Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Qupperneq 4

Skessuhorn - 09.12.2020, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hið seiðandi augnaráð Hafið þið hugleitt að augun eru sá líkamshluti sem flestir taka eftir þegar þeir hitta manneskju í fyrsta skipti? Augnaráð er af þeim sökum afar mikilvægt við fyrstu kynni og gefur sterka vísbendingu um hinn innri mann. Margir vita þetta og nýta því tækifærið til að koma á framfæri mikilvægum skilaboðum þegar önnur manneskja stendur framan við þá, enda má segja ótrúlegustu hluti með fallegu augnaráði. Ég er ekki endilega að segja að karlmaður verði að blikka konu ef honum líst á hana, en vissulega hefur það jú stundum hjálpað. Augun eru nefnilega spegill sálarinnar. Augnaráð þeirra sem eru feimnir eða hlédræg- ir verður flöktandi en hinir sjálfsöruggu nota augun til að fanga óskipta athygli viðmælanda sinna. Af þessum sökum eru augun og hjartað langsamlega algeng- asta yrkisefni skáldanna og þeirra sem lýsa samskiptum fólks, eða eins og Ólaf- ur Gaukur kvað: „Bláu augun þín blika djúp og skær, lýsa leiðina mína líkt og stjörnur tvær…“ Augun hafa aldrei gegnt mikilvægara hlutverki en einmitt nú, árið 2020. Kem nánar að því síðar. Áður en lengra er haldið má ég til með að segja ykkur frá skemmtilegri lífs- reynslu sem ég varð fyrir í síðustu viku. Ég stóð framan við brauðhilluna í Bón- us þegar kappklædd kona á mínu reki kemur inn úr kuldanum. Hún var með húfu niður undir augabrúnir og gríman náði upp að augunum. Hún vindur sér að mér og segir stundarhátt: „Komdu nú sæll og blessaður!“ Ég lít á kon- una, virði hana fyrir mér í augnablik og hugsa; á ég að þekkja þessa konu? Augnablikið verður vandræðalegt, ég fer að hugsa; hver á þessi augu, hver er þessi hressilega kona? Jú, augum hennar svipaði til konu sem ég kannast lítil- lega við úr sveitinni og holningin var áþekk, þó var þetta ekki hún. Vandræða- lega augnablikið var þó ekki lengra en svona þrjár sekúndur og ég svara henni; „komdu sæl sjálf, en þekkjumst við?“ Þá skellir konan uppúr og brosviprur fær- ast í kringum ómáluð augu hennar og hún segir: „Nei, við þekkjumst ekki. Ég hef bara svo ótrúlega gaman af að hrekkja fólk af og til. Stunda það að heilsa grímuklæddu fólki sem ég þekki ekkert með þessu móti. Undantekningarlaust verður fólk ægilega vandræðalegt og veit ekkert hvernig það á að svara. Jafn- vel svo vandræðalegt að það bjargar fyrir mér deginum,“ sagði konan og hlær nú svo hátt að gríman flyksast framan í henni eins og slitinn 17. júní fáni. Ég þakkaði henni fyrir húmórinn, fannst hann virkilega góður og hef hálfpartinn hlegið að þessu síðan. Grímuskyldan á tímum kóvid, þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna, hefur vissulega fært ýmislegt áhugavert í ljós. Ég hef t.d. heyrt af kon- um sem sparað hafa talverða vinnu við að „setja upp andlit“ þótt þær þurfi t.d. að skreppa út í búð. Nóg að setja upp smá augnskugga og maskara, en geta spar- að kinna- og varalit, enda bara vesen. Liturinn klessist hvort eð er bara í grím- una innanverða. Og einmitt á tímum kóvid er grímunotkun nauðsynleg. Auk þess að frussa ekki út í loftið þá ómeðvitað minna þær okkur á að fara varlega í samskiptum við fólk sem vill náttúrlega forðast smit eða smita aðra. Gríman er því áminning um að við berum virðingu fyrir reglunum og ekki síst öðru fólki. Svo má ekki gleyma því að góðar grímur minna okkur rækilega á ef við til dæm- is höfum gleymt að bursta tennurnar. En sökum þess að nú í kuldatíðinni erum við kappklædd með húfur og hanska og auk þess með grímur fyrir hálfu andlitinu, erum nánast óþekkjanleg eins og geimverur. Þá er afskaplega mikilvægt að við notum augun í samskiptum við annað fólk. Hvort sem við þekkjum það eða ekki. Augun tala nefnilega sínu máli. Bros til fólks á förnum vegi hefur aldrei skaðað og fölskvalaust bros frá hjartarótum nær til augnanna. Þannig þurfum við ekkert endilega að segja neitt þegar við hittum