Gripla - 2020, Blaðsíða 112
111
1846, sem nýjar fréttir, að boðsbréf hafi borist frá Fornfræðafélaginu þar
sem það biðji „alla, að útvega sér söfn, einmiðt öldúngis einsog þau sem
þú og J. Árnason eruð að safna,“ síðan varar hann Magnús við því að láta
safn sitt til félagsins og hvetur hann til að gefa það heldur út sjálfur.36
Af skýrslu félagsins fyrir árið 1847 sést síðan að vitneskja hefur borist
til Kaupmannahafnar um að Magnús Grímsson eigi stórt skrifað safn
þjóðsagna37 og 1849 er sagt frá því að hann hafi nú sent félaginu upp-
skrift af því og að þar séu „margar sögur sem fylgja stöðum og örnefnum,
álfa sögur og um útilegumenn, yms átrúnaður, skýrslur um leiki o.fl.“38
Magnús hefur þar með farið að ráði vinar síns og sent afrit frekar en frum-
handritið sjálft.
Þjóðsagnahandrit Magnúsar Grímssonar, önnur en það sem hann sendi
til Kaupmannahafnar, eru nú hluti af þjóðsagnahandritum Jóns Árnasonar
í handritasafni Landsbókasafns íslands – Háskólabókasafns og má finna
sögur með hans hendi í níu handritum í því safni sem telur samtals 21
handrit.39 Margar sögur birtast í afskriftum, oft í fleiri en einu handriti, en
ljóst er að langflestar þær sögur sem Magnús safnaði sjálfur úr munnlegri
geymd er að finna í handritunum Lbs 415 8vo og Lbs 417 8vo. Þar er þó
einnig að finna sögur sem hann hefur skrifað upp úr handritum annarra.
Fyrsti afrakstur söfnunar þeirra félaga, Magnúsar og Jóns, kom út 1852
í bókinni Íslenzk æfintýri, eins og áður hefur komið fram.40 Þrátt fyrir tit-
ilinn er þar ekki að finna neinar sögur af kóngi og drottningu í ríki sínu eða
karli og kerlingu í koti sínu, sögur sem venjulega kallast ævintýri, heldur
31 tölusett atriði, kvæði og sagnir (undir sumum töluliðum eru fleiri en ein
sögn, svo sem af Sæmundi fróða og Galdra-Leifa). Kvæðin eru öll komin
úr safni Jóns og hið sama má segja um sagnaþáttinn af Þorbirni Kólku sem
36 Lbs 323 fol. Bréf Benedikts Gröndal til Magnúsar Grímssonar, skrifað 10. ágúst 1846 á
Eyvindarstöðum. Prentað í Benedikt Gröndal, Ritsafn V, útg. Gils Guðmundsson (Reykja-
vík: ísafoldarprentsmiðja, 1954), 11–13.
37 „Den oldnordisk-islandske afdeling“, Antiquarisk tidsskrift (1846–1848): 154–172, hér 169.
38 „Det historisk-archæologiske archiv,“ Antiquarisk tidsskrift (1849–1851): 13–27, hér 24.
Sagnahandritin, bæði með fornsögum og þjóðsögum, sem söfnuðust hjá Fornfræðafélaginu
gengu til Árnasafns árið 1883 og þar fékk handrit Magnúsar safnmarkið AM 968 4to.
39 Handrit sem innhalda blöð með hendi Magnúsar eru Lbs 415 8vo, Lbs 417 8vo, Lbs 528 4to,
Lbs 529 4to, Lbs 530 4to, Lbs 531 4to, Lbs 532 4to, Lbs 533 4to og Lbs 538 4to.
40 Frekari umfjöllun um útgáfuna má t.d. finna í Gísli Sigurðsson, „Þjóðsögur,“ Íslensk
bókmenntasaga III, ritstj. Halldór Guðmundsson (Reykjavík: Mál og menning, 1996),
409–494, hér 422–425; Ögmundur Helgason, „Upphaf að söfnun,“ 122–123.
ÞJóÐ SÖ GUR MAGNúSAR GRí MSSONAR