Gripla - 2020, Blaðsíða 304
303
söngur hjá kaþólskum á Mikjálsmessu og er hér í svipaðri gerð og tíðkaðist
annars staðar.20 Lagið við Alleluia Confitemini Domino ber keim af því sem
þekkt er úr erlendum söngbókum en laggerð grallarans er allmjög ólík og
er óvíst hvert Guðbrandur sótti hana.21 í öllum þremur framangreindum
söngvum er löng tónaruna á síðasta atkvæði orðsins „Halelúja“ (það sem
kallað er jubilus og er eitt einkenni slíkra söngva) felld brott í íslenska
grallaranum. Þetta er í samræmi við venju hins danska Graduale, þar sem
slíkum strófum var einnig sleppt. Þótt þau frávik í lagavali íslensku grall-
aranna sem hér hafa verið nefnd séu undantekning fremur en regla eru þau
til marks um styrk sléttsöngshefðarinnar hér á landi fram á 17. öld. Þau
sýna að kirkjunnar menn skorti hvorki kunnáttu né vilja til að fara sínar
eigin leiðir þegar kom að því að flétta hana inn í íslenskt helgihald.22
Húmanismi og fortíðarþrá í lútherskum sið
Því hefur verið haldið fram að sú lútherska trú sem hér var lögfest um
miðja 16. öld hafi í raun verið eins konar bræðingur tveggja trúarheima.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili orðaði það svo:
Bärenreiter, 1999), 399–400. Lagið sem í norrænum heimildum er ritað við Alleluia
O beata benedicta var haft við annan texta, Alleluia Posuisti domine super caput ejus, sem
einnig er í Missale nidrosiensis (1519) til söngs við messu píslarvotts. Sjá nánar Karl-Heinz
Schlager, thematischer Katalog der ältesten Alleluia-Melodien aus Handschriften des 10. und 11.
jahrhunderts, Erlanger Arbeiten zur Musikwissenschaft 2 (München: Walter Ricke, 1965),
90 (lag nr. 46); Karl-Heinz Schlager, Alleluia-Melodien 1, Monumenta monodica medii aevi
7 (Kassel: Bärenreiter, 1968), 390; Missale pro usu totius regni norvegie, 503.
20 Schlager, thematischer Katalog, 144 (lag nr. 165); Alleluia-Melodien 1, 218.
21 Schlager, thematischer Katalog, 96 (lag nr. 58); Alleluia-Melodien 1, 81–82.
22 Sumt efni úr Graduale Jesperssøns var lengi að komast í prentaðar bækur á íslandi en
fann sér annan farveg um sinn. í danska prentinu er svonefnt Credo I við latneska gerð
trúarjátningarinnar, í hrynbundinni gerð. íslenska þýðingu við lagið er fyrst að finna í
handriti Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1575 og má vera að hún sé hans eigið
verk; þar er lagið með sléttsöngsnótum (NKS 138 4to, 89v–91r). Lagið komst ekki á prent
fyrr en í 4. prentun grallarans (1649), í hinni hrynbundnu dönsku gerð með yfirskriftinni
„Messu Credo á íslensku, nóteruð sem næst má eftir latínunni. Sem syngja má á útkirkjum
á hátíðum.“ í 6. útgáfu grallarans 1691 er það í sömu gerð og í handriti Gísla en yfirskriftin
er önnur: „Þetta Symbolum Nicænum, eður Messu Credo, eftir gamalli Versione, látum
við hér með fylgja, helst eftir því það er alkunnugt og tíðkanlegt víðast í suðurstiftinu á
hátíðisdögum.“ Svo virðist sem þessi trúarjátningarsöngur hafi verið iðkaður í Skálholtsstifti
löngu áður en hann komst á prent, jafnvel allt frá dögum Gísla biskups. Sjá Árni Heimir
Ingólfsson, „Copying the Icelandic Graduale in the Sixteenth and Seventeenth Centuries,“
Opuscula 18 (2020): 1–59.
SLÉTTSÖ NGUR í LúTHERSKUM SIÐ Á í SLANDI