Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 14
 - Bæjarblað allra Mosfellinga14 Ari Jakobsson, 16 ára drengur úr Mos- fellsbæ, var að gefa út á Spotify sína fyrstu plötu. Platan nefnist ÖRVÆNTING og inni- heldur sjö lög. Ari sem kallar sig ferrARI býr til alla tónlistina og textana sjálfur auk þess að taka upp og hljóðblanda plötuna. „Þetta er hipp hopp, rapp plata, sem ég er rosalega ánægður með. Ég bý til alla taktana, sem textana, tek upp, tappa og mixa allt sjálfur. Þetta var skemmtilegt ferli og mikil reynsla,“ segir Ari. Sjö lög sem segja eina sögu „Það eru sjö lög á plötunni sem í heild sinni segja eina sögu eða eins og það kallast concept-plata. Saga er um strák sem er bál- skotinn í stelpu en í raun klúðrar málunum með því að reyna of mikið þannig að þetta þróast í hálfgerða örvæntingu hjá honum. Það þarf eiginlega að hlusta á plötuna frá byrjun til enda til að skilja söguna. Það er skrítið að vera að gefa út sína fyrstu plötu í þessu skrítna ástandi en ég hef helst notað samfélagsmiðla til að koma mér á framfæri, það kemur vonandi að því að maður geti farið að spila fyrir fólk.“ Mikil tónlist á heimilinu Það má segja að Ari sé sjálfmenntaður í tónlist en segist hafa fengið mikið og fjöl- breytt tónlistarlegt uppeldi en pabbi Ara er bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. „Pabbi er tónlistamaður og þar af leiðandi hef ég alist upp við tónlist allt mitt líf. Það er varla til sú tónlistarstefna sem ekki hefur verið spiluð á heimilinu. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á hvers- lags tónlist og langaði að prófa að gera mína eigin og prófa þetta ferli. Ég hef ekki farið í hefðbundið tónlistarnám, það hentar mér betur að læra bara sjálfur og læra það sem mig langar að læra.“ Frábær aðstaða í Bólinu Ari tók upp alla plötuna í kjallara Bólsins þar sem ungir tónlistamenn í Mosfellsbæ hafa aðstöðu til að sinna tónlistinni. „Það að hafa tækifæri á að nýta aðstöð- una í Bólinu er alveg brilljant. Ég tók upp alla plötuna þarna, það er ómetanlegt fyrir okkur krakkana í Mosó sem erum í tónlist að hafa kjallarann, þarna er frábær hljómsveitaaðstaða og stúdíó,“ segir Ari að lokum og hvetur alla til að hlusta á plötuna ÖRVÆNTING á Spotify. ÖRVÆNTING inniheldur sjö lög • Hægt að hlusta á Spotify Rapparinn ferrARI með sína fyrstu plötu platan er örvænting er komin á spotify Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Gleðileg jól Sendum Mosfellingum öllum nær og fjær bestu jóla- og nýárskveðjur. Vinstri græn í Mosfellsbæ Langleggur og skjóða Bókasafnið bauð leikskólum Mosfellsbæj- ar á jólasýninguna Langleggur og Skjóða sem leikhópurinn Lotta stendur fyrir. Hver skóli fékk sýna sýningu og gætt var að sóttvarnarreglum í hvívetna. Þetta var mikið fjör og gleðilegt að sjá líf í safninu eftir langa lokun. Langleggur og Skjóða eru systkini jóla- sveinanna, en þau hafa slegið víðsvegar í gegn um jólin síðustu ár. Skjóða ferðast milli jólahátíða með glænýja jólasögu á hverju ári sem er í raun skemmtilegur jólaleikþáttur úr Grýlu- helli. Langleggur bróðir hennar er mjög fyndinn og kemur oft með henni, hann er mjög flinkur á píanó og spilar undir sögunni. Eftir söguna syngja þau og dansa nokkur vel valin jólalög með börnunum. loksins líf í bókasafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.