Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 6
Mælst til að fólk velji sína eigin jólakúlu Samkvæmt gildandi reglugerð heil- brigðisráðuneytisins um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi 10. desember og gildir til 12. janúar 2020 er hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými 10. Það þýðir að aðventan verður frábrugðin því sem gengur og gerist fyrir marga. Almannavarnir hafa hvatt fólk til að búa til sína jólakúlu með sínum nánustu sem innihaldi að hámarki 10 manns. Athygli er vakin á því að börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með og ekki heldur þeir sem hafa fengið COVID-19. Á www. covid.is má finna ráðleggingar um hvernig gott er að haga málum yfir hátíðirnar, covid.is/­flokkar/­jol-og- aramot-2020. Njótum hátíðanna í samræmi við þessar leiðbeiningar og gerum þetta saman. Móta lýðheilsu- og forvarnastefnu Okkar heilsu Mosó - lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar ligg- ur nú frammi í samráðsgátt. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar samþykkti í júní 2019 að hefja vinnu við stefnumótun í lýðheilsu- og forvörnum fyrir Mosfellsbæ. Við undirbúning stefnumótunarinnar var lögð áhersla á að Heimsmark- mið og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna endurspeglist í lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar. Fram til 22. desember gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að kynna sér það efni sem nú liggur fyrir og koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Nýtum tækifærið og mótum lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar sam- an. Slóðin mos.is/­lydheilsa opnar samráðsgátt á Betra Ísland í viðmóti sem flestir þekkja í Okkar Mosó og fleiri lýðræðisverkefnum. N1 hefur opnað 50 kW hraðhleðslustöð við þjónustustöð sína í Háholti í Mosfellsbæ. Hægt er að greiða fyrir rafmagnið með N1 korti og lyklum, auk annarra hefðbund- inna greiðslumáta. Ekkert mínútugjald er greitt fyrir hleðsluna, aðeins fast gjald og er verðið 45 kr á kW. Stöðin kemur í staðinn fyrir hraðhleðslustöð frá ON. Kolefnissporin minnka „N1 heldur áfram forystuhlutverki sínu á þessu sviði og við viljum sem fyrr vera leiðandi í sölu orkugjafa á Íslandi. Með þessum nýju orkugjöfum minnkum við kolefnissporin og þetta fellur afskaplega vel við markmið númer 13 í Heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum,“ segir Hinrik Örn Bjarna- son, framkvæmdastjóri N1. Þægilegt aðgengi fyrir alla „Fjöldi N1 korthafa er yfir 70.000 og viljum við geta veitt okkar viðskiptavinum þægilegt aðgengi við greiðslu á rafmagni á rafbíla ásamt því sem við viljum veita við- skiptavinum okkar sem ekki eru korthafar skilyrðislaust aðgengi. Viðskiptavinir okkar geta greitt fyrir raf- magnið með greiðslukortum. Þannig geta allir hlaðið bílana hjá N1 ólíkt því sem ger- ist hjá öðrum sem bjóða upp á rafhleðslu. Við viljum þjónusta viðskiptavini óháð því hvaða orkugjafa þeir velja fyrir bílana sína.“ Ný 50 kW hraðhleðslustöð í notkun • „Viljum þjónusta viðskiptavini óháð orkugjafa“ N1 opnar rafhleðslustöð í Háholti hleðsla í háholtinu - Bæjarblað allra Mosfellinga6 Undibúningur hafinn fyrir bólusetningu Undirbúningur fyrir bólusetningu gegn COVID-19 er hafinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnt verður að bólusetja alla sem vilja á einungis örfáum dögum, komi nægt bóluefni til landsins, en enn liggur ekki fyrir hvenær það gæti orðið. Heilsugæslan er nú í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um mögulegt húsnæði og útfærslu á bólusetning- arátakinu. Samstarfið við almanna- varnir og sveitarfélögin veitir þann möguleika að nýta núverandi innviði sveitarfélaganna í húsnæði, bílastæðum og mannafla og hefur í því tilliti verið litið til skipulags á kosningum. Allt þetta átak miðar að því að vera tilbúin með útfærða áætlun þegar bóluefnið kemur. Ljóst er að aflýsa þarf brennum í Mosfellsbæ sem hefðu átt að vera á næstunni. Áramótabrenna og þrettándabrenna hafa verið fjölmennar en þær hafa verið haldnar við Leirvoginn, neðan Holtahverfis. Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur sem hafa verið skipulagðar á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða miðast við 10 manns og mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar. Það er ljóst að jól og áramót verða öðruvísi í ár vegna COVID-19. Brennur draga að sér fjölda fólks og vilja sveitarfélögin sýna ábyrgð í verki og aflýsa því þessum samkomum. Áramóta- og þrettándabrennu í Mosfellsbæ aflýst • Fjöldatakmarkanir til 12. janúar Öllum breNNum aflýst við þrettándabrennu í mosó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.