Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 27

Ægir - 2019, Page 27
27 mögulegum viðskiptavinum og Nautic hefur lagt í gríðarlega vinnu og fjárfest- ingu í þarfagreiningar, hönnun og út- færslu togara og uppsjávarskipa sem henta inn á þessa markaði . Meðgangan frá áhuga að verkefni, sem greitt er fyr- ir, er löng en nánast undantekningalaust þarf hönnunarstofan að fullhanna fyrir- komulag og útlit og selja þar á eftir hug- myndina útgerðaraðila í þeirri von að samningar náist um eiginlega smíði og fjárfestingu útgerðarmanna . Nautic er því að byggja upp og skipuleggja umtals- vert safn af vel útfærðum fiskiskipum til framtíðar sem mæta þörfum markaðar- ins . Sérstaða Nautic „Bárðarbungan eða Enduro-Bow er vissulega nokkurs konar vörumerki Nautic í dag . Belgstefnið er niðurtaða áratuga samstarfs Bárðar Hafsteinsson- ar, stofnanda Skipatækni annars vegar og hins vegar Alfreðs Tulinus, stofnanda Nautic . Hönnun þeirra félaga sem nú starfa saman hjá Nautic, á skipum Brim, FISK og Samherja, er landanum þekkt þegar og sitt sýnist hverjum um útlitið . Eiginleikar þessara skipa hafa hins veg- ar sannað ágæti sitt fyrir löngu fyrir hegðun á hafi úti, aukið nýtanlegt rými framskips, hagkvæmni í rekstri og hvað eina sem þarf ekki að tíunda frekar,“ segir Hrafnkell Tulinius, framkvæmda- stjóri Nautic ehf . „Það sem minna hefur verið rætt í þessu samhengi hinsvegar er fyrirkomu- lag og hönnun vinnsludekksins . Vinnslu- dekk allra þessara skipa er fullkomlega opið svæði, án burðarstoða út um allt millidekk . Kostir þessa eru þeim sem unnið hafa til sjós, eða vinna við hönn- un vinnslulína, augljósir . Þetta fyrir- komulag og hönnun veitir gríðarlegt frelsi í hönnun millidekksins og vinnsl- unnar allrar því rýmið er fullkomlega opið og er haldið uppi með burði að ofan og stenst allar kröfur um burðarþol sem augljóslega þarf að uppfylla . Það er ekki síður þessi eiginleiki okkar hönnunar sem fellur kaupendum vel í geð – þetta eru okkar aðalsmerki í dag en við erum með fleira í ofninum ef svo má að orði komast,“ segir Hrafnkell . nautic .is ■ Tillaga Nautic að 67m x 15m ísfisktogara sem útfærður er fyrir háan ísklassa. ■ Hér má sjá að burðarvirki fyrir millidekk eru þilin meðfram togdekki skipsins. ■ Opið vinnsludekk. Betra pláss er fyrir uppsetningu vinnslubúnaðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.