Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 6

Ægir - 2019, Blaðsíða 6
Við vorum minnt á það, landsmenn, nú undir lok ársins að það er allra veðra von á þessum árstíma. Stórviðrið gerði sér í lagi mikinn usla á norðanverðu landinu og skildi eftir sig tjón á raf­ orkumannvirkjum og miklar truflanir á raforkuflutningum til bæði heimila og atvinnufyrirtækja. Leita þarf mörg ár aftur í tímann til að sjá viðlíka rafmagnsleysi á nokkrum stöðum lands­ ins og fyrir framleiðslufyrirtæki, líkt og í sjávarútvegi, hlaust af því mikið tjón þegar þau þurftu nánast að leggja niður starfsemi svo dögum skipti. Þetta sýnir öðru fremur hversu háð við erum orðin rafmagninu í öllu okkar daglega lífi, hvort heldur það er á heimilunum eða úti í atvinnulífinu. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er þetta það umhverfi sem við höfum skapað okkur en við skulum hins vegar vera þess minnug hversu gríðarleg lífsgæði við höfum í okkar eigin rafmagnsframleiðslu, að ekki sé talað um það forskot sem það gefur okkur í atvinnulífinu. Nú­ tíma fiskvinnsla er ekkert án rafmagns – svo einfalt er það. En það eru fleiri hliðar á þessu óveðri sem vert er að halda til haga. Íslensk þjóð hefur í gegnum aldirnar séð á bak mörgum góðum sjómönnum sem látið hafa lífið í baráttunni við vindinn og óveðrin. Óveðurskaflinn sem nú gekk yfir hefur vafalítið ver­ ið áþekkur þeim stórviðrum sem við gjarnan lesum um í sagn­ fræðibókum og lýsa baráttu sjómanna á fyrri tíð fyrir lífi sínu. Í orðsins fyllstu merkingu lífsbaráttu. Aðstæðum þegar engu mátti muna að bátar þeirra færu niður. En því miður fóru þeir alltof margir. Og oftar en ekki er í frásögnunum talað um að veðrin hafi skyndilega skollið á. Öskubylur sem skall á eins og hendi væri veifað. Í nútímanum er mjög miklar upplýsingar að hafa frá veður­ stöðvum, bæði hérlendis og erlendis. Óveður kemur einfaldlega ekki, eða á í það minnsta ekki að koma neinum í opna skjöldu. Jafnvel þó að við eigum í flotanum mjög öflug skip þá mátti sjá að flotinn brást vel við viðvörunum fyrir veðurhaminn á dögun­ um og hélt til hafnar. Á tímabil var ekkert einasta skip á sjó frá Norðfirði í austri, norður og vestur um allt til Ísafjarðardjúps. Enda hafa engar fregnir borist af óhöppum um borð í skipum vegna veðursins. Mikil áhersla á öryggismálin á vafalítið sinn þátt í þessu en líka hitt hversu miklar upplýsingar eru fyrirliggj­ andi. Þrátt fyrir stór og öflug skip þá er ekki teflt á tvær hættur ef hægt er að komast hjá því. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það auðvitað mannslífin sem eru aðalatriðið. Tafir frá veiðum skipta engu máli þegar þau eru annars vegar. Það er mikið fagnaðarefni að engin skráð banaslys á skipum voru á þessu ári, þriðja árið í röð. Það er einstæður árangur og í raun ótrúlegur miðað við þann flota og fjölda báta sem sækir fiskimiðin við landið. Slysavarnaskóli sjómanna, útgerðir, skip­ stjórnendur og sjómenn allir geta glaðst yfir þessum árangri. Hann er ekki sjálfsagður og hann næst ekki af sjálfu sér. Von­ andi verðum við sem fiskveiðiþjóð á sömu braut um ókomin ár. Tímaritið Ægir sendir lesendum, starfsmönnum sjávarútvegi og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur og óskir um farsæld á kom­ andi ári. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Baráttan við veðurhaminn Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001­9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899­9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Sími 515­5215. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6800 kr. Áskriftar símar 515­5215 & 515­5205. Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.