ókunnugt fólk úti í búð; heldur brosa, kinnka kolli og svo má muldra góðan daginn í gegnum grímuna ef vill. Svo þegar við komum að kass- anum og ætlum að borga með snjallsímanum, þá brosum við einnig, jafnvel þótt síminn sé hættur að þekkja mann í þessu dulargervi og alltaf þurfi að slá inn öryggisnúmerinu til að tengjast. Samt skulum við brosa til afgreiðslumannsins, láta brosið ná til augnanna og senda þannig hlýja strauma til hans og annarra, líka konunnar við brauðhilluna sem var með húmorinn í stakasta lagi. Magnús Magnússon Starfsmenn Vegagerðarinnar og fleiri unnu nýverið við að ná nið- ur tveimur björgum í bröttum sker- ingum í Bröttubrekku. „Þessi björg höfðu valdið okkur nokkru hugar- angri en við tókum eftir því að þau voru að mjakast lengra og lengra fram. Við óttuðumst að þau myndu hrynja og lenda á, eða í veg fyrir ökutæki,“ sagði Sæmundur Krist- jánsson yfirverkstjóri þjónustu- stöðvar Vegagerðarinnar í Búð- ardal. Vegagerðinni höfðu einnig borist ábendingar frá vegfarend- um og því var ákveðið að ráðast í að ná björgunum niður. Lögregl- an aðstoðaði Vegagerðarmenn við aðgerðina og lokaði veginum öðr- um megin og starfsmenn Vega- gerðarinnar hinum megin. Drátt- arbíll frá KM þjónustunni í Búða- dal var fenginn á staðinn en hann er bæði með öflugt spil og langan spilvír. Aðstæður voru góðar þar sem dráttarbíllinn gat verið all- ur utan vegar og var ekki í neinnu hættu. Spilvírinn var svo festur í fyrra bjargið og það spilað niður, og eins farið með seinna bjargið. „Við höfum aldrei gert þetta áður og ekki var ljóst hvort þetta myndi heppnast en þetta tókst svona ljóm- andi vel,“ segir Sæmundur sem átti hugmyndina að því að nota spil til verksins. Ekki þurfti að loka veginum nema í klukkutíma og aðgerðin í heild tók fjóra tíma, frá upphafi og þar til búið var að hreinsa allt grjót af veginum. mm Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju í Stykkishólmi um nónbil á föstudaginn, og byrj- að var að afferma skipið, reyndist það ekki hægt. Ástæðan var sú að of mikil fjara var þegar skipið lagð- ist að bryggju sem orsakaði það að of bratt var fyrir fulllestaðan flutn- ingabíl að aka úr skipinu. Sat bíll- inn því fastur og hamlaði sömu- leiðis för annarra bíla úr ferjunni. Á bryggjunni biðu svo nokkrir bílar sem til stóð að aka um borð og sigla með á Brjánslæk. Ekki var pláss fyr- ir þá alla í ferðinni, enda voru þeir óvenju margir vegna slæmrar færð- ar landveginn. Fiskflutningar að vestan eru auk þess að aukast til muna og því ljóst að Baldur er barn síns tíma. Síðari ferð skipsins seink- aði því fram undir kvöld eða þar til nægjanlega var búið að falla að til að aka bílnum frá borði. sá Varaafl hefur verið bætt á 68 fjar- skiptastöðum um land allt í fyrri áfanga við umfangsmiklar endurbæt- ur. Tilgangurinn er að efla rekstrar- öryggi í fjarskiptum eftir mikil óveð- ur sem gengu yfir landið í desember 2019. Settar hafa verið upp 32 nýj- ar fastar vararafstöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjar- skipta, tenglar fyrir færanlegar raf- stöðvar settir upp á 26 stöðum, ljós- leiðaratengingum fjölgað og ýmsar endurbætur gerðar á öðrum stöðum. Varaaflsverkefninu var skipt í tvo áfanga. Í fyrra áfanganum var unn- ið að verkefnum á Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austur- landi. Stefnt er að því að 100 milljón- ir króna bætist við verkefnið á næsta ári. Þá verður hugað að varaaflstöðv- um á Suðurlandi, Vesturlandi og suð- vesturhorninu. Þó hefur þegar tekist gera ýmsar úrbætur á Vestur- og Suð- urlandi í tengslum við fyrri áfangann en þeirri vinnu verður haldið áfram. Hér á Vesturlandi var í fyrri áfanga verkefnisins bætt varaafl á tveimur stöðum í Dalabyggð; á Laxárdals- hálsi og Tjaldanesi í Saurbæ. mm Steinn að falla. Ljósm. Vegagerðin. Björg spiluð niður af Bröttubrekku Of lágsjávað þegar landa átti úr Baldri Varafli komið fyrir á fjarskiptastöðum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.