Ægir - 2019, Blaðsíða 22
22
byrjun því við þurftum allir að veðsetja
húsin okkar fyrir láninu á bátnum. Þetta
varð að ganga því annars hefðum við
misst húsin.“
Stækkuðu smátt og smátt
Willard segir að Geirfugl hafi reynst
mikið happaskip en „við fengum lán hjá
fyrirtækinu Arnarvík til að kaupa hann
með því skilyrði að við lönduðum hjá
þeim í fjögur ár. Við sáum að það var
mikið upp úr verkuninni að hafa og drif
um okkur því að byggja stórt fiskverk
unarhús. Við keyptum svo síldarskip frá
Sandgerði sem við skírðum Grindvíking.
Björgvin fór yfir á hann, ég tók við Geir
fuglinum en Dagbjartur sá um vinnsluna
í landi. Við stækkuðum svona smátt og
smátt, verkuðum saltfisk og söltuðum
síld. Loks fór það þannig að við keyptum
Arnarvíkina. Við vorum þá komnir með
frystihús og stærstu saltfiskverkunar
hús á landinu, held ég. Við keyptum þá
fisk af öðrum bátum og bættum svo við
okkur einu og einu skipi þegar við höfð
um efni á því. Ég held að við höfum mest
verið með sjö skip. Við keyptum á þess
um tíma ekki neitt nema við ættum
nokkurn veginn fyrir því.“
Frystu loðnuhrogn um borð
Síðasta stóra verkefni fyrirtækisins var
smíði á nýjum Grindvíkingi en það var
smíðað í Svíþjóð og innréttað í Dan
mörku.
„Þetta varð flaggskipið okkar, mjög
gott skip. Við Björgvin vorum með hann
til skiptis en síðustu 56 árin var ég einn
með hann. Við vorum á honum á nót og
svo var loðnan komin til sögunnar. Þetta
var skip sem bar hátt í 1.200 tonn. Við
fengum mest upp úr honum um 1.190
tonn. Upp úr 1980 frystum við loðnu
hrogn um borð á vertíðinni sem var eig
inlega mesta ævintýrið af þessu öllu.
Frystigetan var kannski ekki alveg næg
en við gátum fryst um 20 tonn á sólar
Willard Fiske, er ekki algengt nafn. En þeir voru þó fjórir
þegar Willard Fiske Ólason var skírður. Daniel Willard Fiske
var auðkýfingur sem hafði mikinn áhuga á íslenskri bókaút
gáfu og ferðaðist um landið til að safna bókum en kom þó
aldrei út í Grímsey. Eyjuna tók hann engu að síður upp á
arma sína í kringum aldamótin 1900. Honum þótti mikið til
koma að fólk gæti haldið til í eynni og þegar hann hafði af
því fregnir að þar væru góðir skákmenn, jókst áhugi hans
enn frekar. Hann sendi töfl inn á hvert heimili í eynni, gaf
mikið bókasafn og háa fjárhæð til að byggja þar skóla eftir
að hann komst í samband við prestinn í eynni, Matthías Egg
ertsson sem var bróðursonur Matthíasar Jochumssonar.
Hann sendi Fiske meðal annars skákir eftir einn af íbúum
Grímseyjar, en hann hafði farið til meginlandsins að tefla og
náði þar góðum árangri.
„Mönnum þótti mikil til koma en gjöfin, sem var um 13.000
ríkisdalir, var gífurlegt fé í þá daga. Það voru margir for
eldrar sem létu heita í höfuðið á þessum mesta velgjörðar
manni Grímseyjar, þar á meðal presturinn, Matthías Eggerts
son. Sonur hans fórst í bjarginu rétt áður en ég fæddist og
var ég skírður í höfuðið á honum og Fiske,“ segir Willard.
■ Willard og Valgerður Gísladóttir hafa verið gift í 60 ár. Hún er Grindvíkingur
en hann kom suður á vertíð frá Grímsey.
Óalgengt nafn
■ Grindvíkingur siglir inn Eskifjörð með fullfermi.