Gripla - 2020, Blaðsíða 117
GRIPLA116
Sagnagreinar
Af öllum sögum sem finnast með hendi Magnúsar Grímssonar er ekki
að finna nema tíu sögur sem geta talist regluleg ævintýri, eða sem myndu
flokkast í ATU 300–749,53 og af þeim eru þrjú skrifuð upp úr handritum
Sveinbjörns Guðmundssonar. Örfáar sögur í viðbót væri hægt að fella
inn í ATU, aðallega kímnisögur. Langstærsti hluti sagnanna eru þar með
sagnir af álfum, draugum, útilegumönnum og göldrum, þjóðtrúarsagnir,
örnefnasagnir og sögulegar sagnir. Eins og áður sagði eru engar sögur af
kóngi og drottningu í ríki sínu í fyrstu útgáfu Magnúsar og Jóns, Íslenzk
æfintýri, en sögurnar „Una álfkona“ og „Gilitrutt“ myndu þó flokkast með
ævintýrum skv. ATU.54 Þetta fellur vel að því viðhorfi sem þeir félagar
virðast hafa lagt upp með, að safna „alþýðlegum fornfræðum“,55 og því
sagnaefni sem Jón óskar eftir að fá safnað. Strax eftir hvatningu þá sem
Magnús og Jón fengu frá Konrad Maurer til að halda áfram að safna skrif-
aði Jón í allar áttir og sendi „milli 50 og 60 bréf til kunningja ... og fræði-
manna“ þar sem hann bað þá að safna fyrir sig.56 Þessi „hugvekja“ var síðan
prentuð í norðra og þar sést eftir hverju Jón var helst að sækjast.57 Hann
biður t.d. hvorki um kímnisögur né ævintýri en Hallfreður Örn Eiríksson
telur að hann hafi heldur ekki viljað sögur sem ekki höfðu gengið lengi í
munnmælum. Þegar Jón talar um fornsögur eigi hann við „gamlar munn-
mælasögur, en ekki sögur af fornmönnum í okkar skilningi.“58 Það er ljóst
53 Hér er átt við alþjóðlega flokkun þjóðsagna sem á rætur sínar að rekja til skrár sem finnski
fræðimaðurinn Antti Aarne átti upphafið að, skrá hans var endurskoðuð og uppfærð af
bandaríska þjóðfræðingnum Stith Thomson í útg. frá 1961 (the types of the Folktale: A
Classification and Bibliography, 2. útg. FF Communications 184 (Helsinki: Suomalainen
tiedeakatemia, 1973)), en síðan enn endurskoðuð af Hans-Jörg Uther, the types of Inter-
national Folktales. A Classification and Bibliography, 3 bindi, FF Communications 284–286
(Helsinki: Suomalainen tiedeakatemia, 2004). Flokkunin er kennd við þessa þrjá höfunda
með skammstöfuninni ATU.
54 „Una álfkona“ ATU 306 og „Gilitrutt“ ATU 500.
55 Jón Árnason, „Formáli Jóns Árnasonar,“ xx; einnig Guðbrandur Vigfússon, „Formáli 1.
útgáfu,“ Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Ný útg. 6 bindi, útg. Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (Reykjavík: Þjóðsaga, 1954–1961), II xv–xxxviii.
56 Bodl. GV Icel. d.1, bréf frá Jóni Árnasyni til Guðbrands Vigfússonar skrifað 19. júní 1859 í
Reykjavík.
57 Jón Árnason, „Hugvekja um alþýðlega fornfræði,“ norðri 7 (30.05.1859): 56.
58 Hallfreður Örn Eiríksson, „Sagnaval Jóns Árnasonar og samstarfsmanna hans. Nokkrar
athugasemdir,“ skírnir 145 (1971): 78–88, hér 79; sjá einnig ólína Þorvarðardóttir, „Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar?“ 252–253.