Ægir

Volume

Ægir - 2020, Page 13

Ægir - 2020, Page 13
13 Ekkert banaslys var á íslenskum sjó- mönnum hér í við land í fyrra. Um var að ræða sjötta árið í sögunni sem ekkert banaslys verður á sjó við landið og þriðja árið í röð. Nýtt met er því slegið með hverju árinu og raunar hverjum deginum sem líður samfellt frá því síð- asta banaslys varð árið 2016. Raunar er þetta ekki aðeins eftirtekt- arvert vegna þriggja samfelldra ára sem engin banaslys verða heldur einnig hins að hin þrjú árin voru 2008, 2011 og 2014. Með öðrum orðum hafa því sex af síð- ustu 12 árum verið án banaslysa á sjó. Í gögnum Rannsóknarnefndar sjó- slysa má sjá til samanburðar við þessa þróun síðustu ára að á 15 ára tímabilinu 1970-1985 voru skráð 264 banaslys eða að meðaltali tæplega 18 á ári. Næstu 15 árin þar á eftir varð hins vegar veruleg- ur viðsnúningur og urðu banaslysin þá 118. Þar af fórust 23 á árinu 1986 sem sýnir glögglega þá jákvæðu breytingu sem varð. Þriðja árið í röð án banaslysa á sjó ■ Sex af síðustu 12 árum hafa liðið án banaslyss á sjó hér við land. Sjómennskan

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.