Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Bragi Bergmann Steingrímsson 2. varamaður bbergman@hive.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is JÓlaKveðJa Við í félagstarfinu viljum þakka öllum þeim sem hafa heimsótt okkur á þessu ári og liðnum árum. Árið í ár var sannarlega öðruvísi út af dálitlu. Við vonum að næsta ár verði okkur öllum betra og höldum við áfram með okkar fjölbreytta starf þegar við fáum grænt ljós á það. Núna í haust héldum við rafrænan basar sem gekk afar vel og gátum við afhent félagsþjónustunni og kirkjunni 500 þúsund krónur í formi gjafabréfa sem koma sér afar vel fyrir þá sem þurfa á því að halda í bænum okkar góða. Við lítum björtum augum á komandi ár og hlökkum til að hitta ykkur öll sem allra fyrst. Við opnum mánudaginn 4. janúar kl. 13:00 en takmarkanir almannavarna gilda allavega til 12. janúar, sömu takmarkanir og sóttvarnir verða enn í gildi. Við sendum ykkur kæru vinir okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári og vonum að þið eigið góð jól í ykkar jólakúlu. Kærleikskveðja Starfsmenn félagsstarfins Mosfellsbæ Færðu Önnu Lilju og fjölskyldu styrk Góðgerðarfélag Hvíta Riddarans afhenti um helgina styrk úr sjóði sínum til fjölskyldu í Mosfellsbæ. Félagið hefur verið starfrækt í nokk- ur ár og er sprottið upp frá íþrótta- félaginu sjálfu sem stofnað var árið 1998. Upphaflega var einungis um knattspyrnulið að ræða en síðar bættust við fleiri greinar. Nú síðustu ár hafa riddararnir stofnað góðgerð- arfélag og stutt við einstakling og fjölskyldur í bæjarfélaginu og látið gott af sér leiða. Að þessu sinni var það Anna Lilja Marteinsdóttir og synir hennar sem fengu heimsókn frá riddurunum. Anna Lilja missti manninn sinn, Jóhann Magnússon, í sumar. Jóhann átti samleið með strákunum í Hvíta riddaranum alla tíð og hóf m.a. rekstur á veitingastað sem hlaut nafnið Hvíti Riddarinn og var staðsettur í Háholtinu. „Samúðin, stuðningurinn, ástin og hlýjan er meiri en orð geta lýst. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessu samfélagi sem ég bý í,“ segir Anna Lilja. Á myndinni má sjá Jóa og Önnu Lilju á góðri stund. - Fréttir af Mosfellingum8 Sólveig Ragnarsdóttir hefur lengi haft mikla ástríðu fyrir bakstri og kökuskreytingum. Hún hefur um árabil gert mikil listaverk í alls kyns kökubakstri, bæði fyrir sjálfa sig og vini og vandamenn. „Þegar fyrsta Covid-bylgjan skall á og starfshlutfallið minnkaði hjá mér þá lét ég loks verða að því að búa til Instagram- síðuna Sóla Ragnars Cakes þar sem ég deili ástríðu minni fyrir kökum og fallegum kökuskreytingum. Þetta hefur verið svona mitt dund í þessum aðstæðum að gera fallegar kökur fyrir vini og ættingja,“ segir Sólveig. Hefur vart undan eftirspurn „Það var svo núna í nóvember að ég rakst á þessa skemmtilegu hugmynd að heitum súkkulaðibombum. Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég með mér að þarna væru töfrar jólanna í einni kúlu og prófaði að gera eina bombu til að sjá. Það heppnaðist svona líka vel og ég setti á myndband Instagram-síð- una mína en það deildist óvart á Facebook- síðuna mína í leiðinni. Þá fór ég strax að fá fyrirspurnir frá vin- um og ættingjum hvort hægt væri að kaupa súkkulaðibombur af mér. Það er skemmst frá því að segja að ég hef vart undan, ætli ég sé ekki búin að gera hátt í 300 bombur í heildina.“ tvær stærðir af bombum Súkkulaðibomburnar koma í tveimur stærðum, sú minni passar í einn bolla en sú stærri í tvo bolla. Þær eru gerðar úr hágæða belgísku súkkulaði. „Skelin sjálf er gerð úr eðalsúkkulaði og inn í skelina er sett kakó og sykurpúðar. Athöfnin er þannig að þú setur súkkul- aðibombuna í bolla og hellir sjóðandi mjólk yfir og þá gerast töfrarnir. Bomban opnast og sykurpúðarnir þjóta upp, svo er bara að hræra vel og njóta súkkulaðibollans,“ segir Sólveig brosandi. Hægt er að hafa samband við Sólveigu í gegnum Instagram-síðuna hennar ef fólk hefur áhuga. Sólveig Ragnarsdóttir gerir listaverk fyrir sjálfa sig og vini • Töfrar jólanna í einni kúlu súkkulaðibombur sólu ragnars fæddust í fyrstu bylgju CoVid sóla ragnars með listaverkin sín þjóðleikhúsið í heimsókn Á þriðja í aðventu Með gleði í hjarta mættu nokkrir félagar úr Lionsklúbbi Mos- fellsbæjar og Lionsklúbbnum Úu í Mosfellsbæ fyrir utan Hamra og Eirhamra og sungu jólalög fyrir heimilisfólk. Einar Friðgeir Björnsson spilaði undir á harmonikku. Nokkrir galvaskir jólasveinar bættust í hópinn og lumuðu á einhverju góðgæti. sungið fyrir utan hamra skyrgámur, giljagaur og stúfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.