Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 32

Ægir - 2019, Blaðsíða 32
32 Ný Steinunn SF 10 í eigu Skinneyjar- Þinganess ehf. er kom til heimahafnar á Hörn í Hornafirði í lok nóvember en skipið var smíðað hjá Vard skipa- smíðastöðinni í Noregi og er það sjötta sömu gerðar sem koma til ís- lenskra útgerðar í ár. Sjöunda og síð- asta skipið í þessum smíðapakka er Þinganes SF sem Skinney Þinganes áætlar að taka á móti í heimahöfn þann 21. desember næstkomandi. Það var rjómablíða þegar Steinunn SF sigldi inn Hornafjarðarósinn en skipið hafði fárra daga viðdvöl á Hornafirði áð­ ur en því var siglt til Hafnarfjarðar þar sem nú er verið að setja upp vinnslu­ búnað á millidekki og kælibúnað. Vinnslubúnaðurinn er frá fyrirtækjun­ um Micro og Völku en kælibúnaðurinn frá Kælingu. Steinunn SF er 29 metrar á lengd og 12 metra breið. Í skipinu eru tvær aðal­ vélar frá Yanmar og tvær skrúfur frá Finnoy. Togspilin um borð eru frá Sea­ onics í Noregi og eru rafmagnsknúin. Aflanemakerfi er frá Marport en SeaQ, sem er dótturfyrirtæki Vard, hannaði brúarkerfið. Flest tækin í brúnni eru af gerðinni Furuno. Aflanemakerfið er frá Marport ehf. og í lest er snúningsband frá Vélaverkstæðinu Þór í Vestmanna­ eyjum. Skipin eru máluð með Internatio­ nal málningarkerfi frá Sérefni. Á veiðar í febrúar Áætlað er að Steinunn SF fari á veiðar um miðjan febrúar. Gamla Steinunn SF hefur verið afhent til Nesfisks sem einn­ ig keypti togskipið Hvanney SF af Skin­ ney Þinganesi í sumar og heitir hún Sig­ urfari í dag. Loks er Þinganes komið á söluskrá. Fyrir utan þessar nýsmíðar komu Þórir og Skinney úr lengingu og miklum endurbótum í sumar. Fyrirtækið fækkar um einn bát eftir þessar breytingar allar. Við þetta breytist útgerðarmynstrið töluvert því frá stofnun fyrirtækisins hefur verið gert út á netaveiðar og frá 2005 á snurvoð líka, auk togaveiða. Nú verða þau veiðarfæri aflögð og veiðar eingöngu stundaðar á togskipum. Áætl­ að er að tvö skipanna stundi humarveið­ ar næsta sumar, verði þær veiðar leyfð­ ar. Það verða þá Þórir og Skinney yfir sumartímann. Annars verða skipin á fiskitrolli. Ný Steinunn SF 10 til Hornafjarðar Ný fiskiskip ■ Glæsilegt skip Skinney SF sem hér siglir inn Hornafjarðarósinn í fyrsta sin. ■ Tveir í brúnni: Erling Erlingsson, skipstjóri á Steinunni SF og Ásgrímur Erlings- son skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.