Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 42

Ægir - 2019, Blaðsíða 42
42 Útflutningsverðmæti eldisafurða námu um 3,1 milljarði króna í október og hafa ekki verið meiri í einum mán- uði. Það er vel yfir þreföldun í verð- mætum miðað við sama mánuð í fyrra, bæði í krónum talið og í er- lendri mynt. Gengi krónunnar var að jafnaði um 3% veikara í október síð- astliðnum en í sama mánuði í fyrra miðað við gengisvísitölu. Var því minni munur á genginu á milli ára en verið hefur á öðrum mánuðum ársins enda veiktist gengið nokkuð hressi- lega á haustmánuðum 2018. Þetta má sjá í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt. Tveir milljarðar á mánuði Í umfjöllun um stígandann í eldisafurða­ framleiðslunni á heimasíðu Samtaka fyr­ irtækja í sjávarútvegi er segir að á fyrstu 10 mánuðum ársins sé útflutn­ ingsverðmæti eldisafurða komið upp í rúma 19,9 milljarða króna. „Það er um 90% aukning í krónum tal­ ið á milli ára en rúm 70% að teknu tilliti til gengisáhrifa. Gengi krónunnar var að jafnaði 10% veikara á fyrstu 10 mánuð­ um ársins en á sama tímabili í fyrra. Er það stóraukin framleiðsla sem skýrir þessa aukningu, sér í lagi á eldislaxi. Þar af nam verðmæti lifandi eldislax, þar með talið seiði, rúmlega 1,9 milljarði króna á tímabilinu samanborið við tæpa 1,5 milljarð á sama tímabili í fyrra. Er aukning þar hátt í 30% á milli ára. Rímar þessi þróun afar vel við spá okkar um að verðmæti eldisafurða verði í kringum 24 milljarða króna í ár.“ Kærkomin viðbót við útflutning SFS segir að öflugur og fjölbreyttur út­ flutningur sé grundvallarforsenda þess að Íslendingar geti búið við þau lífsgæði sem við þeir kjósi. „Er því óhætt að segja að ofangreind þróun sé kærkomin búbót við útflutn­ ingstölur þjóðarbúsins, sem í heild eru ekki upp á marga fiska í ár. Þannig hafa verið fluttar út vörur fyrir rúma 543 milljarða króna í ár, 51 milljarði króna meira en á sama tímabili í fyrra. Þar af skýrir útflutningur skipa og flugvéla rúma 24 milljarða, en nettó áhrifin af slíkum útflutningi eru engin á þjóðar­ hag, þar sem á móti auknum útflutningi kemur það sem samdráttur í fjárfestingu í þjóðhagsreikningum. Þannig að án skipa og flugvéla og að teknu tilliti til gengislækkunar krónunnar, dregst vöruútflutningur saman um tæp 5% milli ára. Þar að auki hefur verið talsverður vöxtur í útflutningi hátæknibúnaðar fyrir sjávarútveg og matvælaframleiðslu undanfarið, en erfitt er að festa hönd á nákvæma fjárhæð í þeim efnum þar sem hún kemur fyrir í allmörgum liðum í út­ flutningstölunum. Seðlabankinn gefur þessum lið einmitt gaum í síðustu spá sinni, auk eldisafurðanna, og reiknar með talsverðum vexti sem mun vega eitthvað upp á móti þeim samdrætti sem á sér stað í flestum öðrum liðum útflutn­ ings.“ Fiskeldi Útflutningsverðmæti eldisafurða nær nýjum hæðum ■ Eins og sjá var slegið nýtt með í verðmætum eldisafurða í október. ■ Fiskeldiskvíar á fögrum vetrardegi í Arnarfirði. Segja má að Vestfirðir séu í fararbroddi í fiskeldi og afurðavinnslu í greininni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.