Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 21

Ægir - 2019, Blaðsíða 21
21 gamall á vertíð á gömlu góðu aflaskipi, Arnfirðingi. Og gekk mjög vel. „Hann byrjað á línu og ég var í beitningu en svo fórum við á netin í febrúar og lögð­ um upp í Grindavík. Þá bjuggum við um borð alla vertíðina. Eftir hana var farið á síld fyrir norðan á sumrin og reknet á haustin. Svona var hringurinn. Ég fór svo í Stýrimannaskólann áður en ég fór aftur um borð í Arnfirðing en þá var út­ gerðin búin að byggja fiskverkunarhús og verbúð í Grindavík, þar sem við bjuggum. Þá voru engin helgarfrí eða neitt þess háttar. Við fengum reyndar frí frameftir páskadegi. Annars var róið alla daga og menn komu aldrei upp úr bát alla vertíðina nema rétt til að þrífa sig. Eftir rúm tvö ár á Arnfirðingi fór ég sem stýrimaður með nafna mínum í Vestmannaeyjum, sem var ættaður frá Grímsey. Hann hét Daníel Willard. Þar vorum við hjá frægum manni, Helga Ben í Eyjum. Hann átti held ég sjö báta þá, verslanir og fleira. Það gekk ágætlega en þar var ég tvö sumur á síld og eina vetr­ arvertíð. Ég giftist sjómannsdóttur úr Grindavík, Valgerði Gísladóttur og flutti þangað. Við höfum verið gift í 60 ár. Síð­ an fór ég sem stýrimaður á bát frá Jóni Gíslasyni í Hafnarfirði, en mágur minn, Björgvin Gunnarsson var þá með hann. Tvær systur mínar voru þá giftar ung­ um mönnum í Grindavík, Inga gift Björg­ vin og Birna gift Dagbjarti Einarssyni. Þeir urðu síðan félagar mínir í útgerð og fiskvinnslu.“ Langaði til að sprikla eitthvað sjálfum Þessu næst lá leið Willards, ásamt Björg­ vini, yfir á Hrafn Sveinbjarnarson sem var nýlegur tæplega 60 tonna bátur. Björgvin var skipstjóri og Willard stýri­ maður. „Það gekk ágætlega. Síðan fengu þeir stærra skip með sama nafni og Björgvin fór yfir á það en ég tók við sem skip­ stjóri á minni bátnum í um tvö ár. Við fórum svo að hugsa hvort framtíðin ætti að vera þannig að við værum alltaf að vinna hjá öðrum. Okkur langaði til að sprikla eitthvað sjálfum. Við þóttumst kunna þetta. Þá stofnuðum við útgerð sem hét Fiskanes, ég og mágar mínir tveir; Dagbjartur og Björgvin og vél­ stjóri sem var með okkur á Hrafninum, Kristján Finnbogason. Við keyptum bát frá Húsavík sem hét Héðinn og var þá reyndar gerður út frá Hafnarfirði. Hon­ um gáfum við nafnið Geirfugl. Þannig byrjaði okkar útgerð árið 1965. Við vor­ um þá á vetrarvertíð og á síld um sum­ arið eins og flestir aðrir. Og gekk mjög vel. Þetta var þó þungt fjárhagslega í Ægisviðtalið ■ Willard Fiske Ólason byrjaði sjö ára að róa á árabát við Grimsey.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.