Ægir

Volume

Ægir - 2020, Page 14

Ægir - 2020, Page 14
14 Fyrirtækið Micro í Hafnarfirði vinnur nú að niðursetningu vinnslu- og kæli- búnaðar í ný skip Gjögurs ehf.; Vörð ÞH og Áskel ÞH og tvö skip Skinneyjar Þinganess ehf.; Steinunni SF og Þinganes SF. Um er að ræða systur- skip frá Vard skipasmíðastöðinni í Noregi, fjögur af sjö samskonar skip- um sem þaðan komu á þessu ári til ís- lenskra útgerða. Þríþætt starfsemi Micro er um það bil 25 ára fyrirtæki og búið að vera í ýmsum verkefnum síðan það var stofnað, en upphafið var í ný- smíðum og viðhaldi fyrir skip og báta. Þá var félagið og hefur verið undirverktaki í smíðum fyrir fyrirtæki eins og Marel, Völku og Skagann 3X og fyrir bátasmiðj- una Rafnar. „Við höfum svo einnig farið út í að smíða meira af okkar eigin hönnun og lausnum, bæði fyrir landvinnslur og skip en alltaf haldið bæði viðhalds- og undir- verktakaþættinum meðfram. Starfsemin er því eiginlega þríþætt; okkar eigin smíði, undirverktakaverkefni og reglu- bundið viðhald á skipum stærri fyrir- tækja. Við erum að vinna mikið fyrir Brim, Þorbjörn í Grindavík og margar Vinnslukerfi frá Micro í fjórar nýsmíðar ■ Gunnar Óli Sölvason framkvæmdastjóri Micro segir fyrirtækið smíða allt frá stökum færiböndum upp í heilar vinnslulínur. ■ Micro hefur hannað sérstaka kassa fyrir meðhöndlun á heilum humri í borð í veiðiskipum. Hér er humri landað úr Þóri SF. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.