Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 og næstu þrjú ár þar á eftir var sam- þykkt í bæjarstjórn þann 9. desember. „Við gerð fjárhagsáætlunarinnar tókst okkur það meginmarkmið að verja þá þjónustu sem veitt er og skapa svigrúm til þess að bæta í þjónustu á nokkrum sviðum eins og ungbarnaþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Á sama tíma höldum við aftur af hækkunum og lækkum álögur sem eru þættir sem stuðla að viðspyrnu heimila og fyrirtækja,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Þjónusta varin í skugga heimsfaraldurs Aukning verður á nýjum plássum á leik- skólum fyrir 12-18 mánaða börn og er gert ráð fyrir að fjölga þeim um 30 á árinu 2021. Þá verður sem fyrr verulegum fjármunum varið til upplýsinga- og tæknimála og bættrar aðstöðu í grunnskólum bæjarins. Á sviði fjölskyldumála er gert ráð fyrir veitingu fimm stofnlána vegna undirbún- ings við byggingu á nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Einnig er gert ráð fyrir að stuðningsþjónusta hjá sveitarfélaginu verði efld og hugað að ákveðinni endurskipu- lagningu í starfsemi búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk. Nýta betur rafrænar lausnir Á sviði menningarmála verður stærsta verkefnið endurbætur á innra rými Hlé- garðs þar sem húsið verður fært nær upp- runalegu horfi og húsið nýtt sem megin- vettvangur menningarstarfsemi í bænum. Unnið verður að endurskoðun aðal- skipulags bæjarins og næstu skref stigin í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021 þar sem kallað verður eftir tillögum íbúa að verkefnum. Vinnu við seinni tvo áfanga Helgafellsskóla lýkur á næsta ári og undir- búningur hefst að byggingu nýs leikskóla í Helgafellshverfi. Heimsfaraldurinn hefur skapað tæki- færi til að nýta betur rafrænar lausnir við úrlausn daglegra verkefna og þjónustu við íbúa. Stefnumörkun til framtíðar Vinnu við lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar mun ljúka á næsta ári en stefnan liggur nú til umsagnar í drögum í samráðsgátt undir vinnuheitinu Okkar heilsu Mosó. Við endurskoðun á skóla- stefnu verður litið til þess að breikka skír- skotunina og líta á menntun í heild og að stefnan kallist menntastefna. Loks mun Mosfellsbær vinna að því á næsta ári að verða barnvænt sveitarfélag og innleiða með þeim hætti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vonaðist eftir samstöðu allra flokka „Fjárhagsáætlun ársins 2021 er unnin í skugga heimsfaraldurs en endurspeglar sterka stöðu sveitarfélagsins til að mæta tímabundnum fjárhagslegum áföllum. Minnkandi skatttekjur og aukinn rekstrar- kostnaður vegna kór- ónuveirunnar hefur neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélaga. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir um 567 m.kr. halla á rekstri sveitar- félagsins. Efnahagsleg áhrif faraldursins eru það mikil á rekstur sveitarfélagsins að óhjákvæmilegt er annað en að bæjarsjóður verði rekinn með halla. Hinn möguleikinn hefði verið að skera verulega niður í rekstri og þjónustu sveitarfélagsins. Það er ekki skynsamleg stefna við ríkjandi aðstæður og ég tel að okkur hafi tekist að verja þjón- ustu við íbúa. Mosfellsbær býr þannig að því að hafa verið með góðan og ábyrgan rekstur undanfarin ár og því hægt að reka bæjarsjóð með halla til skamms tíma þó að það leiði óhjákvæmilega til aukinnar skuldsetningar. Ég vil þakka starfsmönnum fyrir þeirra framlag við að setja saman fjárhagsáætl- un ársins og bæjarfulltrúum fyrir þeirra ábendingar og málefnalega umræðu í að- draganda samþykktarinnar. Ég bar þá von í brjósti að ná fram sam- stöðu allra flokka í