Morgunblaðið - 16.06.2020, Page 12

Morgunblaðið - 16.06.2020, Page 12
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forstjóri Birgir Jónsson segir faraldurinn hafa sett strik í reikninginn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Birgir Jónsson, forstjóri Íslands- pósts, segir póstsendingar frá út- löndum að aukast á ný. Þær hafi nánast þurrkast upp í kórónuveiru- faraldrinum og aðeins komið hingað lítið magn með sjópósti. Með því að alþjóðaflug hefst á ný muni póst- magnið aukast næstu vikur. Alþingi heimilaði Íslandspósti í fyrra að setja endastöðvagjald á póstsendingar. Það er 400 kr. fyrir sendingar frá Evrópu en 600 kr. komi þær frá löndum sem eru utan Evrópu. Hafði fyrirtækið þá haldið því fram að mikið tap hefði verið af erlendum sendingum, ekki síst frá Kína sem naut þess að vera flokkað sem þróunarland í gjaldskrám Al- þjóðapóstsambandsins. Samdráttur í takt við áætlanir „Eftir að gjaldið var lagt á fækkaði erlendum sendingum um 15%. Það var í takt við áætlanir. Síðan hefst faraldurinn í Kína um áramótin og þá slokknaði á sendingum frá Kína. Svo veiktist krónan í vor sem hafði líka áhrif. Erlendar sendingar, ekki síst frá Kína, þurrkuðust út úr kerf- inu hjá okkur. Við það bætist að Kína lokaðist í faraldrinum. Það berast einstaka sinnum send- ingar í gegnum krókaleiðir en nú kemur póstur með sjópósti eins og fyrir 50 árum. Við vitum að gríðar- legt magn af pósti bíður sem mun fara að berast okkur eftir því sem flugsamgöngur komast í samt horf,“ segir Birgir um stöðuna. Hann segir tekjur Íslandspósts hafa minnkað um 500-700 milljónir vegna þessarar röskunar. Að hluta verði um tilfærslu á tekjum að ræða – tekjur í sumar geti orðið meiri en upphaflega var áætlað. Fram kom í máli Ingimundar Sigurpálssonar, fv. forstjóra Ís- landspósts, í nóvember 2018 að burðargjöld Alþjóðapóstsambands- ins stæðu ekki undir nema um einum þriðja af dreifingarkostnaði hér inn- anlands. Stór hluti þeirra kemur frá Kína í gegnum vefverslun. Reiknar með miklum pósti á næstu vikum  Forstjóri Íslandspósts segir stíflu að bresta eftir veiruna  Flugsamgöngur séu að komast í samt horf eftir langt hlé 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hátt í 40% þeirra fyrirtækja sem eru virk í landinu og hafa fleiri en sex starfsmenn sóttu um hluta- bótaleið ríkisstjórnarinnar þegar opnað var fyrir umsóknir. Þetta sýna tölur Cred- itinfo sem nú hefur birt svo- kallað váhrifa- mat vegna út- breiðslu kórónu- veirunnar. Fjallað var um matið á síðum Morgunblaðsins síðastliðinn laug- ardag. Samkvæmt gögnum Creditinfo eru um 18.000 virk fyrirtæki í landinu og 3.000 þeirra fylla fyrrnefndan flokk hvað starfsmannafjölda varðar. Í töflu sem Creditinfo hefur tekið saman má sjá hvernig fyrirtækin sem sóttu um úrræði ríkisstjórnarinnar flokkast eftir lánshæfismati því sem fyrirtækið gefur út og því hversu mikil óvissa ríkir í rekstr- arumhverfi sömu fyrirtækja út frá váhrifamatinu. Flest fyrirtæki fundu fyrir áhrifum af veirunni Athygli vekur að 7,1% fyrirtækj- anna sem sóttu um er með láns- hæfismat 1 (besta skor) og býr við óverulega óvissu. Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður grein- ingar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir þessar tölur sýna að óvissan er í raun mjög mikil víðast hvar í kerfinu og að flest fyrirtæki fundu með einhverjum hætti fyrir áhrif- um veirunnar meðan hún var í há- marki. „Það er að mínu mati ekki rétt að gagnrýna fyrirtæki sem kusu að nýta þessa leið á þessum tíma- punkti. Þau sáu eins og aðrir að atvinnuleysi var að aukast hratt og mjög erfitt að lesa í hvernig hlut- irnir myndu þróast. Þá er ekki óeðlilegt að fyrirtækin leiti í úr- ræði sem opið var fyrir þau vegna ástandsins.“ Hlutfallið sem birt er í töflunni hér að ofan segir þó ekki alla söguna að sögn Gunnars enda flest fyrirtæki í landinu með gott lánshæfismat. Þegar þau fyrirtæki sem talin eru búa við óverulega óvissu miðað við önnur fyrirtæki í landinu eru skoðuð kemur í ljós að aðeins 20% þeirra fyrirtækja sóttu um hlutabótaleiðina. Hins vegar sóttu 57,9% þeirra fyrirtækja sem talin eru búa við mjög mikla óvissu um sömu leið. Þá var hlutfallið tæplega 50% í tilfelli þeirra fyr- irtækja sem talin eru búa við mikla óvissu. Váhrifamatið, sem nú hefur verið hleypt af stokkunum, er samstarfsverkefni Creditinfo á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Tékklandi. Því hefur sambærileg úttekt verið gerð í þeim löndum. „Það vekur