Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 28

Ægir - 2019, Blaðsíða 28
28 vera í útgerð nema með nægar heimild­ ir.“ Báturinn kostaði um 27 milljónir danskar krónur eða ríflega 482 milljónir íslenskar. Pétur segir að þetta sé gott verð og bátasmiðjan virkilega góð. Vel búið tímamótaskip „Bárður SH er tímamótaskip og við von­ umst til að þetta sé upphaf að endurnýj­ un í vertíðarbátaflotanum. Þetta er full­ komnasti vertíðarbátur í þessum stærð­ arflokki við Íslandsstrendur í dag. Á því leikur enginn vafi,“ segir Hrafn Sigurðs­ son hjá Aflhlutum ehf., umboðsaðila dönsku skipasmíðastöðvarinnar hér á landi. Fyrirtækið er einnig umboðsaðili fyrir meginþorra vélbúnaðar um borð en af því helsta má nefna aðalvél frá MAN í Þýskalandi, ABT­TRAC hliðarskrúfur, sem hvor um sig er 100 hestöfl, tvær JOHN DEERE ljósavélar, GUERRA dekk­ krana og fleira. Dragnótarspilin eru frá AS­SCAN og dekkbúnaður þ.e. fiskmót­ takan og fiskþvottakör frá BOA­TEC í Danmörku. Í brú er tækjabúnaður af gerðinni Furuno frá Mareind ehf. og Brimrúnu ehf. Björgunarbúnaðurinn kemur frá Viking. Trefjaplastsmíði í hæsta gæðaflokki „Báturinn er allur smíðaður úr trefja­ plasti og eingöngu notast við ál og ryð­ frítt stál þar sem málmar eru notaðir. Það sem plastið hefur umfram stálið í skrokknum er mun minna viðhald, auk þess að skrokkurinn er gríðarlega sterk­ ur og með meira fríborði en stálið. Burð­ arþolið á fiski er sem því nemur meira. Trefjaplastsmíðin hjá Bedgaard Boats er líka sérstaklega vönduð, plastið hjá þeim er bæði þykkara, sterkara og vandaðra en við höfum séð hjá öðrum framleið­ endum síðustu áratugina. Frágangur um borð er líka mjög góður, innréttingar vandaðar og hvergi slegið af í gæðakröf­ unum,“ segir Hrafn og bætir við að margar íslenskar bátaútgerðir hafi beðið þess að sjá Bárð með eigin augum og sannfærast um smíði á svo stórum plast­ bát. „Ég er þess vegna fullur bjartsýni á að fleiri íslenskar útgerðir velji þennan kost í framhaldinu. Vertíðarbátaflotann er að stærstum hluta borinn uppi af 40­ 50 ára gömlum stálbátum sem eru orðnir viðhaldsfrekir. Miðað við allar nýjungar sem í boði eru í dag þá er nýsmíði á plastbátum í þessum stærðarflokki áhugaverður kostur. Einmitt þessi sam­ setning á bát með dragnótar­ og neta­ búnað er útfærsla sem hentar mjög mörgum útgerðum,“ segir Hrafn. ■ Bárður SH siglir inn i Hafnarfjarðarhöfn. Þar var búnaður settur um borð áður en haldið er til fyrstu viðkomu í heimahöfn í Ólafsvík. Mynd: Andri Már Helgason

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.