Gripla - 2020, Blaðsíða 106
105
Gripla XXXI (2020): 103–122
Ró SA ÞORSTEINSDóTTIR
ÞJóÐSÖGUR MAGNúSAR GRíMSSONAR
Hlutur Magnúsar Grímssonar
í upphafi þjóðsagnasöfnunar á 19. öld1
segja má að árið 1845 sé upphafsár þjóðfræðasöfnunar á íslandi í anda
Grimmsbræðra. Það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús
Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna öllum „alþýðlegum forn-
fræðum“ sem þeir gætu komist yfir og átti Magnús að safna sögum en Jón
„kreddum, leikum, þulum, gátum og kvæðum.“2 Afraksturinn af þessu
samstarfi varð fyrsta prentaða íslenska þjóðsagnasafnið, Íslenzk æfintýri,
sem þeir félagar gáfu út árið 1852. í formála bókarinnar kemur fram að þeir
félagar hugsi sér að halda áfram að safna og gefa út,3 en viðtökurnar sem
ritið fékk urðu aðrar en þeir höfðu vænst. Þeir höfðu þess vegna því sem
næst gefist upp þegar þýski fræðimaðurinn Konrad Maurer (1823–1902)
kom til landsins árið 1858. Hann kynntist bæði Magnúsi og Jóni, hvatti þá
til dáða og lofaði að finna útgefanda í Þýskalandi. Magnús lést árið 1860
svo það kom í hlut Jóns að ljúka við verkið og það er aðeins nafn hans sem
prentað er á titilsíðu þjóðsagnasafnsins sem kom út í Leipzig 1862–1864.
Sumir hafa talið það nokkuð óréttlátt gagnvart Magnúsi og að þetta fyrsta
stóra íslenska þjóðsagnasafn hefði jafnt átt að vera kennt við hann.4 Hér
á eftir er ætlunin að segja nokkuð frá Magnúsi Grímssyni, sögunum sem
1 Greinin er tileinkuð minningu Ögmundar Helgasonar (1944–2006) en hann eftirlét höf-
undi möppu með afritum af ýmsum heimildum um Magnús Grímsson.
2 Jón Árnason, „Formáli Jóns Árnasonar,“ Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón
Árnason. Ný útg. 6 bindi, útg. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (Reykjavík:
Þjóðsaga, 1954), I xvii–xxiii, hér xx.
3 Magnús Grímsson og Jón Árnason, „Formáli,“ Íslenzk æfintýri. Söfnuð af M. Grímssyni og
J. Árnasyni. Reykjavík: E. Þórðarson, 1852, iii–vi, hér iii.
4 Hallgrímur Hallgrímsson, „Magnús Grímsson,“ Merkir Íslendingar. Nýr flokkur V, ritstj.
Jón Guðnason (Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1966), 115–130, hér 128–130. Áður prentað
undir titlinum „Ágrip af æfisögu Magnúsar Grímssonar“ í Magnús Grímsson, Úrvalsrit.
Aldarminning 1825–1925, ritstj. Hallgrímur Hallgrímsson (Reykjavík: Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar, 1926), 5–27. Sjá einnig Sigurður Nordal, síra Magnús Grímsson og
Þjóðsögurnar (Reykjavík: Þjóðsaga, 1971), 45–56.