar veifar hér til ljósmyndara.
Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona landsins tók þátt ásamt Finni
eiginmanni sínum, þrátt fyrir að Helena væri komin langt á leið á meðgöngu.