Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 38

Ægir - 2019, Blaðsíða 38
38 „Staðreyndin er sú að þegar síldin er farin að ganga við Norðurlandið seinnipart sumars og fram á haustið þá kemur stóri þorskurinn í hana. Tíðarfarið hér í sum- ar var auðvitað engu líkt og smærri bátarnir áttu erfitt með sókn en þegar gaf á sjó þá voru þessir bátar að fá ótrúlega góðan fisk. Það held ég að sé síldinni mest að þakka og ég vil meina að það þurfi að gefa því miklu meiri gaum hvað er að gerast í göngunni á síld hér fyrir Norðurlandi og inn á firðina á sumrin. Hún er orðin stór hluti af fæðu stórþorsksins,” segir Guðlaugur Óli Þorláksson, útgerðar- maður í Grímsey og skipstjóri á dragnótarbátnum Hafborgu EA 152. Guðlaugur Óli hefur áratuga reynslu í útgerð fyrir Norðurlandi og veltir mikið fyrir sér breytingum í lífríkinu. Almennt segir hann að ástand sjávarins fyrir Norðurlandi hafi verið gott að undanförnu. Óhemju magn af síld „Sem dæmi um síldargönguna í sumar þá voru þeir að veiða 5­600 gramma síld á stöng á bryggjunni í Grímsey þannig að mikið hlýtur að hafa verið af henni á svæðinu. Þetta er svakalega falleg síld sem við höfum verið að sjá hér á svæð­ inu að sumarlagi síðustu ár. Og hún er alltaf að aukast. Ég man að pabbi talaði um á sínum tíma þegar síldarbátarnir voru að kasta á síldartorfurnar þegar þær óðu uppi í yfirborðinu og þá gátu þessar litlu torfur verið nokkrir tugir tonna. Þessar vöður sjáum við mjög víða á sumrin núna sem bendir til þess að ástandið sé farið að nálgast það sem var á síldarárunum. Þetta er óhemju mikið magn sem ég hef oft hvatt sérfræðing­ ana hjá Hafró til að taka til sérstakrar skoðunar. Ég held reyndar að það sé auðvelt að fljúga yfir svæðin á góðum sumardegi og meta þetta úr lofti. Þetta gæfi miklu betri mynd en rannsóknir þegar komið er fram í september­október Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri á Hafborgu EA Sumarsíldargöngurnar fyrir Norðurlandi þarf að rannsaka mun betur ■ Guðlaugur Óli, skipstjóri, í brúarglugganum. „Ég hef aldrei séð annað eins af hnúfubak og í sumar,“ segir hann.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.