Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 17.12.2020, Blaðsíða 22
 - Fréttir úr bæjarlífinu22 Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári Háholt 14 S: 566 8989 hárstofa Gleðileg jól Takk fyrir viðskiptin á árinu Í nóvember fengu fengu allir nemendur sem og starfsfólk Varmárskóla þriggja laga, fjölnota grímu að gjöf frá Foreldra- félagi Varmárskóla. Grímurnar eru einkar notendavænar og eru í barna- og fullorð- insstærðum. Grímurnar eru merktar með brosi þannig að allir getað brosað sínu blíðasta við jólaundirbúninginn. Foreldrafélagið færði einnig börnunum í yngri deild tvö sérmerkt endurskins- merki. Nú mun fallegt merki Varmárskóla prýða útiföt barnanna. Gjöf frá foreldrafélagi Varmárskóla • Brosandi grímur Merktar grímur og endur- skinsmerki að gjöf Uppáhalds álfarnir okkar, Þorri og Þura, hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandsýningum sínum síðan árið 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og slógu í gegn með jólaþáttunum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV jólin 2018 og 2019 og finnast núna á sarpinum. Nýlega luku Þorri og Þura tökum á glæ- nýjum þáttum sem verða frumsýndir í vor á RÚV, en þættirnir voru að mestu leyti teknir upp í náttúru Mosfellsbæjar. Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýn- ingar þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist. Þorri og Þura í Tjarnarbíó um helgina Uppáhalds álfarnir okkar, Þorri og Þura, verða með leiksýninguna sína „Jólaævintýri Þorra og Þuru“ helgina 19. og 20. desember í Tjarnarbíói kl. 13 og 15. Í sýningunni er fylgst með Þorra og Þuru fá afa í heimsókn, en hann biður þau að passa jólakristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það gengur alls ekki nógu vel hjá þeim og jóla- kristallinn hættir að lýsa! Þorri og Þura leggja af stað í ævintýra- ferð til að finna leið til að laga kristalinn og finna jólagleðina í hjartanu. Þau lenda í ýmsum hremmingum, en allt fer þó vel að lokum. Þetta er hugljúf saga sem minnir okkur á að lítil góðverk geta haft mikil áhrif og kær- leikurinn er sterkasta aflið í heiminum. Mosfellskir álfar gera það gott • Jólaævintýri um helgina Nýir sjónvarpsþættir teknir upp í náttúru Mosfellsbæjar þorri og þura í góðum félagsskap brosandi börn endurskinsmerki Berglind Hreiðarsdóttir var að gefa út sína þriðju matreiðlsubók. Bókin heitir Saumaklúbburinn og hefur að geyma yfir 140 uppskriftir fyrir hin ýmsu tilefni. Uppskriftirnar spanna allt frá salötum yfir í ostagóð- gæti, aðalrétti, smárétti, kökur og kræsingar og koma úr ýmsum áttum. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar fremur einfaldar um leið og þær eru afar fjölbreyttar. Berglind gerði matreiðslubókina frá A-Ö, hannaði uppskriftir, tóka ljósmyndir og sá um hönnun og umbrot. Bókin fæst í netverslun Berglindar www.gotteri.is og geta þannig Mosfellingar verslað í heimabyggð. Bókin seldist upp hjá útgefanda • Uppskriftabók Saumaklúbburinn hennar Berglindar aftur í verslanir berglind girnilegur ostabakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.