Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 12

Ægir - 2019, Blaðsíða 12
12 Ægir tímarit stendur sem kunnugt er á gömlum merg en útgáfa þessa höfuðmálgagns íslensks sjávarút- vegs hófst í júlí árið 1905. Ægir gamli verður því 115 ára á næsta ári. Við skulum rétt sem snöggvast líta yfir útgáfusöguna og telja þá upp sem hafa ritstýrt Ægi. Stofnandi og útgefandi Ægis var Matthías Þórðarson frá Móum og var undirtitill blaðsins „Mánaðarrit um fiski­ veiðar og farmensku“. Matthías ýtti sumsé fleytunni úr vör og stýrði henni uns hún fór í tímabundið í strand árið 1909. Ásamt fleirum stofnaði hann Fiski­ félag Íslands 20. febrúar árið 1911 og skyldi tilgangur þess vera að að efla sjávarútveg og verslun með sjávaraf­ urðir á Íslandi. Gefið út af Fiskifélagi Íslands Árið 1912 tók Fiskifélagið við útgáfu blaðsins. Á fyrsta tölublaðinu þetta ár er undirtitill blaðsins „Mánaðarrit fyrir fiskiveiðar og siglingar“ en löngum síðar „Mánaðarrit Fiskifjelags Íslands“. Ægir var áfram undir styrkri stjórn Matthías­ ar fram í janúar árið 1914. Þá tekur við ritstjórninni maður að nafni Sveinbjörn Egilson. Hann setti mjög svip á Ægi næstu árin og gegndi stöðunni allt til þess að Lúðvík Kristjánsson rithöfundur tók við ritstjórn í ársbyrjun 1937. Lúðvík var á póstinum fram til loka árs 1954 að Davíð Ólafsson fiskimálastjóri tók að sér ritstjórnina. Árið 1967 tók svo Már Elís­ son fiskimálastjóri við af Davíð og gegndi stöðu ritstjóra til ársins 1983, síð­ ustu árin með Jónasi Blöndal skrifstofu­ stjóra Fiskifélagsins. Þá tók Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri við ritstjórninni af Má og við af honum tók Birgir Her­ mannsson árið 1985 en hann hafði verið ritstjónarfulltrúi á blaðinu frá árinu 1978. Birgir hætti störfum snemma árs 1987 og tók Þorsteinn Máni Árnason þá við keflinu um hríð. Frá hausti 1988 til mars 1989 var Kristján Róbert Kristjáns­ son ritstjóri en þá skiptu með sér rit­ stjórn tveir starfsmenn Fiskifélagsins, þeir Friðrik Friðriksson og Ari Árnason og voru þeir ritstjórar allt fram til vors árið 1993. Útgáfan í aðrar hendur Sumarið 1993 verður sú breyting á út­ gáfu Ægis að Fiskifélag íslands felur ut­ anaðkomandi aðila umsjón með blaðinu og var samið við útgáfufélagið Skerplu að annast það verk. Ritstjórar voru þá skipaðir þeir Bjarni Kr. Grímsson, fram­ kvæmdastjóri Fiskifélagsins og Þórarinn Friðjónsson. Í árslok 1996 tekur svo At­ hygli við umsjón blaðsins og kom þá Jó­ hann Ólafur Halldórsson blaðamaður inn í stað Þórarins sem ritstjóri. Gegndu þeir Bjarni Kr. og Jóhann Ólafur ritstjóra­ stöðunum til ársloka 1998 að Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri félagsins kom í stað Bjarna. Í árslok 2000 urðu svo þau straum­ hvörf í útgáfusögu Ægis að Athygli ehf. keypti útgáfuna af Fiskifélaginu. Varð þá Jóhann Ólafur einn ritstjóri blaðsins frá ársbyrjun 2001 fram til sumars árið 2003 að Óskar Þór Halldórsson blaðamaður tók við ritstjórn. Óskar þór gegndi því starfi til byrjunar árs 2009 að Jóhann Ólafur tók við ritstjórninni á ný sem hann gegnir enn. Á miðju ári 2018 tók Ritform ehf. við útgáfu Ægis. Ægir í 115 ár ■ Svona leit forsíða fyrsta tölublaðs Ægis út þegar það kom fyrir sjónir manna sumarið 1905. ■ Árið sem haldið var upp á aldarfjórðungs útgáfuaf- mæli var kápan á Ægi prentuð á rauðan pappír. ■ Einhver drátthagur maður var fenginn til að gera nýjan og óvenju- legan blaðhaus á Ægi árið 1940. Hann var í notkun til ársloka 1954. ■ Tímaritið Ægir stendur enn vel fyrir sínu þótt aldurinn færist yfir. ■ Reffilegir ritstjórar. Fyrstu ritstjórar Ægis, Matthís Þórðarson frá Móum og Sveinbjörn Egilson. Myndin er tekin í júlí 1932 í tilefni af 25 ára afmæli Ægis.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.