talsverða athygli þegar rýnt er í gögnin að talsvert hærra hlutfall íslenskra fyrirtækja hefur leitað ríkisaðstoðar en í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Gunn- ar og bendir á að það kunni að skýrast af því að ferðaþjónustan vegur mun þyngra í íslensku hag- kerfi en í samanburðarlöndunum. Um 40% fyrirtækja sóttu um Lánshæfismat og váhrifamat fyrirtækja með 6 eða fleiri starfsmenn Heimild: Creditinfo Váhrifamat atvinnugreinar Lánshæfismat Óveruleg óvissa Lítil óvissa Óvissa í meðallagi Mikil óvissa Mjög mikil óvissa Heild 1 7,1% 8,1% 11,1% 3,1% 2,7% 32,0% 2 3,0% 4,4% 7,2% 2,0% 2,8% 19,3% 3 1,4% 3,0% 5,1% 1,1% 3,1% 13,7% 4 1,5% 2,8% 4,7% 1,2% 2,8% 13,1% 5 0,4% 0,9% 1,3% 0,6% 1,2% 4,4% 6 0,2% 0,6% 1,0% 0,3% 0,5% 2,7% 7 0,2% 0,3% 0,9% 0,4% 0,5% 2,4% 8 0,2% 0,5% 1,1% 0,4% 0,7% 2,8% 9 0,2% 0,3% 0,5% 0,5% 0,6% 2,1% 10 0,1% 0,3% 0,4% 0,1% 0,3% 1,3% Í vanskilum 0,1% 0,3% 0,9% 0,3% 0,8% 2,5% Ógjaldfær 0,3% 0,7% 1,1% 0,3% 1,2% 3,7% Heild 15% 22% 35% 10% 17% 100% Um 3.000 fyrirtæki eru með 6 eða fleiri starfsmenn og sóttu hátt í 40% þeirra, eða tæplega 1.200, um hlutabótaleiðina. Litunum í töflunni er ætlað að sýna áhættuna og óvissuna í rekstrarumhverfi þessara 3.000 fyrirtækja. Hlutfall sem sótti um Litur Hlutfall Óveruleg óvissa 20% Lítil óvissa 23,5% Óvissa í meðallagi 21,3% Mikil óvissa 49,8% Mjög mikil óvissa 57,9%  Hærra hlutfall íslenskra fyrirtækja sótti um ríkisaðstoð en í Eystrasaltsríkjunum Mikil óvissa » Veruleg óvissa ríkir í rekstrarumhverfi 30% ís- lenskra fyrirtækja. » Meirihluti þeirra fyrirtækja sem búa við verulega mikla óvissu sótti um leiðina. 16. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 134.47 Sterlingspund 169.63 Kanadadalur 99.2 Dönsk króna 20.403 Norsk króna 14.028 Sænsk króna 14.481 Svissn. franki 142.0 Japanskt jen 1.2519 SDR 185.96 Evra 152.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.1439 Hrávöruverð Gull 1735.85 ($/únsa) Ál 1560.0 ($/tonn) LME Hráolía 37.88 ($/fatið) Brent ● Íslenskir lífeyrissjóðir hafa ákveðið að framlengja hlé á gjaldeyriskaupum sínum til erlendra fjárfestinga til 17. september nk. en þetta gera sjóðirnir í samráði við Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að sjóðirnir hafi upphaflega gert hlé á gjaldeyriskaupum sínum til er- lendra fjárfestinga frá 17. mars, en til- gangur þess hafi verið að bregðast við miklum sam- drætti út- flutnings- tekna vegna kórónuveiru- faraldursins og mögulegs þrýstings á gengi krón- unnar vegna hans. „Ljóst er að þetta hlé hefur gegnt veigamiklu hlutverki í að við- halda þjóðhagslegum stöðugleika í gegnum þær holskeflur sem skollið hafa á þjóðarskútunni síðustu þrjá mánuði,“ segir í tilkynningu bankans. Sýna stuðning í verki Þá segir að með því að framlengja hléið til 17. september hafi lífeyris- sjóðirnir á ný sýnt stuðning sinn í verki við að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Undanfarin ár hef- ur Ísland breyst úr því að vera fjár- magnsinnflytjandi með þrálátan við- skiptahalla í fjármagnsútflytjanda með drjúgan viðskiptaafgang. Þessi viðsnúningur stafar að miklu leyti af þeim sparnaði sem verður jafnt og þétt til í lífeyriskerfinu og hefur skap- að nýjar forsendur til þess að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika. Það hefur sannarlega komið landinu til góða á síðustu mánuðum,“ segir Ásgeir Jóns- son seðlabankastjóri í tilkynningunni. Einnig áréttar Ásgeir að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna séu mjög mikilvægar þegar horft sé fram á veg- inn, hvort sem litið sé til hagsmuna sjóðfélaga eða þjóðarinnar í heild. Þær feli í sér áhættudreifingu lífeyris- eigna og komi í veg fyrir neikvæð áhrif af útgreiðslu lífeyris á íslenskt hag- kerfi í framtíðinni. Þá segir hann að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða séu nauðsynlegar til þess að viðhalda jafn- vægi á greiðslujöfnuði við jákvæðan viðskiptajöfnuð, útflutningsdrifinn hagvöxt og sköpun nýrra starfa. „Seðlabankinn þakkar þá sam- félagslegu ábyrgð sem lífeyrissjóðirnir hafa sýnt í þeim þrengingum sem þjóðin gengur nú í gegnum,“ segir Ás- geir. Þá segir hann í tilkynningunni að samvinna bankans og sjóðanna hafi vakið athygli erlendis og hafi hún m.a. verið sérstaklega tilgreind í nýlegum umsögnum alþjóðlegra mats- fyrirtækja. Sjóðirnir framlengja hlé á gjaldeyriskaupum Hlé Sýna samfélags- lega ábyrð. Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Gunnar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.