Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Side 14

Skessuhorn - 09.08.2020, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 202014 Fyrstu göngur og réttir á Vestur- landi eru nú afstaðnar. Um liðna helgi var t.d. réttað í Nesmels- rétt í Hvítársíðu og Kaldárbakka- rétt í Kolbeinsstaðahreppi. Í dag, miðvikudag, verður svo réttað fé af Lunddælingaafrétti í Oddsstaðarétt. Bændur eru nú lagðir af stað í nokk- urra daga leitir en víða verður rétt- að um næstu helgi. Bændur halda því til fjalla og smala fé sínu, ýmist af afrétti eða heimalöndum. Ein af fjölmennari heimasmalamennskum í þessum landshluta er skipulögð frá Brekku í Norðurárdal. Þar er Vesturfjall smalað, en leitarsvæð- ið nær frá Bröttubrekku, að Vikra- felli og fjallendið ofan við bæina allt vestur að Borghreppingaafrétti, en á milli þessara afrétta er ekki girð- ing. Smalamennskan er skipulögð af bændum sem landið eiga, þ.e. á Hvassafelli, Hraunsnefi, Brekku og Hreðavatni. Safnið er svo rekið heim til Brekkuréttar, en hún verður næstkomandi sunnudag. Þórhildur Þorsteinsdóttir og Elv- ar Ólason eru bændur á Brekku þar sem er stærsta fjárbú sveitarinnar. Þórhildur segir í samtali við Skessu- horn að samkvæmt álagningareðli þurfi þau að skaffa tíu manns í fyrstu og aðra leit ásamt leitar- og réttar- stjórn. Aðrir bæir sem eiga land að afréttinum skaffa einn til tvo menn enda fé á þeim fátt eða ekkert. „En við látum yfirleitt fleiri menn í göngur fyrir okkur. Ætli það fari því ekki 12 til 15 manns í hvora leit fyr- ir okkur núna,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Sjálf smalamennsk- an tekur einn dag. En hvernig hefur Brekkubændum gengið að manna svo fjölmenna smalamennsku? „Það hefur gengið mjög vel undanfar- in ár. Hér er kominn stór kjarni af rösku fólki sem er búinn að koma haust eftir haust og er fólkið farið að þekkja landið eins og við heima- fólkið. Þannig erum við heppin. Svo reynum við að gera vel við smal- ana okkar í mat og drykk að lokinni smölun,“ bætir hún við. mm/ Ljósm. úr einkasafni Nýtt 1.224 fm gróðurhús hefur nú verið reist við garðyrkjustöðina Laugaland í Borgarfirði. Þórhallur Bjarnason, einn af eigendum, gerir ráð fyrir að í húsinu verði hægt að framleiða 200 tonn af gúrkum ár- lega en fyrir hafa verið framleidd um 350 tonn á stöðinni á ári. Að- spurður segir Þórhallur fyrstu upp- skeruna úr nýja húsinu vera vænt- anlega snemma á næsta ári. „Við stefnum á að byrja að planta í húsið í desember svo það ætti að verða til uppskera fljótlega á nýju ári,“ seg- ir hann. Aðspurður segir Þórhall- ur nýja húsið koma til með að gera mikið fyrir framleiðsluna. „Húsið er byggt fyrir gróðurhúsalýsingu og eru aðstæður til ræktunar og vinnu mjög góðar miðað við eldri hús,“ segir hann. arg Nýtt gróðurhús risið á Laugalandi Nýtt gróðurhús byggt á garðyrkjustöðinni Laugalandi. Feðgarnir Þórhallur Bjarnason og Hjalti Þórhallsson við nýja gróðurhúsið.Þannig er nú umhorfs inni í gróðurhúsinu. Þessi mynd er frá því haustið 2018. Réttarstjórinn lokar ávalt síðastur hliðinu þegar safnið er komið inn í hólf. Brekkubændum hefur gengið vel að manna fjölmenna leit Hópur smala sem fór af á Bröttubrekku ásamt bílstjóra og aðstoðarbílstjóra. Myndin er frá haustinu 2018. Smalarnir frá Brekku hafa allir talstöðvar með í för og geta þannig haft samskipti sín á milli í fjöllunum. Hér er tækjakosturinn í hleðslu tilbúinn fyrir tíu tíma smala- mennsku. Haldið af stað. Allra veðra er von á þessum árstíma. Hér er þokusúld og skyggni takmarkað. Haldið í smalamennskur haustið 2017. Féð komið í aðhald heima á bæ eftir tíu tíma göngur. Mynd frá 2015.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.