bæjarstjórn á þeim viðsjárverðu tímum sem nú ríkja því að samstaðan er mikilvæg. Niðurstaðan varð hins vegar sú að fulltrúar annarra flokka en meirihlutans kusu að sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs sem er miður,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Haraldur Sverris- son bæjarstjóri Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 samþykkt • Minnihlutinn situr hjá • Gert ráð fyrir halla á rekstri Viðspyrna tryggð og þjónusta við íbúa varin í skugga heimsfaraldurs • Rekstrarniðurstaða neikvæð um 567 m.kr. • Skuldaviðmið við árslok 113,3%. • Áætlað veltufé frá rekstri verður jákvætt um 486 m.kr. eða tæplega 3,7% af heildartekjum. • Útsvarsprósenta óbreytt eða 14,48% af útsvarsstofni. • Tekjur verði 13.307 m.kr. • Gjöld án fjármagnsliða 12.673 m.kr. • Fjármagnsliðir 686 m.kr. • Fyrirhugað er að framkvæma fyrir 2.560 m.kr. sem að mestu rennur til skóla-, gatna- og veitumannvirkja. • Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um rúmlega 4,4% milli ára, en þeir eru nú um 12.600. • Hófleg hækkun gjaldskráa til samræm- is við stefnumörkun lífskjarasamninga. • Leikskólagjöld lækka um 5%. helstu tölur næsta árs mosfellsbær á fallegum degi Jólasveinarnir koma ekki í skóginn þetta árið þar sem þeir vilja fara eftir öllum regl- um. Þeir halda sig saman í jólakúlu uppi í Esjunni og hafa það gott. Þeir bera þó fyrir kveðjur til allra og koma galvaskir að ári. Það skal jú tekið fram að þeir geta leyft sér að laumast á nóttunni til að gefa börnunum í skóinn. Í Hamrahlíð er nóg af fallegum jólatrjám. Fólk getur farið í skóginn og höggvið sitt tré enda auðvelt að uppfylla þar 2 metra regl- una. Eins er nóg af trjám í rjóðrinu þar sem fólk getur valið sér jólatré sem hafa verið flutt þangað af svæðum skógræktarfélags- ins innan Mosfellsbæjar. Í Hamrahlíð verður opið alla daga fram til jóla, milli 10 og 16 um helgar og 12-18 á virkum dögum. Með því að kaupa jólatré af Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar er stuðlað að kolefnisbindingu í sveitarfélaginu. Skóg- ræktarfélagið gróðursetur allt að 30 tré fyrir hvert selt jólatré og stuðlar þannig að að bættu umhverfi, betri útivistarskógum og aukinni kolefnisbindingu. Auðvelt að uppfylla reglur í fjallinu • Nóg af fallegum trjám Jólaskógurinn í Hamrahlíð opinn alla daga til jóla skógræktarfélagið selur jólatré í hamrahlíð Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólinFélagsliðar stuðningsFulltrúar starfsmaður óskast í 75% starf í þjónustuíbúðarkjarna í skálahlíð 11 í Mosfellsbæ. um er að ræða dagvinnu alla virka daga, frá mánudegi til föstudags, frá klukkan 8:00-14:00, ráðið er í stöðuna frá áramótum. Við leitum að öflugum starfsmanni til liðs við okkur. Hér búa sjö íbúar um miðjan aldur með mismunandi þjónustuþarfir. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem þjónustan er einstaklingsmiðuð og þjónustuáætlunum þeirra er fylgt eftir í daglegu lífi, jafnt utan heimilis sem innan. Starfs- menn eru fyrirmyndir í starfi sínu, sýna frumkvæði og taka þátt í daglegu lífi íbúa. Góð samskipti og samvinna við fjölskyldur og vini íbúa eru mikilvæg jafnt og starfsmanna sín á milli. Við leitum að starfsmanni sem talar góða íslensku, er með bílpróf og hreint sakavottorð. Sýnir fram á sjálfstæð vinnubrögð, heiðarleika, góð mannleg samskipti og sveigjanleika. umsóknarfrestur er til 28. desember 2020. Frekari upplýsingar fást hjá Jónínu Árnadóttur forstöðuþroskaþjálfa í síma 530-6643/691-1992. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið jonina@skalatun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.