Gripla - 2020, Page 313
GRIPLA312
eru rituð við textann Sanctus/Heilagur, en þriðja lagið er sléttsöngur við
íslenskan texta sem hvergi er til annars staðar (81r, sjá Mynd 3). Skriftin
er klossuð og lagið ritað ofan í leiðbeiningar sem áður hafði verið vandað
til, með rauðu bleki, og vísa í að þar sé að hefjast sá hluti grallarans sem
geymi útfararsálma. Líklega var viðbótin skrifuð á fyrri hluta 17. aldar. Hún
hljóðar svo:
O Jesu christe Blessadur þinn likame sie,
sem liflatinn var a krossins trie
lifsins(?) forn fyrir Syndanna vie
fyrir þinn Bitra dauda
og suo blodid Rauda
Laat þijna kristne af Syndum snauda
og sitia j dyrd þinna vtualldra sauda
O JESV christe O Millde
O sæte JESV sonur Marie.
Uppruni textans er ekki ljós en þó er ákveðinn skyldleiki með kunnum
sléttsöngstexta, Ave verum corpus.34 Lagið sem nóterað er í Thott 154 fol.
er þó ekki það sem alla jafna var haft við latínutextann. Vera má að ís lend-
ingur hafi sett saman lagið og ort texta undir áhrifum fyrrnefnda slétt-
söngsins. Upphafshending lagsins er áþekk þeirri í O Maria generosa, úr
AM 622 4to (kvæðakveri Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups frá árinu 1549),
en framhaldið er annað. Ave verum corpus er hvergi tekið upp í lútherskan
sið enda var textinn sunginn við upphald sakramentisins (elevatio).
í sama handriti er texti sem finnst hvergi annars staðar, íslensk þýðing
á Kyrie-trópa á hvítasunnudag, Kyrie fons bonitatis (89r). Eins og í tilviki ó
jesú Christe er hér um að ræða síðari viðbót við grallarahandritið, þó ekki
með sömu hendi og sléttsöngurinn sem fyrr er nefndur. Nú vill til að Kyrie
fons bonitatis stendur í hinum prentaða grallara við latneska textann, en
þýðingin Kyrie Guð faðir sannur var prentuð í sálmabókum 1589 og 1619
34 Hvorki atkvæða- né línufjöldi er hinn sami í íslenska söngnum og Ave verum corpus, en text-
arnir eiga ýmislegt sameiginlegt (ekki síst hendingarnar „Ave verum corpus . . . immolatum
in cruce pro homine . . . O Jesu dulcis, o Jesu pie, o Jesu fili Mariae“); lokaávarp beggja
texta telur 18 atkvæði. Ave verum corpus er ekki nefndur í Orðubók, sjá Ordo nidrosiensis
Ecclesiae, útg. Lilli Gjerløw (ósló: Norsk historisk kjeldeskrift-institutt, 1968).