Morgunblaðið - 16.06.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sagði af sér formennsku
Sakar meirihlutann um valdníðslu Þrír nefndarmenn ekki treyst Þórhildi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þing-
maður Pírata, sagði í gær af sér for-
mennsku í stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefnd Alþingis. Sagði hún
tilraunir minnihluta nefndarinnar til
að sinna eftirlitshlutverki hennar
einungis hafa orðið meirihlutanum
efni til „valdníðslu og linnulausra
árása“.
Í samtali við mbl.is sagðist Þór-
hildur hafa fengið nóg af framgöngu
meirihlutans í nefndinni. „Ég ákvað,
í stað þess að vera leiksoppur þeirra
sem engu eftirliti vilja lúta, að ganga
út og neita þeim um þetta skálka-
skjól sem þau eru sífellt að leita í. Að
ráðast á mig og mína persónu til
þess að réttlæta upplýsingafælni
sína og andstöðu við aðhald frá þess-
ari nefnd,“ sagði hún og bætti við að
þetta hefði hún ígrundað frá því
meirihlutinn ákvað að ekki stæðu
efni til frekari athugunar á hæfi
Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávar-
útvegsráðherra gagnvart Samherja.
Gengið fram með ásakanir
„Ætli það sé ekki bara best að hún
bendi á það hvenær vegið hafi verið
að hennar persónu. Ég hef ekki ver-
ið þekktur fyrir það að hafa uppi
stóryrði um einstaka þingmenn eða
aðra, það er ekki minn háttur og það
hef ég ekki gert,“ sagði Óli Björn
Kárason, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og einn nefndarmanna, í
samtali við mbl.is í gær. Í bókun
hans á fundi nefndarinnar 10. júní
sagðist hann taka undir fyrri bók-
anir Brynjars Níelssonar og Þor-
steins Sæmundssonar sem sögðust
ekki styðja það að Þórhildur væri
formaður. Það lægi því fyrir að þrír
nefndarmanna bæru ekki traust til
hennar sem formanns.
„Það hefur enginn sem situr á
þingi í dag gengið jafn aggressíft
fram með alvarlegum ásökunum á
hendur nafngreindum einstakling-
um og heilu flokkunum og fráfarandi
formaður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar. Ég fullyrði það.“
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Óli Björn
Kárason
Fundi samninganefnda Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga og rík-
isins lauk án niðurstöðu hjá ríkis-
sáttasemjara í gær. Boðað hefur
verið til fundar klukkan 10 á fimmtu-
dag. Ótímabundið verkfall hjúkr-
unarfræðinga hefst að óbreyttu eftir
viku, 22. júní, náist samningar ekki
fyrir þann tíma.
Aðalsteinn Leifsson ríkis-
sáttasemjari segir viðræðurnar í
gær hafa verið ágætar.
„Þetta var ágætur fundur en við
kláruðum ekkert samkomulag.
Þetta eru mjög snúnar viðræður en
það var gott samtal og allir eru vel
undirbúnir og leggja sig fram, en
þetta eru virkilega erfiðar við-
ræður.“ liljahrund@mbl.is
Hafa viku
til að semja
„Miðað við tímann og annað sýnist mér fólk hafa æft stíft.
Það var greinilega kominn svolítill keppnisþorsti í hópinn,“
segir Davíð Þór Sigurðsson, skipuleggjandi fyrstu fjallahjól-
reiðakeppni ársins, Morgunblaðshringsins, sem fram fór í
gær. Rúmlega 70 keppendur hjóluðu hringinn, flestir fjórum
tók annað sætið í „elite“-kvennaflokki, og Kristín Edda
Sveinsdóttir, sem lenti í því þriðja. Hafsteinn Ægisson lenti í
öðru sæti í „elite“-karlaflokki og Kristinn Jónsson í því þriðja.
Efnilegir ungliðar mættu einnig til leiks og nefnir Davíð helst
hinn tíu ára gamla Friðþjóf Helgason í því samhengi.
sinnum, í blíðskaparveðri en um er að ræða sjö kílómetra
langan hring á svæðinu við Rauðavatn, Hádegishæð og Para-
dísardal.
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson sigruðu í
keppninni en fast á hæla Maríu fylgdu Karen Axelsdóttir, sem
Fóru hring eftir hring í blíðskaparveðri
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Fyrsta fjallahjólreiðakeppni ársins fór fram í gær
Ingibjörg Björnsdóttir hlaut heið-
ursverðlaun Sviðslistasambands
Íslands árið 2020 fyrir ævistarf sitt
í þágu sviðslista á Íslandi þegar
Gríman var afhent við hátíðlega at-
höfn í Borgarleikhúsinu í gær-
kvöldi. Ingibjörg hóf ung dansnám
og starfaði síðar sem dansari, kenn-
ari og skólastjóri við Listdansskóla
Þjóðleikhússins sem síðar varð
Listdansskóli Íslands. Í samtali við
Morgunblaðið fagnar Ingibjörg
þeirri miklu grósku sem er í dans-
inum hérlendis.
Atómstöðin – endurlit í leikstjórn
Unu Þorleifsdóttur hlaut flestar
Grímur eða fjórar talsins. Alls
skiptu ellefu sýningar með sér
verðlaunum ársins, en níu af 19
verðlaunum fóru til Þjóðleikhúss-
ins. »28-29
Gríman afhent í 18. sinn
Ingibjörg Björns-
dóttir heiðruð
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ævistarf Ingibjörg Björnsdóttir var í gærkvöldi heiðruð fyrir ævistarf sitt.