Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 35

Ægir - 2019, Blaðsíða 35
35 menntaskólanum á Akureyri,“ segir Frið­ rik. Árið 2016 fengu þeir tveir félagarnir úr vélstjórninni, Friðrik og Benedikt Orri Pétursson, að fara hvor sína tvo makríl­ túra á uppsjávarskipi Samherja hf., Vil­ helm Þorsteinssyni EA, þar sem þeir fengu að fylgjast með daglegum störfum vélstjórnarmanna sem aukamenn í vél. Þeir túrar voru hreint ekki til draga úr vélstjórnaráhuga Friðriks. „Þetta var mikil upplifun fyrir okkur, nokkurs kon­ ar starfskynning fyrir verðandi vél­ stjóra,“ segir Friðrik. Tók sér 45 mínútna umhugsunartíma Á meðan á vélstjórnarnáminu stóð starf­ aði Friðrik á vélaverkstæðum á Akureyri og fór einnig túra á sjó, bæði sem háseti á skipum Samherja og síðar í afleysing­ um í vélstjórn á togaranum Frosta ÞH á Grenivík. Eftir að náminu lauk varð Frið­ rik vélstjóri á togarnum Hjalteyrinni EA og var þar til síðustu áramóta þegar hann og Benedikt Orri fóru saman suður yfir heiðar til að sækja sér bóklegt við­ bótarnám í rafvirkjun ofan á vélstjórn­ arnámið. Því luku þeir síðastliðið vor og þá fór Friðrik aftur á Hjalteyrina EA en í júlí fékk hann símtalið frá Kristjáni Vil­ helmssyni, útgerðarstjóra Samherja hf. með boðinu um yfirvélstjórastöðuna á nýja Harðbak EA sem þá var langt kom­ inn í smíðum hjá Vard skipasmíðastöð­ inni í Noregi. „Ég tók mér 45 mínútur í að hugsa málið og hringdi til baka í Kristján  Harðbakur EA kom til heimahafnar á Akureyri nú í nóvember í fyrsta sinn. Nú er að hefjast vinna við að setja upp vinnslu- og aflakælibúnað á millidekki hjá Slippnum Akureyri. Friðrik segist vonast til að skipið komist á veiðar áður en langt verður liðið á veturinn. „Ég hlakka mikið til,” segir hann. Sjómennskan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.